fbpx
Þriðjudagur 11.ágúst 2020
Eyjan

Glæsileg bók um merka myndlistarkonu sem lifði stutta ævi

Egill Helgason
Mánudaginn 21. október 2019 20:51

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Útgáfufélagið Dimma gefur ekki út marga bókartitla á ári en yfirleitt eru þeir húðvandaðir – og maður dáist að því hvað bækurnar frá Dimmu eru fallegir prentgripir. Það er ekki sjálfgefið á íslenska bókamarkaðnum. Í dag handfjatlaði ég af mikilli ánægju nýja bók frá Dimmu. Þessi bók rekur líf og list Jóhönnu Kristínar Yngvadóttur, myndlistarkonu sem var mjög umtöluð á sínum tíma en dó langt fyrir aldur fram.

Sýning á verkum Jóhönnu Kristínar stendur nú yfir í Listasafni Íslands og í tengslum við hana kemur bókin út hjá Dimmu. Höfundar hennar eru listfræðingurinn Ásdís Ólafsdóttir og rithöfundurinn Oddný Eir Ævarsdóttir, en uppistaðan í bókinni eru listaverk Jóhönnu Kristínar og myndir úr ævi hennar.

Jóhanna Kristín Yngvadóttir lifði stutta ævi. Hún var fædd 1953 og andaðist 1991, aðeins 37 ára. Ferill hennar var semsagt ekki langur en á honum náði hún að vekja umtalsverða athygli. Hún fékk góða dóma hjá gagnrýnendum og margir vildu kaupa verk hennar. Hún kom fram á tíma þegar varð dálítið rof í hugmyndalistinni sem hefur tröllriðið myndlistarheiminum í marga áratugi – það var tími hins svokallaða nýja málverks, það var kallað síðexpressjónismi. Manni finnst nú að hún hafi verið einn markverðasti fulltrúi þeirrar stefnu á Íslandi.

Myndir Jóhönnu Kristínar eru flestar í dökkum litum. Í þeim má greina nokkra tilvistarangist, enda glímdi hún við heilsubrest. Knútur Bruun, listaverkakaupmaður sem kynntist Jóhönnu Kristínu vel, skrifar í inngangi að bókinni:

“Á örstuttum listferli hennar urðu til verk full af andlegu þreki og fádæma sjaldgæfu listfengi … Þessi bók sem nú kemur fyrir augu lesenda og skoðenda segir fra stórmerkri ungri konu sem hefur skilið eftir sig varanleg spor í íslenskri myndlist. Myndverk hennar eiga heima meðal eðalverka þjóðarinnar og lyfta menningu hennar á hærra plan. Með ævi hennar sannast hið fornkveðna: “Ars longa vita brevis est.””

Oddný Eir Ævarsdóttir rithöfundur er eins og fyrr segir annar höfundur bókarinnar um Jóhönnu Kristínu Yngvadóttur. Hún skrifar um áhrifin sem myndir Jóhönnu höfðu á hana:

“Mamma fór með mig inn í salinn. Ég sá bara svart daður við þunglyndi. Hún sagði: Sérðu lífið í þeim? Það er eitthvað sérstakt í þeim. Þá horfði ég aftur á þær, olíumyndirnar, konurnar, og ég tengdist þeim. Eins og ýtt hefðu verið á rofa og eitthvað opnaðist í mér gagnvart myndlistinni. Furðuleg umskipti. Við stöldruðum við, dvöldum dágóða stund með lifandi verum, gengum með þeim í gegnum sorg, angist, brjálsemi, kátínu og gleði. Mamma sagði hana hafa helgað sig listinni.”

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Í vikunni

Eyjan
Fyrir 5 dögum

Þungar ásakanir á Vegagerðina eftir ógilta samkeppni um brú yfir Fossvog – „Endanleg staðfesting á því hversu rotið þetta er“

Þungar ásakanir á Vegagerðina eftir ógilta samkeppni um brú yfir Fossvog – „Endanleg staðfesting á því hversu rotið þetta er“
Eyjan
Fyrir 5 dögum

Óli Björn mun ekki greiða atkvæði með skattahækkunum

Óli Björn mun ekki greiða atkvæði með skattahækkunum
Eyjan
Fyrir 1 viku

Staðan á vinstri vængnum: Vænlegir nýliðar og beðið eftir ákvörðun Rósu Bjarkar

Staðan á vinstri vængnum: Vænlegir nýliðar og beðið eftir ákvörðun Rósu Bjarkar
Eyjan
Fyrir 1 viku

Yngstu þingmenn 21. aldarinnar á Íslandi – Tvö jafn gömul upp á dag þegar þau urðu þingmenn

Yngstu þingmenn 21. aldarinnar á Íslandi – Tvö jafn gömul upp á dag þegar þau urðu þingmenn