fbpx
Föstudagur 07.nóvember 2025
Eyjan

Gáfu íslensku þjóðinni höfunda- og útgáfuréttinn af þjóðsögum Jóns Árnasonar

Ritstjórn Eyjunnar
Mánudaginn 7. október 2019 19:30

Vilhjálmur Bjarnason og Lilja Alfreðsdóttir mennta- og menningarmálaráðherra. Mynd- Mennta- og menningarmálaráðuneytið

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Vilhjálmur Bjarnason færði á dögunum Lilju Alfreðsdóttur mennta- og menningarmálaráðherra gjafabréf útgáfuréttar að sex binda útgáfu þjóðsagna Jóns Árnasonar sem fræðimennirnir Árni Böðvarsson og Bjarni Vilhjálmsson tóku saman og gáfu út á árunum 1954-1961. Þar er um að ræða aðra útgáfu sagnanna sem Jón Árnason safnaði og margir Íslendingar kannast við og er sú útgáfa þeirra nú komin í þjóðareign.

„Þessi gjöf afkomendanna er kærkomin og mikilsvirt. Þjóðsögur Jóns Árnasonar lifa með okkur og eru endalaus uppspretta fróðleiks og ánægju,“

sagði Lilja Alfreðsdóttir mennta- og menningarmálaráðherra.

Í ár eru liðin 200 ár frá fæðingu Jóns Árnasonar, þjóðsagnasafnara og landsbókavarðar og ákváðu afkomendur þeirra Árna og Bjarna af því tilefni að færa íslensku þjóðinni höfunda- og útgáfuréttinn að gjöf. Frú Vigdís Finnbogadóttir veitti sjálfu gjafabréfinu viðtöku fyrir hönd þjóðarinnar en mennta- og menningarmálaráðherra hefur nú tekið við því til varðveislu í ráðuneytinu. Árni Böðvarsson og Bjarni Vilhjálmsson eiga eftir sem áður sæmdarrétt að útgáfu sinni.

Ævi og starfi Jóns Árnasonar hafa verið gerð góð skil á þessu afmælisári en síðar í mánuðinum efnir Stofnun Árna Magnússonar í íslenskum fræðum til alþjóðlegrar ráðstefnu um þjóðsögur af því tilefni.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 5 dögum

Reynir Traustason: Sonja var ógleymanleg – í ævilöngu sambandi við Onassis

Reynir Traustason: Sonja var ógleymanleg – í ævilöngu sambandi við Onassis
Eyjan
Fyrir 6 dögum

Orðið á götunni: Guðrún vill minnka allt

Orðið á götunni: Guðrún vill minnka allt
Eyjan
Fyrir 1 viku

Orðið á götunni: Svona gerir maður ekki

Orðið á götunni: Svona gerir maður ekki
Eyjan
Fyrir 1 viku

Fjármál ríkislögreglustjóra: Ítrekuð umframkeyrsla og hallarekstur – verktakagreiðslur hlaupa á milljörðum

Fjármál ríkislögreglustjóra: Ítrekuð umframkeyrsla og hallarekstur – verktakagreiðslur hlaupa á milljörðum
Eyjan
Fyrir 1 viku

Orðið á götunni: Árvakur vill kaupa fjölmiðla Sýnar

Orðið á götunni: Árvakur vill kaupa fjölmiðla Sýnar
Eyjan
Fyrir 1 viku

Nýir lánaskilmálar í kjölfar hæstaréttardóms stórkostlegt tækifæri fyrir Seðlabankann

Nýir lánaskilmálar í kjölfar hæstaréttardóms stórkostlegt tækifæri fyrir Seðlabankann
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Svarthöfði skrifar: Glæsilegur dagur íslenskra kvenna – baráttunni fyrir frelsi og réttlæti lýkur aldrei

Svarthöfði skrifar: Glæsilegur dagur íslenskra kvenna – baráttunni fyrir frelsi og réttlæti lýkur aldrei
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Davíð Þór Björgvinsson skrifar: Laxness á náttborðinu

Davíð Þór Björgvinsson skrifar: Laxness á náttborðinu