fbpx
Þriðjudagur 09.desember 2025
Eyjan

Óvissu um Borgarlínu eytt: Dagur boðar miklu betri umferð

Ágúst Borgþór Sverrisson
Þriðjudaginn 15. október 2019 18:01

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Borgarstjórn Reykjavíkur samþykkti í dag samkomulag sveitarfélaga og ríkisins um uppbyggingu samgönguinnviða á höfuðborgarsvæðinu næstu 15 árin. Þar með er komið grænt ljós á Borgarlínu af hálfu borgarinnar. Samkvæmt frétt RÚV lýsti Vigdís Hauksdóttir, borgarfulltrúi Miðflokksins, yfir mikilli andstöðu við samkomulagið. Það fæli í sér rándýra óvissuferð á kostnað skattgreiðenda.

Dagur B. Eggertsson borgarstjóri lýsir yfir mikilli ánægju með samkomulagið í nýrri Facebook-færslu. Segir hann að það komi til með að auka lífsgæði og bæta umferð í höfuðborginni. Segir Dagur jafnframt að klofningur innan Sjálfstæðisflokksins um málið sé augljós:

Borgarstjórn samþykkti rétt í þessu samkomulag sveitarfélaga og ríkisins um metnaðarfulla uppbyggingu samgönguinnviða til næstu 15 ára á höfuðborgarsvæðinu. Þetta eru mikil og ánægjuleg tímamót. Óvissu um Borgarlínu er eytt. Lífsgæði í og umferð í borginni mun stórbatna. Miklabraut mun fara í stokk frá Kringlusvæði að Snorrabraut og hjólastígakerfi höfuðborgarsvæðisins mun verða fyrsta flokks svo fátt eitt sé nefnt. Samkomulagið þýðir að græn og jákvæði umbreyting borgarinnar verður að veruleika. Sérstaka athygli vakti að Eyþór Arnalds var eini borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins sem tók til máls og lagði sérstaka lykkju á leið sína til að hnýta í það á sérstaklega ósanngjarnan hátt að fjármálaráðherra og formaður Sjálfstæðisflokksins væri að selja Keldnaland tvisvar. Klofningurinn innan flokksins var nánast áþreifanlegur.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

EyjanFastir pennar
Fyrir 4 dögum

Ari Kr. Sæmundsen skrifar: Biðskylda

Ari Kr. Sæmundsen skrifar: Biðskylda
EyjanFastir pennar
Fyrir 4 dögum

Reiði skólameistarinn

Reiði skólameistarinn
Eyjan
Fyrir 6 dögum

Fylgi Miðflokks eykst enn – Stuðningur við ríkisstjórnina minnkar

Fylgi Miðflokks eykst enn – Stuðningur við ríkisstjórnina minnkar
Eyjan
Fyrir 1 viku

Miðflokkurinn kominn í tæp 20%

Miðflokkurinn kominn í tæp 20%
Eyjan
Fyrir 1 viku

Björg Magnúsdóttir: Er það til góðs að rífast við einhverja hagfræðinga um millistykki og bílastæði?

Björg Magnúsdóttir: Er það til góðs að rífast við einhverja hagfræðinga um millistykki og bílastæði?
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Sigmundur Ernir skrifar: Veikari fjölmiðlar þýða veikara lýðræði

Sigmundur Ernir skrifar: Veikari fjölmiðlar þýða veikara lýðræði
Eyjan
Fyrir 1 viku

Björg Magnúsdóttir: Pólitík ekki fyrir þá sem vilja bara þægilega innivinnu

Björg Magnúsdóttir: Pólitík ekki fyrir þá sem vilja bara þægilega innivinnu
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Verðbólga fírast niður en vextir næst ákveðnir eftir rúma tvo mánuði

Verðbólga fírast niður en vextir næst ákveðnir eftir rúma tvo mánuði