fbpx
Fimmtudagur 11.september 2025
Eyjan

Stjórnmálafræðingar takast á um Samherjamálið – Hannes segir ógeðfellda hatursherferð vera í gangi

Ritstjórn Eyjunnar
Sunnudaginn 17. nóvember 2019 18:28

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Hannes Hólmsteinn Gissurarson, prófessor í stjórnmálafræði, stekkur Þorsteini Má Baldvinssyni, fyrrum forstjóra Samherja, til varnar á Facebook og segir hann vera dugnaðarfork sem hafi veitt fjölda manns atvinnu. Hannes skrifar:

„Mér finnst þessi hatursherferð gegn Þorsteini Má vera afar ógeðfelld. Ég skal ekkert segja um þetta nýja mál, enda bíður það væntanlega rannsóknar og snýst, að því er mér virðist, aðallega um þá spillingu, sem hlýst af pólitískri úthlutun fiskveiðikvóta í Afríku. Um hitt verður ekki deilt, að Þorsteinn Már er skapandi dugnaðarforkur, sem hefur rekið fyrirtæki sitt vel og veitt fjölda manns atvinnu.“

Viktor Orri Valgarðsson, doktor í stjórnmálafræði, deilir færslu Hannesar og segir honum til syndanna. Viktor skrifar:

„Sjálfstæðismenn eins og Hannes komi allharkalega upp um sig í þessari Samherjaumræðu, með þeirri málsvörn að það snúist einungis um hvað kerfið í Namibíu sé spillt.

Þeir eru með því að segja að það sé ekkert að því að múta eða taka við mútum, svo lengi sem kerfið leyfir það. Því miður er það gríðarlega sterk vísbending um það, að mútur tíðkist meðal sjálfstæðismanna á Íslandi. Hannes og fleiri eru búin að segja okkur að þau sjái ekkert að því.

Hannes er ekki lengi að svara Viktori og segir aðalatriði málsins hafa farið alveg framhjá honum. Pólitískt úthlutunarvald leiðir iðulega til spillingar, sérstaklega ef almennt siðferði er veikt. Eigi leið þú oss í freistni, segir í hinni helgu bók.

Annars vaknar spurning: Íslendingar mútuðu embættismönnum á Spáni fyrir stríð til að geta selt þangað saltfisk (um það var blaðið með greininni eftir Jónas, sem var brennt). Og Íslendingar mútuðu líka mönnum í Nígeríu til að geta selt þangað skreið. Hvað á okkur að finnast um það? Var það óréttlætanlegt?

Þá svarar Viktor skýr: „Já, það var óréttlætanlegt.“ 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 2 dögum

Orðið á götunni: Ríkisstjórnin er að moka flórinn eftir sjö ára óstjórn fyrri ríkisstjórnar

Orðið á götunni: Ríkisstjórnin er að moka flórinn eftir sjö ára óstjórn fyrri ríkisstjórnar
Eyjan
Fyrir 3 dögum

Orðið á götunni: Það skiptir máli hverjir stjórna – berin eru súr, sagði Mikki refur

Orðið á götunni: Það skiptir máli hverjir stjórna – berin eru súr, sagði Mikki refur
EyjanFastir pennar
Fyrir 5 dögum

Óttar Guðmundsson skrifar: Algengir stjórnunarhættir

Óttar Guðmundsson skrifar: Algengir stjórnunarhættir
Eyjan
Fyrir 6 dögum

Sigurður Hólmar skrifar: Tugir milljarða til Háskóla Íslands en aðeins örfáir fatlaðir fá inngöngu

Sigurður Hólmar skrifar: Tugir milljarða til Háskóla Íslands en aðeins örfáir fatlaðir fá inngöngu
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

María Rut Kristinsdóttir skrifar: Manneskjur – ekki hugmyndafræði

María Rut Kristinsdóttir skrifar: Manneskjur – ekki hugmyndafræði
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Svarthöfði skrifar: Framsókn í útrýmingarhættu – menn verða að gæta orða sinna

Svarthöfði skrifar: Framsókn í útrýmingarhættu – menn verða að gæta orða sinna
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Davíð Þór Björgvinsson skrifar: Rétturinn til fundafriðar

Davíð Þór Björgvinsson skrifar: Rétturinn til fundafriðar
Eyjan
Fyrir 1 viku

Segir að skipun Ólafs boði nýja tíma í vinnubrögðum á Alþingi – „Þarna fannst mér sleginn allt annar tónn“

Segir að skipun Ólafs boði nýja tíma í vinnubrögðum á Alþingi – „Þarna fannst mér sleginn allt annar tónn“