fbpx
Miðvikudagur 10.desember 2025
Eyjan

Pilla Villa Vill: „Alveg nýtt að Jón Steinar haldi því fram að dómararnir hafi verið hlutdrægir í máli sem hann vinnur“

Ritstjórn Eyjunnar
Miðvikudaginn 27. nóvember 2019 10:50

Vilhjálmur H. Vilhjálmsson

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Lögmaðurinn Jón Steinar Gunnlaugsson var sýknaður af meiðyrðakröfum Benedikts Bogasonar í Landsrétti á dögunum. Jón Steinar sagði í bók sinni Með lognið í fangið, að dómur sem Benedikt kom að í máli gegn Baldri Guðlaugssyni, sem dæmdur var fyrir innherjasvik í kjölfar hrunsins, hefði verið dómsmorð, en Benedikt taldi það ganga of nærri sér. Hefur dómi Landsréttar verið áfrýjað til Hæstaréttar.

Jón Steinar skrifaði í Morgunblaðið í gær, þar sem hann spáði um hvernig framhaldið yrði í málinu. Hann sagði það alltaf hafa verið tilganginn hjá Benedikt að koma málinu til Hæstaréttar, sem sé hans „yfirráðasvæði.“

„Nú hafa bæði héraðsdómur og Landsréttur sýknað mig af meiðyrðakröfum hæstaréttardómarans Benedikts Bogasonar. Þá birtist það sem alltaf hefur áreiðanlega staðið til. Hann ætlar að ná málinu inn á yfirráðasvæði sitt við Hæstarétt. Lögmaður hans hefur sagt opinberlega að nú verði sótt um áfrýjunarleyfi þangað.“

Nýlunda hjá Jóni

Vilhjálmur H. Vilhjálmsson, hæstaréttarlögmaður, sótti málið fyrir hönd Benedikts. Hann ritar í Morgunblaðið í dag og sendir Jóni Steinari pillu, en Jón hafði áður sagt að dómarar Landsréttar hefðu haft vilja til þess að gera Benedikt til geðs og verið vilhallir honum, sökum kunningsskapar og hagsmunatengsla og því hefði málskostnaður Benedikts verið felldur niður. Með því hafi dómarar brugðist hlutleysisskyldu sinni, því enginn annar íslenskur ríkisborgari hefði notið slíkra sætinda af borði dómaranna.

Um þetta segir Vilhjálmur:

„Það er kunnuglegt stef að þegar Jón Steinar tapar dómsmáli eða niðurstaðan er honum ekki þóknanleg ræðst hann á dómara málsins og fullyrðir að þeir hafi verið hlutdrægir og annarleg sjónarmið hafi ráðið niðurstöðu málsins. Það er hins vegar alveg nýtt að Jón Steinar haldi því fram að dómararnir hafi verið hlutdrægir í máli sem hann vinnur. Fyrir þeim aðdróttunum er engin innistæða en ekkert við málsmeðferð Landsréttar gaf Jóni Steinari tilefni til þess að vega með þessum hætti að dómurum málsins. Við dómsuppsögu í Landsrétti föstudaginn 22. nóvember sl. voru kveðnir upp dómar í sjö einkamálum. Í þremur þessara mála var málskostnaður felldur niður. Það er því af og frá að dómarar Landsréttar hafi lagt einhverja sérstaka lykkju á leið sína til þess að beita Jón Steinar órétti. Svo var ekki heldur niðurstaðan um niðurfellingu málskostnaðar rökstudd með vísan til þess að orðfæri Jóns Steinars í umrætt skipti hefði verið með þeim hætti að það réttlætti málssókn.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Banaslys í Mosfellsbæ

Nýlegt

EyjanFastir pennar
Fyrir 6 dögum

Thomas Möller skrifar: Tölum um krónuna … í alvöru!

Thomas Möller skrifar: Tölum um krónuna … í alvöru!
Eyjan
Fyrir 1 viku

Sigvaldi Einarsson skrifar: Kjarnorka á Austfjörðum – eða vindmyllur á hálendinu?

Sigvaldi Einarsson skrifar: Kjarnorka á Austfjörðum – eða vindmyllur á hálendinu?
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Björn Jón skrifar: Íslenskan í forgrunni

Björn Jón skrifar: Íslenskan í forgrunni
Eyjan
Fyrir 1 viku

Björg Magnúsdóttir: Mér fannst erfiðast að þurfa að taka upp símann

Björg Magnúsdóttir: Mér fannst erfiðast að þurfa að taka upp símann
Eyjan
Fyrir 1 viku

Orðið á götunni: Engin leið að hætta! Guðlaugur Þór íhugar að renna sér út á hála ísinn og leggja ferilinn að veði

Orðið á götunni: Engin leið að hætta! Guðlaugur Þór íhugar að renna sér út á hála ísinn og leggja ferilinn að veði
Eyjan
Fyrir 1 viku

Björg Magnúsdóttir: Hef oftast þakkað fyrir vélritunarkunnáttuna

Björg Magnúsdóttir: Hef oftast þakkað fyrir vélritunarkunnáttuna