fbpx
Föstudagur 21.nóvember 2025
Eyjan

Gáfu íslensku þjóðinni höfunda- og útgáfuréttinn af þjóðsögum Jóns Árnasonar

Ritstjórn Eyjunnar
Mánudaginn 7. október 2019 19:30

Vilhjálmur Bjarnason og Lilja Alfreðsdóttir mennta- og menningarmálaráðherra. Mynd- Mennta- og menningarmálaráðuneytið

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Vilhjálmur Bjarnason færði á dögunum Lilju Alfreðsdóttur mennta- og menningarmálaráðherra gjafabréf útgáfuréttar að sex binda útgáfu þjóðsagna Jóns Árnasonar sem fræðimennirnir Árni Böðvarsson og Bjarni Vilhjálmsson tóku saman og gáfu út á árunum 1954-1961. Þar er um að ræða aðra útgáfu sagnanna sem Jón Árnason safnaði og margir Íslendingar kannast við og er sú útgáfa þeirra nú komin í þjóðareign.

„Þessi gjöf afkomendanna er kærkomin og mikilsvirt. Þjóðsögur Jóns Árnasonar lifa með okkur og eru endalaus uppspretta fróðleiks og ánægju,“

sagði Lilja Alfreðsdóttir mennta- og menningarmálaráðherra.

Í ár eru liðin 200 ár frá fæðingu Jóns Árnasonar, þjóðsagnasafnara og landsbókavarðar og ákváðu afkomendur þeirra Árna og Bjarna af því tilefni að færa íslensku þjóðinni höfunda- og útgáfuréttinn að gjöf. Frú Vigdís Finnbogadóttir veitti sjálfu gjafabréfinu viðtöku fyrir hönd þjóðarinnar en mennta- og menningarmálaráðherra hefur nú tekið við því til varðveislu í ráðuneytinu. Árni Böðvarsson og Bjarni Vilhjálmsson eiga eftir sem áður sæmdarrétt að útgáfu sinni.

Ævi og starfi Jóns Árnasonar hafa verið gerð góð skil á þessu afmælisári en síðar í mánuðinum efnir Stofnun Árna Magnússonar í íslenskum fræðum til alþjóðlegrar ráðstefnu um þjóðsögur af því tilefni.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 3 dögum

Jón Guðni Ómarsson: Miklar erlendar skuldir Bandaríkjanna rótin að tollastefnu Trump – aðrar leiðir hefðu verið betri

Jón Guðni Ómarsson: Miklar erlendar skuldir Bandaríkjanna rótin að tollastefnu Trump – aðrar leiðir hefðu verið betri
EyjanFastir pennar
Fyrir 3 dögum

Davíð Þór Björgvinsson skrifar: Dýr mundi Trump allur, ef svo skyldi æra hans

Davíð Þór Björgvinsson skrifar: Dýr mundi Trump allur, ef svo skyldi æra hans
Eyjan
Fyrir 5 dögum

Kolbrún Bergþórsdóttir: Öllum er nákvæmlega sama um Sjálfstæðisflokkinn – hann hefur ekkert að segja

Kolbrún Bergþórsdóttir: Öllum er nákvæmlega sama um Sjálfstæðisflokkinn – hann hefur ekkert að segja
Eyjan
Fyrir 6 dögum

Ari Kr. Sæmundsen skrifar: Úrsúla frá Lundi

Ari Kr. Sæmundsen skrifar: Úrsúla frá Lundi
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Svarthöfði skrifar: Uppblásinn hoppukastali Sjálfstæðismanna til sölu – nafnið öfugmæli

Svarthöfði skrifar: Uppblásinn hoppukastali Sjálfstæðismanna til sölu – nafnið öfugmæli
Eyjan
Fyrir 1 viku

Jón Guðni Ómarsson: Lánaformið á Íslandi keimlíkt því sem er í Noregi og Svíþjóð

Jón Guðni Ómarsson: Lánaformið á Íslandi keimlíkt því sem er í Noregi og Svíþjóð
Eyjan
Fyrir 1 viku

Dagur B. Eggertsson: Bændur gætu orðið fremstir í stuðningsliði Evrópusambandsaðildar

Dagur B. Eggertsson: Bændur gætu orðið fremstir í stuðningsliði Evrópusambandsaðildar
Eyjan
Fyrir 1 viku

Orðið á götunni: Willum nýtur vinsælda og virðingar – verður sennilega næsti formaður Framsóknar

Orðið á götunni: Willum nýtur vinsælda og virðingar – verður sennilega næsti formaður Framsóknar