fbpx
Mánudagur 07.júlí 2025
Eyjan

Kristján Þór skipar samráðsnefnd um fiskeldi

Ritstjórn Eyjunnar
Miðvikudaginn 23. október 2019 09:38

Kristján Þór Júlíusson. Mynd: DV/Hanna

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Kristján Þór Júlíusson, sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra, hefur skipað samráðsnefnd um fiskeldi. Nefndin er skipuð á grundvelli laga sem Alþingi samþykkti nýverið en henni er ætlað að vera stjórnvöldum til ráðgjafar vegna málefna fiskeldis.

Nefndinni ber að taka til umfjöllunar mál sem snerta fiskeldi, meðal annars að leggja mat á forsendur og úrvinnslu þeirra gagna sem áhættumat erfðablöndunnar byggist á. Í nefndinni eiga sæti fulltrúar frá umhverfis- og auðlindarráðuneytinu, Landsambandi veiðifélaga, Samtökum fyrirtækja í sjávarútvegi, Hafrannsóknarstofnun og Sambandi íslenskra sveitafélaga. Þá skipar sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra formann nefndarinnar.

Kristján Þór Júlíusson, sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra segir mikilvægt að hafa samráð um uppbyggingu fiskeldis:

„Að baki þeirri ákvörðun að setja á fót samráðsnefnd um fiskeldi hvílir sú meginhugsun að stuðla að nauðsynlegu samráði um uppbyggingu greinarinnar. Að vísindin, hagsmunaaðilar og stjórnvöld eigi sameiginlegan vettvang til skoðanaskipta um þá mikilvægu uppbyggingu sem nú á sér stað og fyrirhuguð er. Með þessari nefnd erum við jafnframt að fylgja þeirri ráðgjöf okkar helstu nágrannalanda, sem eru komin mun lengra en við Íslendingar í að byggja upp öflugt fiskeldi, að það sé lykilatriði að stuðla að náinni samvinnu þeirra lykilþátta sem koma að uppbyggingu greinarinnar, þ.e. stjórnvalda, fiskeldisfyrirtækja, náttúrunnar og vísinda. Ég tel augljóst að við getum látið þessa lykilþætti vinna betur saman og ég bind vonir við að samráðsnefndin sé mikilvægt skref í þá veru.“

Nefndin er skipuð til fjögurra ára og er þannig skipuð:

Aðalmenn:

  • Kristján Skarphéðinsson, ráðuneytisstjóri, án tilnefningar, formaður.
  • Bjarni Jónsson, tilnefndur af umhverfis- og auðlindaráðuneyti.
  • Guðrún Sigurjónsdóttir, tilnefnd af Landssambandi veiðifélaga.
  • Heiðrún Lind Marteinsdóttir, tilnefnd af Samtökum fyrirtækja í sjávarútvegi.
  • Ragnar Jóhannsson, tilnefndur af Hafrannsóknastofnun.
  • Sigríður Ólöf Kristjánsdóttir, tilnefnd af Sambandi íslenskra sveitarfélaga.

 Varamenn:

  • Unnur Brá Konráðsdóttir, án tilnefningar
  • Álfheiður Ingadóttir, tilnefnd af umhverfis- og auðlindaráðuneyti.
  • Elías Blöndal Guðjónsson, tilnefndur af Landssambandi veiðifélaga.
  • Kristján Þórarinsson, tilnefndur af Samtökum fyrirtækja í sjávarútvegi.
  • Sólveig Rósa Ólafsdóttir, tilnefnd af Hafrannsóknastofnun.
  • Karl Óttar Pétursson,tilnefndur af Sambandi íslenskra sveitarfélaga.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Óttar Guðmundsson skrifar: Heillandi fól

Óttar Guðmundsson skrifar: Heillandi fól
Eyjan
Fyrir 1 viku

Safna undirskriftum til að skora á Alþingsmenn að stöðva málþófið

Safna undirskriftum til að skora á Alþingsmenn að stöðva málþófið