fbpx
Sunnudagur 16.nóvember 2025
Eyjan

Tyrkneska landsliðið heilsar aftur að hermannasið – nú í París

Egill Helgason
Mánudaginn 14. október 2019 23:02

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Það er stundum sagt að ekki megi blanda saman pólitík og íþróttum – en það er oft fyrirsláttur. Íþróttir eru oft rammpólitískar, ekki síst þegar þær eru notaðar í þágu einræðissinnaðra stjórnmálamanna og ríkja með árásarhneigð.

Landslið Tyrklands í fótbolta vakti hneykslun fyrir fáum dögum þegar liðsmenn heilsuðu að hermannasið eftir að hafa skorað mark gegn Albaníu.

Í kvöld endurtóku liðsmenns svo þetta athæfi á Stade de France í París eftir að hafa náð að skora mark gegn Frakklandi.

Með þessum hætti tengja leikmennirnir sig beint við innrás tyrkneska hersins á svæði Kúrda í Sýrlandi og hernaðar- og einræðishyggjuna sem gegnsýrir stjórnarhætti Erdogans forseta.

Það er vægast sagt ógeðfellt. Heimskulegt. Asnalegt.

Sums staðar er hvatt til þess að Tyrkjum verði vísað úr Evrópukeppninni vegna þessa. Fremur ólíklegt er að það gerist. Serbar voru reknir úr keppni 1992 og Danir komu í staðinn – unnu þá keppnina.

Tyrkirnir eru aðalkeppinautar okkar Íslendinga um sæti í úrslitum Evrópumótsins. Það bendir allt til þess að þeir muni hafa betur. Eins leiðinlegt og það er – ekki síst ef tekið er mið af hugarfari leikmannanna.

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 3 dögum

Rósa sat sinn síðasta bæjarráðsfund og lagði fram tillögu sem hún hefur gengið með í 3-4 ár

Rósa sat sinn síðasta bæjarráðsfund og lagði fram tillögu sem hún hefur gengið með í 3-4 ár
Eyjan
Fyrir 3 dögum

Sigurður Hólmar skrifar: Ísland sofandi á meðan heimurinn vaknar

Sigurður Hólmar skrifar: Ísland sofandi á meðan heimurinn vaknar
Eyjan
Fyrir 1 viku

Dagur B. Eggertsson: Þurfum að bregðast við gagnrýni Mannréttindadómstólsins

Dagur B. Eggertsson: Þurfum að bregðast við gagnrýni Mannréttindadómstólsins
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Sigmundur Ernir skrifar: Okkur fækkar og okkur fjölgar

Sigmundur Ernir skrifar: Okkur fækkar og okkur fjölgar