fbpx
Laugardagur 08.nóvember 2025
Eyjan

Brynjar um Pírata: „Alþekkt aðferð popúlískra flokka“ – Undrast aðgerðaleysið í garð Þórhildar Sunnu

Ritstjórn Eyjunnar
Þriðjudaginn 22. október 2019 17:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Brynjar Níelsson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, sakar Pírata um popúlíska aðferðafræði og undrast að Evrópuþingið hafi ekki fordæmt framgöngu Þórhildar Sunnu Ævarsdóttur, þingmanns Pírata, sem einnig gegnir formennsku í nefnd Evrópuráðsins, í færslu á Facebook í dag:

„Þegar fylgi fer niður í skoðanakönnunum hjá Pírötum er strax farið í herferð með ásökunum um óheiðarleika, spillingu og siðleysi annarra. Þetta er alþekkt aðferð popúlískra flokka. Kom því ekki á óvart þegar breska stórblaðið Guardian flokkaði íslenska pírataflokkinn sem popúlistaflokk. Þar er auðvitað fremstur í flokki sá þingmaður Pírata sem hefur fengið áfellisdóm vegna brots á siðareglum Alþingis.

Einkennilegt er að Evrópuráðsþingið, sem er sérstaklega annt um siðlega háttsemi og hefur þvingað þjóðþingin til að setja siðareglur, skuli ekki sjá neitt athugavert við að þessi sami þingmaður skuli gegna formennsku í einni af mikilvægustu nefndum þings Evrópuráðsins. Ekki svo að það komi mér á óvart enda þarna rekin grímulaus pólitík þar sem þekking á mannréttindum og siðferðislegum málefnum er mjög takmörkuð, þótt engin skortur sé á sjálfskipuðum sérfræðingum í þeim efnum. En við höldum sjálfsagt áfram að trúa því að allt sem þaðan kemur sé heilagur sannleikur.“

Þórhildur Sunna situr í jafnréttisnefnd og laga- og mannréttindanefnd Evrópuráðsþingsins, en aðrir fulltrúar Alþingis eru Rósa Björk Brynjólfsdóttir VG og Bergþór Ólason, Miðflokki.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 5 dögum

Björn Jón skrifar: Að staðsetja Sjálfstæðisflokkinn

Björn Jón skrifar: Að staðsetja Sjálfstæðisflokkinn
Eyjan
Fyrir 6 dögum

Reynir Traustason: Það verður bara að buffa þá, sagði yfirlögregluþjónninn

Reynir Traustason: Það verður bara að buffa þá, sagði yfirlögregluþjónninn
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Óttar Guðmundsson skrifar: Búðarrölt lögreglustjórans

Óttar Guðmundsson skrifar: Búðarrölt lögreglustjórans
Eyjan
Fyrir 1 viku

Reynir Traustason: Sérstakur fulltrúi Valhallar sendur til að anda ofan í hálsmál ritstjórnarinnar

Reynir Traustason: Sérstakur fulltrúi Valhallar sendur til að anda ofan í hálsmál ritstjórnarinnar
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Svarthöfði skrifar: Mogginn vill leiðrétta mannréttindabrot en bara „hóflega“

Svarthöfði skrifar: Mogginn vill leiðrétta mannréttindabrot en bara „hóflega“
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

María Rut Kristinsdóttir skrifar: Sorg þeirra er okkar sorg

María Rut Kristinsdóttir skrifar: Sorg þeirra er okkar sorg