fbpx
Miðvikudagur 30.apríl 2025
Eyjan

Brynjar kallar Ragnar Þór froðusnakk og líkir honum við Ragnar Reykás

Ágúst Borgþór Sverrisson
Sunnudaginn 6. október 2019 14:42

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

„Er einhver munur á Ragnari Þór og Ragnari Reykás?“ spyr Brynjar Níelsson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, í nýrri FB-færslu þar sem hann gagnrýnir harðlega Ragnar Þór Ingólfsson, formann VR, og segir hann fara með „almennt froðusnakk“. Brynjar og Ragnar voru báðir þátttakendur í umræðum í Silfrinu á RÚV í dag þar sem rætt var um þróun mála í fjármálakerfinu, erfiða stöðu fjárfestingafélagsins GAMMA, sölu bankanna, fækkun bankastarfsfólks, átök í lífeyrissjóðum og fleira.

Brynjar telur Ragnar vera mann einfaldra og yfirborðslegra lausna. Hann gagnrýnir Ragnar líka harðlega fyrir að vilja afskipti stjórnmálamanna af starfsemi lífeyrissjóðanna. Texti Brynjars er eftirfarandi:

Var í Silfrinu áðan með Ragnari Þór Ingólfssyni, sem er eins og margar alþýðuhetjur með einfaldar lausnir og almennt froðusnakk. Hann telur rétt að lífeyrissjóðirnir hafi samráð um vexti svo einstakir sjóðir séu ekki alltaf að lækka þá umfram aðra. Til þess eigi að stofna miðlægan sjóð eða samfélagsbanka sem láni til íbúððarkaupa. Við eigum einn slíkan, sem heitir Íbúðalánasjóður og hefur kostað skattgreiðendur á annað hundruð milljarða. Ragnar má taka hann yfir endurgjaldslaust mín vegna.

Ragnar Þór er ennfremur mjög undrandi yfir því af hverju stjórnmálamenn hafi ekki tekið fram fyrir hendurnar á stjórnendum Landsbankans vegna byggingar höfuðstöðva á dýrustu lóð landsins. Ragnar er kannski búinn að gleyma þeirri kröfu almennings að stjórnmálamenn væru ekki með puttana í einstökum ríkisfyrirtækjum og stofnunum. Það var kallað spilling. Er einhver munur á Ragnari Þór og Ragnari Reykás?

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 3 dögum

Ole Anton Bieltvedt skrifar: Dýralæknar, starfseiður þeirra og blóðmerahaldið

Ole Anton Bieltvedt skrifar: Dýralæknar, starfseiður þeirra og blóðmerahaldið
Eyjan
Fyrir 4 dögum

Ásmundur sendir flokksfélögum sínum pillu – „Forystan hér í bæ kom mér út af listanum“

Ásmundur sendir flokksfélögum sínum pillu – „Forystan hér í bæ kom mér út af listanum“
Eyjan
Fyrir 6 dögum

Hanna Katrín Friðriksson: Landbúnaður getur blómstrað – má ekki víkja um of frá lögmálum markaðarins

Hanna Katrín Friðriksson: Landbúnaður getur blómstrað – má ekki víkja um of frá lögmálum markaðarins
Eyjan
Fyrir 6 dögum

Orðið á götunni: Margir vilja Guðlaug Þór í forystu í borginni – út með alla núverandi borgarfulltrúa Sjálfstæðisflokksins

Orðið á götunni: Margir vilja Guðlaug Þór í forystu í borginni – út með alla núverandi borgarfulltrúa Sjálfstæðisflokksins
Eyjan
Fyrir 1 viku

Hanna Katrín: Veiðigjöld eiga ekki að byggja á innanhússverði hjá fiskvinnslu og veiðum sem eru undir sama hatti

Hanna Katrín: Veiðigjöld eiga ekki að byggja á innanhússverði hjá fiskvinnslu og veiðum sem eru undir sama hatti
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Óttar Guðmundsson skrifar: Egill afi og Grettir taka stúdentinn

Óttar Guðmundsson skrifar: Egill afi og Grettir taka stúdentinn