fbpx
Föstudagur 03.júlí 2020
Eyjan

Ellefu ár frá ummælum Davíðs um skuldir óreiðumanna

Ritstjórn Eyjunnar
Mánudaginn 7. október 2019 14:42

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

„Við erum að ákveða að við ætl­um ekki að borga er­lend­ar skuld­ir óreiðumanna,“ sagði Davíð Oddsson, þáverandi seðlabankastjóri, í frægum Kastljósþætti fyrir sléttum 11 árum síðan, þann 7. október árið 2008. Sagði hann bankana hafa „farið dálítið gáleysislega“:

„Þegar skuld­irn­ar eru orðnar þannig að ís­lensku bank­arn­ir þurfa 50-55 millj­arða evra á þrem­ur til fjór­um árum næstu – og geta ekki út­vegað sér það því þeir markaðir eru lokaðir – þá vær­um við að setja slík­an skuldaklafa á börn­in okk­ar og barna­börn­in, að það væri þræl­dóm­ur fyr­ir annarra manna sök.“

Davíð sagði að Glitnir væri ekki lengur á forræði Seðlabankans, heldur íslenskra stjórnvalda og það hefði verið óheppilegt hjá eigendum bankans að boða ekki strax til hluthafafundar í vikunni á undan, þegar ríkið þjóðnýtti Glitni með yfirtöku, er það setti 84 milljarða inn sem hlutafé.

Um þá miklu gagnrýni sem Davíð hefði fengið vegna þjóðnýtingarinnar, sem nefnd var sem stærsta bankarán Íslandssögunnar, sagði Davíð að menn litu væntanlega ekki á fund með seðlabankastjórum um fjárhagserfiðleika viðkomandi, sem kaffibollaspjall.

Varaði við þróuninni

Davíð sagðist margoft hafa varað við þróuninni sem ætti sér stað og að illa gæti farið:

„Ég held að marg­ir hafi talið að ég væri allt, allt of svart­sýnn en ég þótt­ist sjá að þetta dæmi gæti aldrei gengið upp. Það sagði ég við bank­ana og lýsti því reynd­ar ná­kvæm­lega við einn af banka­stjór­un­um fyr­ir 12-14 mánuðum, hvaða staða gæti verið kom­in upp eft­ir þenn­an tíma. Ég hefði gjarn­an viljað hafa haft rangt fyr­ir mér í því.“

Davíð viðurkenndi einnig að vera ábyrgur fyrir því að hafa opnað þjóðfélagið og gert það frjálsara í tíð sinni sem forsætisráðherra, og gefið mönnum færi á að láta ljós sitt skína:

„En ég get ekki borið enda­lausa ábyrgð á því að menn mis­noti það frelsi.“

Þá nefndi Davíð að Íslendingar gætu enn komið sterkir út úr þessum erfiðleikum, ef sú leið sem stjórnvöld hefðu valið og Seðlabankinn vildi fara, yrði valin:

„Við ætl­um ekki að láta þessa kreppu lenda með full­um þunga á ís­lensk­um al­menn­ingi.“/

„Um leið og mats­fyr­ir­tæk­in og er­lend­ar lána­stofn­an­ir átta sig á að við ætl­um ekki á leggja þessa skuldaklafa á þjóðina mun staða Íslands ger­breyt­ast og gengið styrkj­ast og ég held að við þurf­um ekki lang­an tíma til þess.“

Davíð nefndi einnig í viðtalinu að það væri gott að eiga góða vini í Rússlandi og taldi fátt því til fyrirstöðu að fá risalán hjá Rússum til styrkingar gjaldeyrisvaraforðanum.

Þá taldi Davíð að hægt yrði að aðskilja erlendar skuldir og innlendar og greiða aðeins um 5-15 prósent af erlendu kröfunum, ekki ósvipað og gert var í Bandaríkjunum með fall bankans Washington Mutual:

„Þeir segja að þess­ir aðilar sem lánuðu pen­inga í alls kon­ar verk­efni sem ekki feng­ust staðist að lok­um – kannski voru þau góð ef allt hefði gengið rosa­lega vel og eng­in vanda­mál hefðu komið í heim­in­um – […] lánuðu þessa pen­inga til að græða á því – ekk­ert ljótt við það – og þeir verða að sitja uppi með það, en ekki sak­laus­ir borg­ar­ar.“

Bolað burt af Jóhönnu

Davíð þurfti að hætta sem Seðlabankastjóri skömmu síðar í kjölfar lagabreytinga sem Jóhanna Sigurðardóttir, þáverandi forsætisráðherra kom í gegn, eftir að Davíð brást ókvæða við beiðni Jóhönnu um að láta af störfum, til að endurvekja traust almennings á Seðlabankann. Eftirmaður hans var hinn norski  Svein Harald Øygard sem tók við starfinu í lok febrúar 2009 tímabundið, þangað til Ingimundur Haraldsson var skipaður nokkrum mánuðum síðar.

Hefur norðmaðurinn skrifað nokkuð um Davíð og hrunið í nýútkominni bók, líkt og Eyjan hefur áður greint frá.

Sjá nánar: Segir Icesave stofnað eftir neyðarfund á heimili Davíðs – Fjármagnaði lífstíl „óreiðumanna“ í stað þess að grípa í taumana

Sjá einnigBók eftirmanns Davíðs vekur athygli:„Var Davíð Oddsson aðal útrásarvíkingurinn fyrir hrunið?“

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Ekki missa af

Eyjan
Fyrir 2 dögum

Ungir jafnaðarmenn krefjast aðgerða – „Á Íslandi hefur útlendingahatur fengið að festa rætur og lifir nú góðu lífi“

Ungir jafnaðarmenn krefjast aðgerða – „Á Íslandi hefur útlendingahatur fengið að festa rætur og lifir nú góðu lífi“
Eyjan
Fyrir 2 dögum

Breytingar á stjórnarskrá – Forseti megi aðeins sitja í tvö kjörtímabil og meðmælendum verði fjölgað

Breytingar á stjórnarskrá – Forseti megi aðeins sitja í tvö kjörtímabil og meðmælendum verði fjölgað
Eyjan
Fyrir 6 dögum

„Þetta eru slæm skilaboð inn í fræðasamfélagið“

„Þetta eru slæm skilaboð inn í fræðasamfélagið“
Eyjan
Fyrir 6 dögum

Svona eru möguleikar Guðna og Guðmundar – Mismunandi niðurstöður

Svona eru möguleikar Guðna og Guðmundar – Mismunandi niðurstöður