Fimmtudagur 23.janúar 2020
Eyjan

Hin gotneska kirkja – og gamla íþróttahúsið sem hvarf

Egill Helgason
Þriðjudaginn 8. október 2019 22:54

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Þessi stórkostlega ljósmynd er tekin 23. júlí 1929, við vígslu Landakotskirkju. Myndin er eftir Geir Zoëga. Við sjáum að fánar blakta við hún. Gamla kirkjan stendur enn norðanmegin á Landakotstúninu, hún var síðar flutt aðeins vestar og breytt í íþróttahús. Þar var ég í leikfimi þegar ég var strákur í Vesturbæjarskóla og líka á æfingum í frjálsum íþróttum hjá ÍR. Húsið gekk um tíma undir nafninu ÍR-húsið – en seinna fór ÍR í allt annan bæjarhluta.

Leikfimikennarinn og frjálsíþróttaþjálfarinn var öðingurinn Guðmundur Þórarinsson. Hann var svo vænn að hann leyfði okkur krökkunum úr hverfinu að stofna nokkurs konar klúbb í risi hússins, við fengum að skreyta með netakúlum og slíku sem við fengum úti við Granda og svo voru haldnar þarna dansæfingar. Guðmundur er einn af þeim sem ég minnist með mestu þakklæti úr æsku minni.

Húsið mun nú vera komið upp í Árbæjarsafn, þar sem það stóð áður er nú bílastæði – líkt og er um fleiri hús í Árbæjarsafni færi betur á því ef þau hefðu fengið að vera áfram á sínum stað.

Landakotskirkjan sem var vígð þennan dag er sérstætt mannvirki. Hún var teiknuð af engum öðrum en Guðjóni Samúelssyni. Má jafnvel segja að hún sé eins konar æfing fyrir Hallgrímskirkju – báðar eru úr steinsteypu, en það er býsna erfitt að reisa svo margbrotin mannvirki úr því byggingarefni. Þess vegna þarf Landakotskirkja, líkt og Hallgrímskirkja, á reglulegum viðgerðum að halda.

Guðjón valdi kirkjunni glæsilegan stað. Hún trónir efst á Landakotshæð og frá henni liggur Ægisgatan alla leið niður á höfn. Kirkjan átti reyndar að fá turnspíru ofan á sig – en aldrei hefur orðið af byggingu hennar.

Þegar Landakotskirkja var risin kom nokkur urgur í íslensku þjóðkirkjuna. Þetta var þá stærsta og glæsilegasta guðshús á Íslandi – byggt yfir fámennan kaþólskan söfnuð. Það var ekki fyrr en með byggingu Hallgrímskirkju að þjóðkirkjan eignaðist stærra hús.

Við sjáum á myndinni hvernig Túngatan liggur upp Landakotshæðina, öllu þrengri en hún er nú, með grjótgörðum við vegarkantinn. Kirkjan er í gotneskum stíl. Tómas Guðmundsson orti um hana í Fögru veröld:

Hér gnæfir hin Gotneska kirkja,
hér ganga skáldin og yrkja
ástarljóð út við sæinn,
ástarljóð út við sæinn.

Og ungur elskendur mætast,
óskir hjartanna rætast
er húmið hnígur á bæinn,
er húmið hnígur á bæinn.

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Ekki missa af

Eyjan
Fyrir 2 dögum

Sólveig Anna heimtar 400 þúsund króna desemberuppbót – „Er stelpan kolrugluð?“

Sólveig Anna heimtar 400 þúsund króna desemberuppbót – „Er stelpan kolrugluð?“
Eyjan
Fyrir 2 dögum

Sigurjóni blöskrar tímakaupið hjá borgarstjóra – „230 þúsund fyrir klukkutíma fund“

Sigurjóni blöskrar tímakaupið hjá borgarstjóra – „230 þúsund fyrir klukkutíma fund“
Eyjan
Fyrir 3 dögum

Prófessor í þroskasálfræði barna: „Nei, mér finnst ekki komið nóg af umræðu um leikskólamál!“

Prófessor í þroskasálfræði barna: „Nei, mér finnst ekki komið nóg af umræðu um leikskólamál!“
Eyjan
Fyrir 3 dögum

Ritstjóri Fréttablaðsins: „Það teljast svik við alla landsmenn“

Ritstjóri Fréttablaðsins: „Það teljast svik við alla landsmenn“