fbpx
Laugardagur 05.júlí 2025
Eyjan

Gunnar um „hótun“ Sigurðar –„Farið þið bara, það er ekki eins og þið gerið gagn með því að blóðmjólka almenning“

Ritstjórn Eyjunnar
Fimmtudaginn 17. október 2019 09:53

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Sigurður Hannesson, formaður Samtaka iðnaðarins, segir í viðtali við RÚV að stórnotendur raforku hér á landi gætu farið að hugsa sinn gang og flutt starfsemi sína af landi brott ef stjórnvöld móti ekki skýra stefnu um samkeppnishæfi Íslands á raforkumarkaði, sem fari þverrandi, með því til dæmis að opinbera orkuverðið og auka gagnsæi og svigrúm:

„Þetta bitnar auðvitað á iðnaði og á iðnfyrirtækjum.  Ef stjórnvöld taka ekki af skarið og móta stefnu í málaflokknum, skýra stefnu, þá er auðvitað hætt við því að fyrirtæki fari að hugsa sinn gang.“

Samtök iðnaðarins kynntu í gær skýrslu um íslenska raforkumarkaðinn þar sem tillögur til úrbóta eru festar á blað, auk upplýsinga um sérstöðu raforkumarkaðarins hér á landi, skipulag hans og stjórnsýslu.

Farið hafi fé betra

Gunnar Smári Egilsson, sósíalistaforingi, gefur lítið fyrir orð Sigurðar um að fyrirtæki fari úr landi, sem hann segir vera hótanir. Hann telur að almenningi sé betur borgið ef verksmiðjur og fyrirtæki hverfi héðan af landi brott:

„Hin ríku hafa í hótunum, vilja markaðs- og einkavæða raforkukerfið og fá tryggingu fyrir því að fá að flytja rafmagnskostnað sinn og skatta yfir á almenning. Annars muni þau fara? Góðu, farið þið bara, það er ekki eins og þið gerið gagn með því að blóðmjólka almenning og samfélagið allt. Það er ekkert sem þið hafið lagt til samfélagsins, þið eruð afætur á okkur hinum. Íslenskir kapítalistar eru afætur á verkafólki og afætur á auðlindum almennings. Þið getið farið með ránsfeng ykkar en þið getið ekki tekið með ykkur auðlindirnar; fiskinn, náttúruna, orkuna. Það má vera að svona hótanir virki í útlöndum þar sem kapítalistar geta flutt verksmiðjur og fyrirtæki milli landa en á Íslandi virkar þetta ekki, þið kapítalistar eigið ekkert nema aðstöðuna til að misnota almenning og náttúru og þið getið ekki tekið það með ykkur. Farið því burt hið fyrsta, samfélagið verður miklu betra án ykkar.“

Orkan verðmætari en sjávarútvegurinn

Sigurður sagði hinsvegar í viðtalinu að raforkumálin skiptu þjóðarbúið meira máli en margir gerðu sér grein fyrir:

„Og það áhugaverða er að á síðasta ári var útflutningur á vegum stórnotenda raforku verðmætari en útflutningur sjávarafla, sem hefðu einhvern tímann þótt mikil tíðindi á Íslandi.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Julian McMahon látinn

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 3 dögum

Bryndís sagði málþóf séríslenskt fyrirbæri og taldi rétt að beita 71. grein – Undirbýr nú 32. ræðu sína um veiðigjaldið

Bryndís sagði málþóf séríslenskt fyrirbæri og taldi rétt að beita 71. grein – Undirbýr nú 32. ræðu sína um veiðigjaldið
Eyjan
Fyrir 3 dögum

Sara tekst á við nýtt verkefni -„Það er óhætt að segja að ég sé glöð og hissa“ 

Sara tekst á við nýtt verkefni -„Það er óhætt að segja að ég sé glöð og hissa“ 
Eyjan
Fyrir 4 dögum

Ný vonarstjarna Demókrata gæti komist í mikilvægt embætti – Trumpistar kalla hann „hryðjuverkamann“

Ný vonarstjarna Demókrata gæti komist í mikilvægt embætti – Trumpistar kalla hann „hryðjuverkamann“
Eyjan
Fyrir 4 dögum

Veiðigjaldafrumvarpið: Harðlínumennirnir hafa undirtökin innan SFS – málflutningurinn heldur ekki vatni

Veiðigjaldafrumvarpið: Harðlínumennirnir hafa undirtökin innan SFS – málflutningurinn heldur ekki vatni
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Nína Richter skrifar: Uppáhalds afsökunin okkar

Nína Richter skrifar: Uppáhalds afsökunin okkar
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Svarthöfði skrifar: Falsfréttir og væl virka ekki – málatilbúnaði Sjálfstæðisflokksins hafnað í nýrri könnun

Svarthöfði skrifar: Falsfréttir og væl virka ekki – málatilbúnaði Sjálfstæðisflokksins hafnað í nýrri könnun