Sunnudagur 23.febrúar 2020
Eyjan

Segir Brynjar Níelsson það næsta sem kemst verkalýðsforkólfi á þingi – „Eins hlægilegt og það nú er“

Ritstjórn Eyjunnar
Þriðjudaginn 29. október 2019 12:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Gunnar Smári Egilsson, sósíalistaforingi og áhugamaður um elítu og stéttarskiptingu, fjallar um rannsókn dr. Hauks Arnþórssonar á stjórnmálaelítum Íslands á Facebook síðu sinni. Gunnar segir baráttuna gegn elítum muni lita stjórnmálin næstu árin og áratugina:

„Og ekki síst frelsisbaráttu verkalýðsins og annarra kúgaðra hópa. Þarna kemur fram að elítan hefur ekki skaðað þá flokka sem eiga rætur í verkalýðshreyfingunni minna en hún hefur litað stjórnmálastarf auðvaldsins.“

Verkalýðsforkólfum fer fækkandi á þingi

Hann þylur einnig upp þá verkalýðsforkólfa sem átt hafa sæti á Alþingi í gegnum árin:

„Fyrir utan Gvend jaka og Aðalheiði Bjarnfreðs frá því fyrir 30+ árum og þar áður flestir forsetar ASÍ, formenn verkamannasambandsins og ýmissa félaga; Pétur Sigurðsson sjómaður, Guðmundur H. Garðarsson, Karvel Pálmason, Hannibal, Eðvarð Sigurðsson o.fl. þá eru það Jóhanna Sigurðardóttir (form. Flugfreyjufélagsins), Ögmundur Jónasson (form. BSRB), Guðjón A. Kristjánsson (form. Farmanna- og fiskimannasambandsins), Lúðvík Geirsson (form. Blaðamannafélagsins), Róbert Marshall (form. Blaðamannafélagsins).“

Brynjar fulltrúi verkalýðsins

Gunnar segir fátítt að stórkanónur úr verkalýðshreyfingunni setjist á þing nú til dags, heldur sé það algengara að fólk litla reynslu úr smærri félögum „detti“ inn á þing.

„Í dag er Brynjar Níelsson, fyrrum formaður Lögmannafélagsins, það næsta sem kemst verkalýðsforkólfi, eins hlægilegt og það nú er.“

Hverjir eru í stjórnmálaelítunni ?

Í nýútkominni bók dr. Hauks Arnþórssonar, „Um Alþingi – Hver kennir kennaranum“, er fjallað um stjórnmálaelítuna sem Kjarninn greinireinnig frá. Þar skoðar Haukur hvort alþingismenn komi frekar úr hærri lögum þjóðfélagsins en þeim lægri. Hann skilgreinir orðið „elíta“ sem orð yfir hóp einstaklinga sem hafi hlutfallslega meiri völd en fjöldi þeirra segi til um. Hægt sé að annaðhvort fæðast inn í elítuna, eða ávinna sér slíka stöðu.

Í bókinni kemur fram að á tímabilinu 1991 – 2018 höfðu 37.8 prósent þingmanna ættartengsl við aðra sem setið höfðu á Alþingi. Hinsvegar hafi þeim fækkað eftir 2013 og svo enn meira eftir kosningar 2017 og séu nú 27 prósent.

Einnig kemur fram að þingmenn með slík ættartengsl séu líklegri til að hljóta ráðherraembætti.

„Þannig fylgja völd og áhrif ættartengslum. Þingmenn með ættartengsl verða fremur fjármálaráðherrar en aðrir þingmenn, en það er lykilstaða í stjórnkerfinu. Að sama skapi taka þeir þingmenn sem hafa ættartengsl síður þátt í meðflutningi máls en aðrir.“

Sterkustu ættarveldin samkvæmt Hauki eru lögfræðingar og jafnaðarmenn. Jafnaðarmenn hafi upphaflega verið fulltrúar verkalýðshreyfingarinnar og lögfræðingarnir meira til hægri:

„Ættartengsl eru almennust meðal Sjálfstæðismanna og jafnaðarmanna. Þetta eru ólíkir hópar að mörgu öðru leyti. Sennilega eru forsendur Sjálfstæðismanna og jafnaðarmanna við að halda þingmannssætum innan ætta og fjölskyldna bæði líkar og ólíkar. Framsóknarmenn skera sig ekki úr fyrir ættartengsl, heldur fyrir það að þeir verða oftast ráðherrar. Þingmenn Sjálfstæðisflokksins og Framsóknarflokksins verða raunar oftast ráðherrar en þingmenn utan fjórflokksins síst.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Ekki missa af

Eyjan
Fyrir 3 dögum

Samkomulagi náð um útlínur kjarasamnings

Samkomulagi náð um útlínur kjarasamnings
Eyjan
Fyrir 3 dögum

Kolbrún segist hæfari en Stefán og er tilbúin að kæra – „Tel líkur á að ég hafi verið órétti beitt“

Kolbrún segist hæfari en Stefán og er tilbúin að kæra – „Tel líkur á að ég hafi verið órétti beitt“
Eyjan
Fyrir 4 dögum

Borgin hafnaði tilboði Eflingar: Segja Reykjavíkurborg hafa slegið á útrétta sáttahönd láglaunafólks

Borgin hafnaði tilboði Eflingar: Segja Reykjavíkurborg hafa slegið á útrétta sáttahönd láglaunafólks
Eyjan
Fyrir 4 dögum

Tekur við formennsku í Heimsráði kvenleiðtoga

Tekur við formennsku í Heimsráði kvenleiðtoga
Eyjan
Fyrir 4 dögum

Sjálfstæðisflokkur og Vinstri grænir ná vopnum sínum í Norðvesturkjördæmi

Sjálfstæðisflokkur og Vinstri grænir ná vopnum sínum í Norðvesturkjördæmi
Eyjan
Fyrir 4 dögum

Svandís útdeildi 90 milljónum til 144 lýðheilsuverkefna – Sjáðu listann

Svandís útdeildi 90 milljónum til 144 lýðheilsuverkefna – Sjáðu listann