fbpx
Fimmtudagur 01.maí 2025
Eyjan

Brynjar Níelsson launahæstur „óbreyttra“ þingmanna

Ritstjórn Eyjunnar
Þriðjudaginn 15. október 2019 17:00

Brynjar Níelsson

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Brynjar Níelsson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, er launahæstur þeirra þingmanna sem ekki eru ráðherrar eða formenn flokka. Mánaðarlaun hans samkvæmt vefsíðu Alþingis fyrir ágúst mánuð voru  rúmar 1.3 milljónir.

Þar af nam þingfarakaup um ellefuhundruð þúsund krónum, en Brynjar fær greiddar álagsgreiðslur sem 2. varaforseti Alþingis (rúmar 165 þúsund krónur) og sem 2. varaformaður efnahags- og viðskiptanefndar, en fyrir það fær Brynjar 55 þúsund krónur aukreitis sem dregur hann upp í efsta sætið.

Þá fær Brynjar, líkt og aðrir þingmenn, greiddan fastan ferðakostnað í kjördæmi (30 þúsund) og starfskostnað (40 þúsund).

Þá eru ótalin laun Brynjars vegna reksturs eigin lögmannsstofu og stundakennslu hans í HÍ, sem hann getur um í hagsmunaskrá.

Launagreiðslur Alþingis til Brynjars voru alls tæpar 16 milljónir árið 2018.

Laun flokksformanna sem ekki eru ráðherrar eru um 1.6 milljónir á mánuði, og laun forseta Alþingis, Steingríms J. Sigfússonar, eru um 1.8 milljónir á mánuði.

Alþingi greiðir þingmannahluta launa ráðherra, en viðkomandi ráðuneyti greiðir ráðherrahluta launa þeirra.

Í lögum um þingfararkaup er kveðið á um að þingmenn sem gegna tilteknum embættum skuli fá fastar viðbótargreiðslur (álagsgreiðslur) sem reiknast sem prósenta af föstum launum. Þetta gildir um þá þingmenn sem gegna störfum varaforseta, formanna þingflokka og nefndarformanna, en þeir fá greitt 15% álag á föst laun. Jafnframt fær 1. varaformaður nefndar 10% álag á föst laun og 2. varaformaður fær 5% álag. Þá fær formaður flokks sem ekki er ráðherra greitt 50% álag á laun. Enginn, að undanskildum varaforsetum Alþingis, getur fengið nema eina álagsgreiðslu.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 3 dögum

Ole Anton Bieltvedt skrifar: Dýralæknar, starfseiður þeirra og blóðmerahaldið

Ole Anton Bieltvedt skrifar: Dýralæknar, starfseiður þeirra og blóðmerahaldið
Eyjan
Fyrir 4 dögum

Ásmundur sendir flokksfélögum sínum pillu – „Forystan hér í bæ kom mér út af listanum“

Ásmundur sendir flokksfélögum sínum pillu – „Forystan hér í bæ kom mér út af listanum“
Eyjan
Fyrir 6 dögum

Hanna Katrín Friðriksson: Landbúnaður getur blómstrað – má ekki víkja um of frá lögmálum markaðarins

Hanna Katrín Friðriksson: Landbúnaður getur blómstrað – má ekki víkja um of frá lögmálum markaðarins
Eyjan
Fyrir 6 dögum

Orðið á götunni: Margir vilja Guðlaug Þór í forystu í borginni – út með alla núverandi borgarfulltrúa Sjálfstæðisflokksins

Orðið á götunni: Margir vilja Guðlaug Þór í forystu í borginni – út með alla núverandi borgarfulltrúa Sjálfstæðisflokksins
Eyjan
Fyrir 1 viku

Hanna Katrín: Veiðigjöld eiga ekki að byggja á innanhússverði hjá fiskvinnslu og veiðum sem eru undir sama hatti

Hanna Katrín: Veiðigjöld eiga ekki að byggja á innanhússverði hjá fiskvinnslu og veiðum sem eru undir sama hatti
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Óttar Guðmundsson skrifar: Egill afi og Grettir taka stúdentinn

Óttar Guðmundsson skrifar: Egill afi og Grettir taka stúdentinn