fbpx
Föstudagur 07.nóvember 2025
Eyjan

Sigríður segir að umsókn albönsku konunnar hafi verið synjað 11. október – Síðan tók brottvísunarferlið við

Ritstjórn Eyjunnar
Sunnudaginn 10. nóvember 2019 11:48

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Sigríður Á Andersen, þingmaður og fyrrverandi dómsmálaráðherra, segir að hælisumsókn albönsku konunnar, sem var vísað burt á dögunum, hafi verið afgreitt með synjun 11. október.

Brottvísun konunnar og fjölskyldu hennar hefur verið harðlega gagnrýnd. Konan var þunguð á 37. viku meðgöngu og hafði vottorð læknis sem lýsti því yfir að það væri varhugavert fyrir hana að fara í flug. Engu að síður varð Útlendingastofnun sér út um svonefnd fit to fly vottorð frá öðrum lækni og konan send í flug.

Konan upplifði í kjölfarið mikla samdráttaverki og var talið að hún myndi fæða barn sitt fyrir tímann.

Sigríður Á. Andersen var í þættinum Sprengisandi á Bylgjunni í dag þar sem hún greindi frá því að albanska fjölskyldan hafi komið hér í byrjun október og sótt um hæli. Hafi umsókn hennar verið afgreidd með hraði og afgreiðslu lauk með synjun þann 11. október. Í kjölfarið, þegar ljóst var að konan færi ekki úr landi sjálfviljug, þurfti að hefja brottvísunarferli sem lauk með ofangreindum hætti.

„Gallinn við þessa umræðu þegar einstök mál koma upp í fjölmiðlum er að umræðan kemst á flug áður en allar staðreyndir líta dagsins ljós“

Albanía sé ekki land sem veiti fullnægjandi grundvöll fyrir hælisumsóknir og hefur Ísland, að sögn Sigríðar, hafnað nánast öllum hælisumsóknum frá Albönum.

Hins vegar telur Sigríður rétt að taka til skoðunar hvort það þurfi að flýta brottvísunarferlinu enn frekar. Tímafrekt geti reynst að fá staðfestingu frá upprunalandi um að tekið yrði aftur við einstaklingum og hægt væri að flýta ferlinu ef slíkrar samþykktar þyrfti ekki við.

Önnur umræða sem mætti taka að sögn Sigríðar sé að opna landamæri Íslands fyrir þeim aðilum utan EES sem hingað vilja koma til að vinna.

Lét Sigríður það einnig uppi að varasamt væri að setja fordæmi fyrir því að þungaðar albanskar konur geti komið hingað til lands gagngert til að sækja sér ódýra fæðingarþjónustu. Skoða þurfi að minnsta kosti hvort fæðingakostnaður fáist innheimtur hjá albönskum yfirvöldum. Tilhæfulausar hælisumsóknir séu til þess fallnar að auka heildarkostnað við hælisleitendur á Íslandi en kostnaður á hvern hælisleitenda sé um 400 þúsund krónur á mánuði.

 

 

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 5 dögum

Reynir Traustason: Sonja var ógleymanleg – í ævilöngu sambandi við Onassis

Reynir Traustason: Sonja var ógleymanleg – í ævilöngu sambandi við Onassis
Eyjan
Fyrir 5 dögum

Orðið á götunni: Guðrún vill minnka allt

Orðið á götunni: Guðrún vill minnka allt
Eyjan
Fyrir 6 dögum

Orðið á götunni: Svona gerir maður ekki

Orðið á götunni: Svona gerir maður ekki
Eyjan
Fyrir 6 dögum

Fjármál ríkislögreglustjóra: Ítrekuð umframkeyrsla og hallarekstur – verktakagreiðslur hlaupa á milljörðum

Fjármál ríkislögreglustjóra: Ítrekuð umframkeyrsla og hallarekstur – verktakagreiðslur hlaupa á milljörðum
Eyjan
Fyrir 1 viku

Orðið á götunni: Árvakur vill kaupa fjölmiðla Sýnar

Orðið á götunni: Árvakur vill kaupa fjölmiðla Sýnar
Eyjan
Fyrir 1 viku

Nýir lánaskilmálar í kjölfar hæstaréttardóms stórkostlegt tækifæri fyrir Seðlabankann

Nýir lánaskilmálar í kjölfar hæstaréttardóms stórkostlegt tækifæri fyrir Seðlabankann
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Svarthöfði skrifar: Glæsilegur dagur íslenskra kvenna – baráttunni fyrir frelsi og réttlæti lýkur aldrei

Svarthöfði skrifar: Glæsilegur dagur íslenskra kvenna – baráttunni fyrir frelsi og réttlæti lýkur aldrei
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Davíð Þór Björgvinsson skrifar: Laxness á náttborðinu

Davíð Þór Björgvinsson skrifar: Laxness á náttborðinu