fbpx
Laugardagur 28.nóvember 2020
Eyjan

Gunnar fékk nóg: „Brýnna að halda þingmönnum frá alvarlegri umræðu um mikilvæg málefni“

Ritstjórn Eyjunnar
Mánudaginn 14. október 2019 10:20

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Gestir Silfurins í gær voru þingmennirnir Páll Magnússon, Guðmundur Andri Thorsson, Þorsteinn Sæmundsson og Halldóra Mogensen.

Sósíalistaforinginn Gunnar Smári Egilsson er ósáttur með að þingmenn fái að vaða uppi í umræðuþáttum RÚV, líkt og raunin var um helgina. Segir hann skoðanir þeirra ekki endurspegla ástandið í þjóðfélaginu:

„Er ekki of í lagt hjá Ríkisútvarpinu að halda bæði úti Silfrinu og Vikulokunum í umræður þingmanna? Það er órafjarri því að karp þeirra endurspegli almenna samfélagsumræðu í samfélaginu, í raun tóm lygi að stilla því svo fram að þingheimur, sem aðeins 18% landsmanna ber virðingu fyrir og traust til, nái utan um ólíka afstöðu í samfélaginu til nokkurs máls.”

Gunnar telur brýnt að halda þingmönnum utan við slíka þætti, utan alvarlegra umræða um mikilvæg málefni:

„Eftir Hrun náði Egill Helgason að endurnýja að nokkru almenna umræðu með því að hætta að bjóða þingmönnum í Silfrið. Þá naut þingið meira trausts en nú. Það er því enn brýnna að halda þingmönnum frá alvarlegri umræðu um mikilvæg málefni.”

„Hvílík hugmyndafræði!“

Ekki eru allir sammála Gunnari Smára hinsvegar.

Hjálmar Hjálmarsson, leikari og  fyrrverandi bæjarfulltrúi í Kópavogi, skrifar í athugasemdakerfið:

„Þingmenn eru kosnir af þessum sömu kjósendum sem treysta svo ekki þingmönnunum sem þeir kusu. Ég lýsi yfir vantrausti á svoleiðis kjósendur. Annars er það eðlilegasti hlutur í heimi að þingmenn tjái sig (í umboði kjósenda) um alvarleg málefni. Og sér í lagi í Ríkisútvarpi allra landsmanna.”

Þá skrifar annar:

„Hvílík hugmyndafræði að vilja banna alþingismönnum að ræða stjórnmál í almennum fjölmiðlum landsins!“

Þessu svarar Gunnar:

„Hvílík hugmyndafræði! Að túlka kvartanir yfir linnulausu tali alþingismanna í öllum samfélagsþáttum Ríkisútvarpsins sem kröfu um að alþingismönnum verði bannaður aðgangur að fjölmiðlum!“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 5 dögum

Gamla fólkið á valdastólum

Gamla fólkið á valdastólum
Eyjan
Fyrir 5 dögum

Ólafur svaraði fyrir breytingarnar hjá Miðflokknum – „Hvað gerir varaformaður í stjórnmálaflokki?“

Ólafur svaraði fyrir breytingarnar hjá Miðflokknum – „Hvað gerir varaformaður í stjórnmálaflokki?“
Eyjan
Fyrir 1 viku

Björn segir að því sé enn ósvarað hvort mistök hafi verið gerð á Landakoti

Björn segir að því sé enn ósvarað hvort mistök hafi verið gerð á Landakoti
Eyjan
Fyrir 1 viku

Heitt í hamsi á Alþingi vegna vaxtahækkanna – „Ég er algjörlega ORÐLAUS!“

Heitt í hamsi á Alþingi vegna vaxtahækkanna – „Ég er algjörlega ORÐLAUS!“
Eyjan
Fyrir 1 viku

Þetta eru hæst og lægst launuðu störfin á Íslandi

Þetta eru hæst og lægst launuðu störfin á Íslandi
Eyjan
Fyrir 1 viku

Una stráfellir fullyrðingar Sigríðar – „Það sem þá gerist er það að fólk deyr“

Una stráfellir fullyrðingar Sigríðar – „Það sem þá gerist er það að fólk deyr“