fbpx
Föstudagur 26.apríl 2024
Eyjan

Vel heppnuð dagskrá í Kópavogi á afmælisdegi Barnasáttmálans

Ritstjórn Eyjunnar
Miðvikudaginn 20. nóvember 2019 21:47

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Fjöldi leik- og grunnskólabarna úr Kópavogi tók þátt í vel heppnaðri hátíðardagskrá í tilefni 30 ára afmæli Barnasáttmála Sameinuðu þjóðanna sem fram fór í Menningarhúsunum í Kópavogi í morgun. Dagskráin endurspeglaði áherslu Barnasáttmálans á réttindi barna og mikilvægi þátttöku þeirra og skoðana. Fjallað var um frið, framtíðina og loftslagsmál svo fleira sé nefnt. Bæjarstjóra Kópavogs var afhent ályktun barna í Kópavogi um eigin framtíð í lok málþingsins Krakkaveldi.

Börn úr leikskólunum Rjúpnahæð, Urðarhóli, Grænatúni, Kópasteini, Austurkór og Álfaheiði fluttu Friðarlag sem samið var í tilefni dagsins af þeim Hirti Jóhannssyni og Kristjáni Hreinssyni við upphaf hátíðarinnar. Þá var opnuðu sýningin Friður í anddyri Salarins en hún er unnin af börnum í Kópavogi.

Opnuð var sýningin Pláneta A í Náttúrufræðistofu Kópavogs en á henni er afrakstur vinnu 8. bekkinga í Kópavogi um loftslagsmál, veggspjöld og mótmælaskilti svo eitthvað sé nefnt. Ármanni Kr. Ólafsson, bæjarstjóri Kópavogs, Andri Snær Magnason og Sævar Helgi Bragason ávörpuðu gesti en Sævar Helgi flutti fyrirlestur fyrir 8. bekkinga í haust og Ríkey Hlín Sævarsdóttir verkefnastjóri Náttúrufræðistofu stýrði verkefnavinnu í framhaldinu.

Þá var málþingið Krakkaveldi haldið. Þar var kynnt ályktun 5. bekkinga í Kópavogi en alls tóku 200 börn þátt í vinnu við ályktunina sem afhent var bæjarstjóra Kópavogs en verður að auki send forsætisráðherra og forseta Íslands.

Í hádeginu léku A og B sveit Skólahljómsveit Kópavogs fyrir troðfullu húsi gesta. Skólahljómsveitin hefur unnið með Barnasáttmálann í haust og tóku nokkur börn úr sveitunum til máls og sögðu frá sínum hugleiðingum um Barnasáttmálann og tónlist.

Þá var ýmislegt fleira á dagskrá, smiðja í Gerðarsafni þar sem börn gerðu bænafána með ályktun um framtíðina, sögustund og dans svo eitthvað sé nefnt.

Þess má geta að Kópavogsbær er að innleiða Barnasáttmála SÞ og því vel við hæfi að fagna afmælinu með glæsibrag. Dagskrá dagsins er unnin í samvinnu leik- og grunnskóla bæjarins, frístundaheimila og Menningarhúsanna í Kópavogi.

Úr ályktun krakka í Kópavogi um eigin framtíð:

Í tilefni Alþjóðadags barna 20. nóvember 2019.

  1. Öll stríð eiga að hætta því að þau drepa aðra
  2. Bönnum byssur
  3. Konur og karlar fái jöfn laun
  4. Útrýmum fátækt
  5. Skólamatur verði ókeypis í Kópavogi
  6. Lengri útivistartími á kvöldin
  7. Bönnum reykingar og vape
  8. Skólinn byrji seinna á morgnana
  9. Hættum að eyðileggja jörðina
  10. Frítt í strætó
  11. Ekkert einelti.
Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 4 dögum

Ole Anton Bieltvedt skrifar: Þegar þjóðin hafnaði stjórnmálamanni – Endurtekur sagan sig?

Ole Anton Bieltvedt skrifar: Þegar þjóðin hafnaði stjórnmálamanni – Endurtekur sagan sig?
Eyjan
Fyrir 4 dögum

Halla Hrund stóreykur fylgi sitt – Mælist með meira fylgi en Jón Gnarr

Halla Hrund stóreykur fylgi sitt – Mælist með meira fylgi en Jón Gnarr
Eyjan
Fyrir 5 dögum

Orðið á götunni: Verða Bessastaðir stökkpallur inn á Alþingi?

Orðið á götunni: Verða Bessastaðir stökkpallur inn á Alþingi?
Eyjan
Fyrir 6 dögum

Framsókn baunar á Samfylkinguna sem undirbýr að taka við stjórnartaumunum

Framsókn baunar á Samfylkinguna sem undirbýr að taka við stjórnartaumunum
Eyjan
Fyrir 1 viku

Ólafur Þ. Harðarson: Kosningarnar nú minna mjög á kosningarnar 1980 – spurningin hvort kjósendur kjósa taktískt

Ólafur Þ. Harðarson: Kosningarnar nú minna mjög á kosningarnar 1980 – spurningin hvort kjósendur kjósa taktískt
Eyjan
Fyrir 1 viku

Sigurjón skammar smákóngana í stjórnsýslunni – „Það vita allir í kerfinu af þessari fyrirstöðu en aldrei skal hróflað við Smákónginum“

Sigurjón skammar smákóngana í stjórnsýslunni – „Það vita allir í kerfinu af þessari fyrirstöðu en aldrei skal hróflað við Smákónginum“
Eyjan
Fyrir 1 viku

Þrír milljarðar í súginn og þögnin ærandi – „Með öllu óskiljanlegt og ríkisstjórn Íslands til ævarandi skammar“

Þrír milljarðar í súginn og þögnin ærandi – „Með öllu óskiljanlegt og ríkisstjórn Íslands til ævarandi skammar“
Eyjan
Fyrir 1 viku

Sigurður Amlín nýr rekstrarstjóri hjá Stöð 2

Sigurður Amlín nýr rekstrarstjóri hjá Stöð 2