fbpx
Föstudagur 14.ágúst 2020
Eyjan

Corbyn virðist ætla að tapa Grimsby – vígi Verkamannaflokksins falla

Egill Helgason
Fimmtudaginn 21. nóvember 2019 21:36

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Kosningabarátta Jeremys Corbyn í Bretlandi virðist vera gjörsamlega vonlaus. Nýjar skoðanakannanir sýna að Íhaldsflokkurinn hefur frá 11 og upp í 16 prósentustiga forskot á Verkamannaflokkinn. Það virðist óhjákvæmilegt að Íhaldsflokkurinn vinni stóran sigur í kosningunum – og getur þá væntanlega framkvæmt Brexit eftir sínu höfði. Stór loforð Corbyns um launahækkanir, byggingu félagslegs húsnæðis, ókeypis breiðband fyrir alla, breytingar á eftirlaunaaldri, þjóðnýtingu og hærri skatta á auðugt fólk, virðast ekkert hrífa. Það er jafnvel talað um dýrustu kosningaloforð sem hafa nokkurn tíma sést.

Kjördæmi þar sem staða Verkamannaflokksins hefur verið sterk virðast í uppnámi. Íhaldsflokkurinn hefur reyndar breytt um stefnu í þessum kosningum, aðhaldstefnan sem var ær og kýr flokksins á tíma Davids Camerons er á bak og burt – að minnsta kosti í orði kveðnu – Íhaldið varar við skattahækkunum en segist samt ætla að verja fé í umbætur og endurbyggingu í Mið- og Norður-Englandi, á svæðum sem hafa lengi verð útundan.

Þar hefur Verkamannaflokkurinn líka haft undirtökin í stjórnmálunum. En fall hans er svo stórt að meira að segja kjördæmi eins og Grimsby – hinn gamli vinabær Íslendinga – virðist ætla að falla Íhaldsflokknum í skaut. Það yrðu allmikil tíðindi. Verkamannaflokkurinn hefur haft meirihluta í Grimsby í 74 ár. Þaðan kom frægur leiðtogi flokksins, Anthony Crosland, sem var utanríksráðherra á tíma síðasta þorskastríðs Íslendinga og Breta. En staða Verkamannaflokksins var slík að eitt sinn var sagt að hann gæti boðið fram alkóhólista og kynferðisbrjálæðing og unnið samt.

En það hefur breyst. The Economist greinir frá skoðanakönnun þar sem Íhaldsflokkurinn hefur 13 prósentustiga forskot á Verkamannaflokkinn í Grimsby. Í blaðinu má líka lesa að áhersla Boris Johnson á að vinna fylgi í bæjum í miðlöndunum og norðrinu sé að skila árangri. Það boðar mikil umskipti í breskum stjórnmálum. Í Grimsby greiddu 70 prósent kjósenda atkvæði með Brexit. Nú eru þrjár vikur til kosninga. Economist segir að Verkamannaflokkurinn þurfi að reka mjög vel heppnaða kosningabaráttu ef hann á að halda þessu gamla vígi sínu.

Íbúar Grimsby eiga reyndar ekki sjö dagana sæla. Bærinn er í mikilli niðurníðslu og fyrir fáum árum var gerð könnun þar sem niðurstaðan var að Grimsby væri versti staðurinn til að búa á í gjörvöllu Bretlandi. Það er nátturlega merkilegt að íbúarnir vilji frekar kjósa yfirstéttar- og Etonpiltinn Johnson en róttæklinginn Corbyn.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Í vikunni

Eyjan
Fyrir 3 dögum

Óraunhæft að loka landamærum og ósanngjarnt að kenna ferðaþjónustunni um – Veiran komin til að vera

Óraunhæft að loka landamærum og ósanngjarnt að kenna ferðaþjónustunni um – Veiran komin til að vera
Eyjan
Fyrir 3 dögum

Leynileg upptaka Samherja af Helga Seljan verður opinberuð – „Þú mátt ekki segja þeim frá þessu“

Leynileg upptaka Samherja af Helga Seljan verður opinberuð – „Þú mátt ekki segja þeim frá þessu“
Eyjan
Fyrir 5 dögum

Guðmundur hjólar í Sigmund – Líkir honum við stuðningsmenn Trump sem neita að nota grímu

Guðmundur hjólar í Sigmund – Líkir honum við stuðningsmenn Trump sem neita að nota grímu
Eyjan
Fyrir 6 dögum

Borgin verður krafin svara vegna brúarklúðursins: „Efla hf.er stór viðskiptavinur borgarinnar“

Borgin verður krafin svara vegna brúarklúðursins: „Efla hf.er stór viðskiptavinur borgarinnar“
Eyjan
Fyrir 1 viku

Samherji hafnar ásökunum um arðrán

Samherji hafnar ásökunum um arðrán
Eyjan
Fyrir 1 viku

„Allir dagar eiga að vera Hinsegin dagar“

„Allir dagar eiga að vera Hinsegin dagar“
Eyjan
Fyrir 1 viku

Guðmundur Franklin opnar á þingframboð – „Tígrisdýrin breyta ekki röndunum á sér.“

Guðmundur Franklin opnar á þingframboð – „Tígrisdýrin breyta ekki röndunum á sér.“
Eyjan
Fyrir 1 viku

Ísland reiðubúið að styðja Líbanon eftir sprenginguna í Beirút

Ísland reiðubúið að styðja Líbanon eftir sprenginguna í Beirút