fbpx
Þriðjudagur 16.september 2025
Eyjan

Vill úttekt á Landeyjahöfn- Kostnaður hleypur á milljörðum „Skorti upp á það að bestu reynslu og þekkingu hafi verið beitt“

Erla Dóra Magnúsdóttir
Sunnudaginn 10. nóvember 2019 15:15

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Umhverfis- og skipulagsnefnd styður þingsályktunartillögu um óháða úttekt á Landeyjahöfn. Telur nefndin þó að lengri tíma þurfi í úttektina og leggur til að henni verði skilað í ágústlok á næsta ári fremur en í lok febrúar.

Páll Magnússon, auk átta annara þingmanna Suðurkjördæmis, lagði fram tillöguna. Í henni er talað um að ástandið sé ekki boðlegt, hvorki Vestmanneyingum eða öðrum sem treysti á greiðar samgöngur við Vestmannaeyjar.

Páll Magnússon sagði í Silfrinu í morgun að með úttektinni sé vonast eftir að fá svör við tveimur mikilvægum spurningum.

„Sko það er nauðsynlegt, eða brýn nauðsyn á því, að fá svarað tveimur spurningum. Er hægt að laga höfnina með þeim hætti að hún verði heilsárshöfn eins og að var stefnt og var tilgangurinn með þessu öllu saman, þannig að það er að segja að taka í burtu eða minnka stórlega dýpkunarþörfina í höfninni. Og ef menn komast að þeirri niðurstöðu að það sé ekki hægt, annað hvort að það sé svo óskaplega dýrt eða tæknilega ómögulegt, þá verður að finna leið til að halda höfninni skipgengri yfir veturinn eða meginþorra ársins með þá betri og árangursbetri dýpkunaraðgerðum en nú er gert.“

Enn á eftir að samþykkja tillöguna en Páll Magnússon segist þó nokkuð vongóður um að hún fái í gegn.

Varðandi framkvæmdir við Landeyjahöfn minnir Páll á að skipstjórar og aðrir kunnugir staðháttum hafi reist varnagla gegn Landeyjahöfn á sínum tíma.  Páll segir þó ljóst að þegar ráðist var í framkvæmdir hafi verið litið fram hjá áliti og reynslu þeirra sem mestu þekkingu höfðu um aðstæður.

„Skorti upp á það að bestu reynslu og þekkingu hafi verið beitt við að búa til þessa höfn og úr því þarf að bæta.“

Kostnaður Íslands vegna Landeyjarhafnar hleypur á milljörðum. Til að mynda hafði ríkið greitt 2,6 milljarða í sanddælingu frá opnun hafnarinnar í desember á síðasta ári.

Sjá einnig: Sanddæling úr Landeyjahöfn hefur kostað yfir 2,6 milljarða

Illa hefur gengið að dýpka höfnina þar sem sandur safnast stöðugt fyrir  á botninum. Hefur höfnin því verið uppnefnd „Sandeyjahöfn“

Dýpkunarkostnaður er nú orðinn mun meiri en stofnkostnaður og heildarkostnaður við Landeyjahöfn og Herjólf nam 11 milljörðum frá árinu 2010 til 2018 samkvæmt svari Sigurðar Inga Jóhannssonar, samgöngu– og sveitarstjórnarráðherra við fyrirspurn frá Birni Leví Gunnarssyni, þingmanni Pírata.

Sjá einnig:„Sandeyjahöfn“ hefur lítið gagnast í ár – Kostnaðurinn ríflega 11 milljarðar

Sökum sands hefur höfnin verið minna opin en vonir stóðu til. Í apríl var greint frá því að för Herjólfs væri heft sökum sands í 30 prósentum tilvika.

Sjá einnig: Sandur heftir för Herjólfs í um 30% tilfella – Dýpkunarframkvæmdir kostað yfir þrjá milljarða

Til að bæta gráu ofan á svart tók svo gífurlegan tíma að fá nýjan Herjólf afhendan frá pólskum skipaframleiðanda sem krafðist viðbótargjalds.

Sjá einnig: Herjólfur heimtur úr helju í Póllandi eftir greiðslu lausnargjalds

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 4 dögum

Jón vill breyta þessu við hátíðleg tækifæri – „Þurfum við ekki að taka höndum saman“

Jón vill breyta þessu við hátíðleg tækifæri – „Þurfum við ekki að taka höndum saman“
EyjanFastir pennar
Fyrir 5 dögum

Þorsteinn Pálsson skrifar: Ólík viðbrögð við hatri

Þorsteinn Pálsson skrifar: Ólík viðbrögð við hatri
Eyjan
Fyrir 6 dögum

Vilhjálmur bálreiður út í ríkisstjórnina

Vilhjálmur bálreiður út í ríkisstjórnina
EyjanFastir pennar
Fyrir 6 dögum

Thomas Möller skrifar: Stöðugleiki skiptir mestu máli

Thomas Möller skrifar: Stöðugleiki skiptir mestu máli
Eyjan
Fyrir 1 viku

Orðið á götunni: Forpokaðir fordómagrísir haldnir forréttindablindu ráðast gegn minnihlutahóp

Orðið á götunni: Forpokaðir fordómagrísir haldnir forréttindablindu ráðast gegn minnihlutahóp
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Sigmundur Ernir skrifar: Okkur hefur mistekist hrapallega á húsnæðismarkaði

Sigmundur Ernir skrifar: Okkur hefur mistekist hrapallega á húsnæðismarkaði
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Svarthöfði skrifar: Blásið til sóknar fyrir alla – ekki bara Range Rover, Benz og Porsche liðið heldur alla

Svarthöfði skrifar: Blásið til sóknar fyrir alla – ekki bara Range Rover, Benz og Porsche liðið heldur alla
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Nína Richter skrifar: Popúlismi er tæki og við erum fólk

Nína Richter skrifar: Popúlismi er tæki og við erum fólk