fbpx
Miðvikudagur 26.nóvember 2025
Eyjan

Reykjavíkurborg leyfir eldri borgurum ekki að fara heim með matarafganga: „Þetta þykir eldri borgurum sárt“

Ritstjórn Eyjunnar
Laugardaginn 12. október 2019 17:23

Kolbrún Baldursdóttir, borgarfulltrúi Flokks fólksins

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Flokkur fólksins lagði fram tillögu í velferðarráði í vikunni um úrbætur í mötuneytismálum eldri borgara. Kolbrún Baldursdóttir, borgarfulltrúi, greinir frá þessu á Facebook.

Tillögurnar miða að því að gefa eldri borgurum meira svigrúm í mötuneytismálum. Til dæmis að þeir hafi kost á að fá mat sendan heim vegna veikinda, eða vegna þess að þeir fái ekki sæti í matsal.

Eins þurfi borgin að heimila eldri borgurum að taka matarafganga með sér heim. „Að öðrum kosti er matnum hent. Þetta þykir eldri borgurum sárt enda vanir að nýta allan mat auk þess sem meirihlutinn í borginn er að boða minnkun á matarsóun.“

Eins leggur flokkurinn til að tekið verði á eignahefðun sæta í mötuneytum, en nokkuð hafi borið á því að tilteknir einstaklingar telji sig eiga tiltekin sæti. „Þetta hefur fælingarmátt og þarf því að ræða og benda á mikilvægi umburðarlyndis og sveigjanleika“‘

Hér má lesa tillögurnar í heild sinni: 

„Flokkur Folksins hefur látið sig mötuneytismál eldri borgara mikið varða. Þessi tillaga var lögð fram í velferðarráði í vikunni:
Tillaga Flokks fólksins að eftirfarandi þættir er varða eldri borgara og mötuneyti verði endurskoðaðir og betrumbættir hið fyrsta.
1. Að þeir sem þurfa að fá mat sendan heim vegna veikinda, ef þeir búa í húsnæði sem er tengt við mötuneyti, t.d. Borgir mötuneyti og íbúar í Eirborgum fái mat alla daga vikunnar á meðan veikindin standa yfir.
2. Að leyfilegt verði að taka með sér mat heim ef einhver vill. Stundum eru líka engin laus sæti í matsal. Þá hefur fólk þurft að bíða eftir að sæti losnar.
3. Benda þarf fólki á að engin á einhver föst sæti. Dæmi eru um að fólk hafi verið rekið úr sæti vegna þess að einhver telur sig eiga það eða að viðkomandi er beðin að færa sig. Þetta hefur fælingarmátt og þarf því að ræða og benda á mikilvægi umburðarlyndis og sveigjanleika. Að sjálfsögðu á þó alltaf að taka tillit til hreyfihamlaðra við sætaskipun.
4. Leyfa þarf fólki að taka afgang matar með sér heim, ef viðkomandi hefur ekki lyst á að klára matinn sem er skammtaður. Að öðrum kosti er matnum hent. Þetta þykir eldri borgurum sárt enda vanir að nýta allan mat auk þess sem meirihlutinn í borginni er að boða minnkun á matarsóun.
Óskað eftir umsögn frá velferðarsviði.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

EyjanFastir pennar
Fyrir 5 dögum

Nína Richter skrifar: Allar hinar Nínurnar

Nína Richter skrifar: Allar hinar Nínurnar
Eyjan
Fyrir 5 dögum

Orðið á götunni: Taugaveiklun og óskhyggja stjórnarandstöðunnar

Orðið á götunni: Taugaveiklun og óskhyggja stjórnarandstöðunnar
Eyjan
Fyrir 1 viku

Verndartollar ESB: Tollarnir beinast ekki gegn Íslandi og Noregi – Kína á Elkem

Verndartollar ESB: Tollarnir beinast ekki gegn Íslandi og Noregi – Kína á Elkem
Eyjan
Fyrir 1 viku

Framsóknarmenn í Garðabæ stilla upp og skora á Willum í formanninn

Framsóknarmenn í Garðabæ stilla upp og skora á Willum í formanninn
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Sigmundur Ernir skrifar: Jöfnuðurinn einn tryggir lýðræði og mannréttindi

Sigmundur Ernir skrifar: Jöfnuðurinn einn tryggir lýðræði og mannréttindi
Eyjan
Fyrir 1 viku

Jón Guðni Ómarsson: Gjaldmiðillinn stórt atriði sem stendur í vegi fyrir lægri langtímavöxtum – tvær hliðar á þeim pening

Jón Guðni Ómarsson: Gjaldmiðillinn stórt atriði sem stendur í vegi fyrir lægri langtímavöxtum – tvær hliðar á þeim pening