fbpx
Miðvikudagur 02.júlí 2025
Eyjan

Vigdís Vala óttast þjáningar doktorsnema – „Fólk sem er bara á barmi taugaáfalls“

Jón Þór Stefánsson
Mánudaginn 14. október 2019 14:26

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Fedon, Félag doktorsnema og nýrannsakenda við Háskóla Íslands hefur áhyggjur af íslenskum doktorsnemum, sem félagið segir eiga í miklum erfiðleikum við að ná endum saman vegna skorts á styrkjum. RÚV greinir frá þessu.

Fedon telur að sumir nemendanna séu á barmi taugaáfalls, vegna þess að mikill fjöldi doktorsnema fái ekki næga styrki, þrátt fyrir margra ára bið.

Vigdís Vala Valgeirsdóttir varaformaður Fedon hefur miklar áhyggjur af málinu var einn skýrsluhöfund í könnun sem félagið gerði nýlega, en könnun þessi sýndi fram á alvarlega stöðu málsins.

„Nemendur eru að útskrifast á töluvert lengri tíma en gert er ráð fyrir og það er mikil andleg vanlíðan sem er hægt að gera ráð fyrir að hafi skaðleg áhrif á vinnuframlag þeirra,” segir hún. „Þetta er gífurlegt álag. Maður heyrir af fólki sem er bara á barmi taugaáfalls. Ekki bara að vinna mun meira en fulla vinnu, heldur er það einnig með áhyggjur af því að það eigi ekki fyrir reikningum, eigi ekki fyrir mat og fari ekki til læknis.”

Samkvæmt könnunni starfa meira en helmingur doktorsnemanna meðfram náminu og margir í meira en 30 tíma á viku, sem á að vera mikið meira en á hinum Norðurlöndunum.

Þar að auki ályktar Fedon að átta til níu milljarða króna skortur sé á viðbótarfjármagni, ef að hægt eigi að vera að bera Ísland saman við Norðurlöndin.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

EyjanFastir pennar
Fyrir 5 dögum

Ágúst Borgþór skrifar: Hrausti sjúklingurinn – Erum við að tala niður heilbrigðiskerfið?

Ágúst Borgþór skrifar: Hrausti sjúklingurinn – Erum við að tala niður heilbrigðiskerfið?
Eyjan
Fyrir 5 dögum

Bygging á Orkureitnum fær Svansvottun 4 fyrst allra húsa á Norðurlöndunum

Bygging á Orkureitnum fær Svansvottun 4 fyrst allra húsa á Norðurlöndunum
Eyjan
Fyrir 6 dögum

Saka Heiðrúnu Lind um alvarlegar rangfærslur – „Notast áfram við tölur sem hún veit að eru ekki þær réttu“

Saka Heiðrúnu Lind um alvarlegar rangfærslur – „Notast áfram við tölur sem hún veit að eru ekki þær réttu“
Eyjan
Fyrir 6 dögum

Skotin ganga á víxl á Alþingi – Stjórnarandstaðan móðguð út í Ingu og Kristrúnu

Skotin ganga á víxl á Alþingi – Stjórnarandstaðan móðguð út í Ingu og Kristrúnu
Eyjan
Fyrir 1 viku

Þorbjörg Sigríður: Frumskylda ríkisins að tryggja öryggi fólks – alþjóðlegt samstarf lykillinn að árangri

Þorbjörg Sigríður: Frumskylda ríkisins að tryggja öryggi fólks – alþjóðlegt samstarf lykillinn að árangri
Eyjan
Fyrir 1 viku

Segist ekki trúa því að stjórnarandstaðan ætli með málþófi að hindra gríðarlega réttarbót fyrir fatlað fólk á Íslandi

Segist ekki trúa því að stjórnarandstaðan ætli með málþófi að hindra gríðarlega réttarbót fyrir fatlað fólk á Íslandi