fbpx
Sunnudagur 11.apríl 2021
Eyjan

Svein Harald Öygard: Sagan af skuldum Bakkavararbræðra og Björgólfs Thors

Egill Helgason
Laugardaginn 23. nóvember 2019 22:40

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Í síðasta Silfri sýndi ég bút úr viðtali sem ég átti við Svein Harald Öygard. Norðmanninn sem varð Seðlabankastjóri á Íslandi 2009. Nýlega er komin út á íslensku bókin Í víglínu íslenskra fjármála þar sem hann ritar um íslenska hrunið og eftirmála þess. Ég sýni viðtalið við Svein Harald Öygard í Silfrinu í heild sinni. Þar ber margt á góma, en eitt af því sem hann kvartar yfir er að Íslendingar hafi ekki gert nóg til að elta uppi fé sem var komið undan í hruninu. Við ræðum það í viðtalinu.

Hér er lítill kafli úr bók Sveins Haralds, þarna fjallar hann um menn sem fengu gríðarlegar fjárhæðir lánaðar, settu banka á hausinn, en standa nú uppi vellauðugir menn.

— — —

„Endurskipulagning fyrirtækis getur verið erfið og þar er sanngirnin sjaldnast höfð að leiðarljósi. Hér er lýsandi dæmi sem Ólafur Ragnar Grímsson, þáverandi forseti Íslands, sagði gjarna frá.

Upphaflega var Bakkavör eigandi fyrirtækja sem framleiddu fullunnin matvæli.

Bakkavör varð lika eigandi eignarhaldsfélags sem stofnað hafði verið utan um hlut í Kaupþingi. Bakkavör átti 45 prósenta hlut í Exista, sem aftur átti 22 prósent í Kaupþingi.

Hverjir eru meðal þeirra sem nefndir eru á 205 síðna lista sem lekið var yfir lántakendur Kaupþings?

Mikið rétt það eru bræðurnir sem eiga Bakkavör. Þeir höfðu tekið lán upp á 1,86 milljarða evra. Og hjá Exista, 791 milljón evra. Því síðara fylgdi athugasemd: „Mest af lánunum er ótryggt og engir samningar fylgja með.“

Með öðrum orðum hafði eigandinn fengið lánin án veðs og án takmarkana.

Athafnir bræðranna tveggja í Exista urðu til þess að annar þeirra var dæmdur í átta mánaða fangelsi í Hæstarétti. Hann hafði fengið 50 milljarða íslenskra króna í hlutabréfum í Exista en aðeins greitt einn milljarð.

Exista hrundi síðar og Bakkavör líka. Kaupþing varð fyrir gífurlegu tapi.

Hverjir fengu svo tækifæri til þess síðar að kaupa það sem eftir var af Bakkavör?

Jú, tveir bræður.

Þeir stofnuðu nýtt fyrirtæki, sem þeir fjármögnuðu einhvern veginn, og fengu heimild til 25 prósenta eignahlutar. Fyrirtækið hét því að greiða um 600 milljónir evra til kröfuhafa. Þeirra á meðal var íslenskur banki, afsprengi Kaupþings, Arion, og sex eða svo íslenskir lífeyrissjóðir.

Nýja fyrirtækið átti líka í basli þar sem það var skuldum vafið. Það hafði takmarkað verðgildi utan eignarhalds dótturfélaganna, sem reyndar voru líka skuldug. Dótturfyrirtækin höfðu bruggað launráð. Einhver hafði gefið bönkunum rétt til þess að krefjast skuldaendurgreiðslu ef tilteknir aðilar sæju ekki lengur um fyrirtækin.

Tveir bræður.

Bræðurnir gengu þá til liðs við einn fyrsta áhættusjóðinn sem gerst hafði lánadrottinn íslensku bankanna. Hann var líka einn af þeim fyrstu sem fór, að því er sagt var með tæpan milljarð dollara í gróða. Baupost Group. Sá sem háskólinn í Yale hafði falið einn milljarð dollara.

Arion og nokkrir íslenskir lífeyrissjóðir voru keyptir út í janúar 2016 fyrir 163 milljónir punda. Nýtt fyrirtæki, Bakk AL Holdings Ltd, átti nú 89 prósent í Bakkavör.

Og hverjir voru ráðandi hluthafar í Bakk AL?

Jú, tveir bræður.

Loks var Bakkavör skráð að nýju 2017, en nú í Lundúnum. Þá hafði eignastaða bræðranna þrefaldast að verðgildi. Tveir stærstu hluthafarnir voru bræður og átti hvor um sig 25,1 prósents hlut.

Í mörgum öðrum tilvikum hafa bankar og aðrir samstarfsaðilar, sem hafa skuldbundið sig til þess að leggja fram fjármagn eða afskrifa skuldir, þurft að leita fyrst til fyrri stjórnar og eigenda áður en þeim var veitt heimild til eignarhalds í endurskipulögðum félögum. Í sumum tilvikum var þess krafist að fyrri eigendur og stjórnendur yrðu losaðir undan persónulegri ábyrgð sem þeir höfðu veitt, en það tryggði þeim jafnframt eignarhluti og forkaupsrétt.

Þetta skýrir það hvernig fyrri eigendur banka gátu breytt milljónaskuldum í milljónir ef ekki milljarða fjár. Aðrir urðu að líða fyrir það.

Bankinn sem fór fram á mestar afskriftir var að sjálfsögðu Deutsche Bank. Sá sem naut góðs af var stærsti eigandi Landsbankans fyrir hrun. Hann losnaði við gríðarlegar skuldir og er jafnframt laus undan persónulegri ábyrgð á þeim, þökk sé Deutsche Bank. Verðlaunin voru hvatning og forkaupsréttur. Nú er hann aftur orðinn ríkastur allra Íslendinga.

Aðeins tveir Íslendingar eru með honum á lista Sunday Times yfir 200 ríkustu einstaklingana í Bretlandi árið 2018.

Auðvitað tveir bræður.“

 

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 6 dögum

„Að þessu leyti hefur kannski Sjálfstæðisflokkurinn útilokað sjálfan sig frá stjórnarsamstarfi við ábyrg stjórnmálaöfl“

„Að þessu leyti hefur kannski Sjálfstæðisflokkurinn útilokað sjálfan sig frá stjórnarsamstarfi við ábyrg stjórnmálaöfl“
Eyjan
Fyrir 6 dögum

Vill breyta nafni Norðurþings

Vill breyta nafni Norðurþings
Eyjan
Fyrir 1 viku

Sigríður segir enga Covid-bylgju vera í gangi – Varar við hræðsluáróðri

Sigríður segir enga Covid-bylgju vera í gangi – Varar við hræðsluáróðri
Eyjan
Fyrir 2 vikum

Davíð fór í bólusetningu – Sakar stjórnvöld um aulaskap

Davíð fór í bólusetningu – Sakar stjórnvöld um aulaskap