fbpx
Miðvikudagur 12.nóvember 2025
Eyjan

Engin seinkun á nýjum meðferðarkjarna Landspítalans þrátt fyrir lækkun fjárframlaga

Kristján Kristjánsson
Miðvikudaginn 13. nóvember 2019 07:59

Teikning af nýja meðferðarkjarnanum við Hringbraut.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Samkvæmt tillögu meirihluta fjárlaganefndar Alþingis verða framlög til meðferðarkjarna Nýs Landspítala lækkuð um 3,5 milljarða á næsta ári. Framkvæmdastjóri Nýs Landspítala segir að ráð sé gert fyrir að meðferðarkjarninn verði tilbúinn árið 2024 þrátt fyrir þessa boðuðu lækkun.

Fréttablaðið skýrir frá þessu.

„Það er ekki gert ráð fyrir öðru en að meðferðarkjarninn verði tilbúinn sem byggingarframkvæmd árið 2024 eins og áætlanir segja til um.“

Hefur blaðið eftir Gunnari Svavarssyni, framkvæmdastjóra Nýs Landspítala. Hann sagði einnig að þrátt fyrir að þessi lækkun komi til sé gert ráð fyrir um fimm milljarða króna framlagi til uppbyggingarinnar á Hringbraut á næsta ári sem sé hæsta fjárlagaheimildin til þessa. Haft er eftir honum að lækkunin á næsta ári skýrist af að ákveðið hafi verið að fullvinna grunn byggingarinnar áður en næsti verktaki hefur störf. Einnig sé unnið að jarðvinnu vegna bílakjallara við hlið byggingarinnar, undir Sóleyjartorgi.

„Þetta hefur í för með sér að uppsteypa meðferðarkjarnans og önnur jarðvinnuverkefni hliðrast til á árinu 2020. Áhrifin á sjóðstreymisáætlun verða um þrír milljarðar með fyrirvara um heimild til útboðs og samninga vegna uppsteypuhluta verksins. Jarðvinna vegna rannsóknarhússins mun líka hliðrast til á árinu.“

Er haft eftir Gunnari.

Gert er ráð fyrir að framkvæmdirnar nái hámarki á árunum 2021-2022.  Heildarkosnaður við verkið er áætlaður um 58,5 milljarðar.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 6 dögum

Orðið á götunni: Smölun hafin hjá Sjálfstæðisflokknum – styrkleiki fylkinga kannaður á átakafundi

Orðið á götunni: Smölun hafin hjá Sjálfstæðisflokknum – styrkleiki fylkinga kannaður á átakafundi
EyjanFastir pennar
Fyrir 6 dögum

Þorsteinn Pálsson skrifar: Um breytingar og hitt sem ekki breytist

Þorsteinn Pálsson skrifar: Um breytingar og hitt sem ekki breytist
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Thomas Möller skrifar: Þáttaröðin „Evrópa brennur“

Thomas Möller skrifar: Þáttaröðin „Evrópa brennur“
Eyjan
Fyrir 1 viku

Reynir Traustason: Mikil mistök að sameinast Kjarnanum

Reynir Traustason: Mikil mistök að sameinast Kjarnanum
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Sigmundur Ernir skrifar: Ofurskattar íhaldsaflanna

Sigmundur Ernir skrifar: Ofurskattar íhaldsaflanna
Eyjan
Fyrir 1 viku

Sjálfstæðisflokkurinn auglýsir Valhöll til sölu

Sjálfstæðisflokkurinn auglýsir Valhöll til sölu
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Nína Richter skrifar: Þessir fokking baráttudagar kvenna

Nína Richter skrifar: Þessir fokking baráttudagar kvenna
Eyjan
Fyrir 1 viku

Reynir Traustason: Tók bara utan um stefnuvottinn og þakkaði honum fyrir að koma með bréfið

Reynir Traustason: Tók bara utan um stefnuvottinn og þakkaði honum fyrir að koma með bréfið