fbpx
Mánudagur 01.desember 2025
Eyjan

Starfsstjórn tekin til starfa á Reykjalundi – „Stíga inn í aðstæður og skapa sátt og vinnufrið“

Ritstjórn Eyjunnar
Þriðjudaginn 12. nóvember 2019 12:15

Anna Stefánsdóttir, Stefán Yngvason og Óskar Jón Helgason. Mynd - heilbrigðisráðuneytið

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Sérstök þriggja manna starfsstjórn Reykjalundar sem sett hefur verið á fót fyrir tilstilli heilbrigðisráðherra var kynnt fyrir starfsfólkinu þar í morgun. Starfsstjórnin hefur fullt sjálfstæði og óskorað umboð til athafna við stjórnun stofnunarinnar meðan unnið verður að því að aðgreina rekstur endurhæfingarþjónustu Reykjalundar frá annarri starfsemi og eignum SÍBS, samkvæmt tilkynningu.

Stefán Yngvason endurhæfingarlæknir verður formaður starfsstjórnarinnar en aðrir stjórnarmenn eru Anna Stefánsdóttir hjúkrunarfræðingur og Óskar Jón Helgason, sjúkraþjálfari.

Í liðinni viku fór stjórn SÍBS þess á leit við Svandísi Svavarsdóttur heilbrigðisráðherra að hún hlutaðist til um að koma á fót starfsstjórn á Reykjalundi í ljósi þess vanda sem fjallað hefur verið um opinberlega að undanförnum. Svandís féllst á þessa málaleitan, enda væri skýrt að val á fulltrúum í starfsstjórnina væri á hennar hendi og að heimildir stjórnarinnar til að stýra stofnuninni væru afdráttarlausar og óskoraðar.

Svandís segir öllum ljóst að Reykjalundur gegni afar stóru og þýðingarmiklu hlutverki í heilbrigðisþjónustu við landsmenn:

„Þetta er lykilstofnun á sviði endurhæfingar þar sem býr mikill mannauður, þekking og djúp reynsla sem ekki má glatast. Með þetta í huga lagði ég áherslu á að finna fólk í starfsstjórnina sem nýtur traust innan og utan Reykjalundar og er fært um að stíga inn í aðstæður og skapa sátt og vinnufrið á Reykjalundi. Þetta tel ég mikilvægt fyrsta skref og er sannfærð um að vel hafi tekist“

segir heilbrigðisráðherra.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 4 dögum

Ritstjórinn sækist eftir fyrsta sæti í Mosfellsbæ

Ritstjórinn sækist eftir fyrsta sæti í Mosfellsbæ
EyjanFastir pennar
Fyrir 4 dögum

Þorsteinn Pálsson skrifar: Einum leiðarstjarna – öðrum mýrarljós

Þorsteinn Pálsson skrifar: Einum leiðarstjarna – öðrum mýrarljós
Eyjan
Fyrir 6 dögum

Gagnrýndur fyrir að kalla kílómetragjaldið barnaskatt – „Börn mega ekki einu sinni keyra“

Gagnrýndur fyrir að kalla kílómetragjaldið barnaskatt – „Börn mega ekki einu sinni keyra“
Eyjan
Fyrir 6 dögum

Orðið á götunni: Allt upp í háaloft hjá Sjálfstæðismönnum í Reykjavík

Orðið á götunni: Allt upp í háaloft hjá Sjálfstæðismönnum í Reykjavík
Eyjan
Fyrir 1 viku

Orðið á götunni: Sjálfstæðismenn kasta steinum úr glerhúsi

Orðið á götunni: Sjálfstæðismenn kasta steinum úr glerhúsi
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Nína Richter skrifar: Allar hinar Nínurnar

Nína Richter skrifar: Allar hinar Nínurnar
Eyjan
Fyrir 1 viku

Jón Guðni Ómarsson: Kannski bara eitt app sem gerir allt – spurning hver verður með það

Jón Guðni Ómarsson: Kannski bara eitt app sem gerir allt – spurning hver verður með það
Eyjan
Fyrir 1 viku

Verndartollar ESB: Tollarnir beinast ekki gegn Íslandi og Noregi – Kína á Elkem

Verndartollar ESB: Tollarnir beinast ekki gegn Íslandi og Noregi – Kína á Elkem