fbpx
Þriðjudagur 09.desember 2025
Eyjan

Alþingi kolefnisjafnar ekki utanlandsferðir og fjarfundabúnaður vannýttur – Stefnir í metár flugferða

Ritstjórn Eyjunnar
Föstudaginn 25. október 2019 11:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Kolefnisfótspor Alþingis á tímum hamfarahlýnunar er þónokkuð. Skrifstofa Alþingis kolefnisjafnar ekki flugferðir starfsmanna sinna né þingmanna. Útlit er fyrir að ferðir hjá starfsmönnum í yfirstjórn skrifstofu Alþingis verði fleiri á þessu ári einu, en allar ferðir síðustu þriggja ára, en þegar hafa 17 ferðir verið farnar og eru 15 til viðbótar áætlaðar til áramóta.

Hjá almennum starfsmönnum Alþingis stefnir í að farnar verði 58 vinnutengdar utanlandsferðir. Þetta kemur í ljós í svari við fyrirspurn Þorsteins Sæmundssonar, þingmanns Miðflokksins, til forseta Alþingis og RÚV greinir frá. Hefur Þorsteinn einnig sent slíkar fyrirspurnir til allra ráðherra ríkisstjórnarinnar, en svör hafa ekki borist þaðan ennþá.

Þess ber að geta að þingmönnum og starfsmönnum Alþingis er í sjálfsvald sett hvort þeir kolefnisjafni ferðir sínar, en það er ekki gert af skrifstofu Alþingis.

Fjarfundir ekki skráðir

Í fyrirspurn Þorsteins er einnig athugað hvort fjarfundarbúnaður sé til á Alþingi og hversu margir fundir voru haldnir með slíkum búnaði milli áranna 2016-2019.

Í svarinu kemur fram að slíkur búnaður hafi verið endurnýjaður fyrr á árinu, en ekki hafi fjarfundir verið skráðir sérstaklega í gegnum tíðina. Búnaðurinn er notaður fyrir starfsmannaviðtöl ef viðkomandi er staddur erlendis, en að öðru leyti er notkunin stopul samkvæmt svarinu:

„Hvað þingmenn varðar þá hafa tvær nefndir haldið hvor sinn fjarfundinn á þessu tímabili með aðilum í útlöndum og þrjár nefndir hafa haldið símafundi með aðilum erlendis. Skrifstofan heldur ekki utan um fjarfundi þingflokka eða einstakra þingmanna.“

Ekki fylgir sögunni hvort Alþingi hyggist fækka ferðalögum sínum og nota fjarfundabúnað sinn í meiri mæli, og hlífa þannig náttúrunni og skattborgurum við frekara tjóni og kostnaði.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

EyjanFastir pennar
Fyrir 4 dögum

Ari Kr. Sæmundsen skrifar: Biðskylda

Ari Kr. Sæmundsen skrifar: Biðskylda
EyjanFastir pennar
Fyrir 4 dögum

Reiði skólameistarinn

Reiði skólameistarinn
Eyjan
Fyrir 1 viku

Fylgi Miðflokks eykst enn – Stuðningur við ríkisstjórnina minnkar

Fylgi Miðflokks eykst enn – Stuðningur við ríkisstjórnina minnkar
Eyjan
Fyrir 1 viku

Miðflokkurinn kominn í tæp 20%

Miðflokkurinn kominn í tæp 20%
Eyjan
Fyrir 1 viku

Björg Magnúsdóttir: Er það til góðs að rífast við einhverja hagfræðinga um millistykki og bílastæði?

Björg Magnúsdóttir: Er það til góðs að rífast við einhverja hagfræðinga um millistykki og bílastæði?
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Sigmundur Ernir skrifar: Veikari fjölmiðlar þýða veikara lýðræði

Sigmundur Ernir skrifar: Veikari fjölmiðlar þýða veikara lýðræði
Eyjan
Fyrir 1 viku

Björg Magnúsdóttir: Pólitík ekki fyrir þá sem vilja bara þægilega innivinnu

Björg Magnúsdóttir: Pólitík ekki fyrir þá sem vilja bara þægilega innivinnu
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Verðbólga fírast niður en vextir næst ákveðnir eftir rúma tvo mánuði

Verðbólga fírast niður en vextir næst ákveðnir eftir rúma tvo mánuði