fbpx
Þriðjudagur 05.ágúst 2025
Eyjan

Meirihlutinn hyggst endurskoða pálmatrén: „Það verður að leggja mat á raunhæfni þessa verkefnis“

Ritstjórn Eyjunnar
Fimmtudaginn 31. janúar 2019 10:51

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Kristín Soffía Jónsdóttir, borgarfulltrúi Samfylkingarinnar, sagði í Morgunútvarpi Rásar 2 að listaverkið Pálmar, sem valið var sigurvegari alþjóðlegrar hugmyndasamkeppni um listfegrun Vogabyggðar og kosta á um 140 milljónir, verði að öllum líkindum endurskoðað út frá raunhæfni.

Verkið felst í innflutningi tveggja pálmatrjáa, sem hýst verða í upphituðum glerhólkum, allt árið um kring.

„Það verður að leggja mat á raunhæfni þessa verkefnis. Það er staðreynd. Við förum ekki af stað, ekki þarna frekar en annarsstaðar, í myrkri.”

Hún bar því við að meirihlutinn hafi ekki verið upplýstur um störf dómnefndar, en formaður dómnefndar var Hjálmar Sveinsson, borgarfulltrúi Samfylkingarinnar.

Ekki liggur fyrir hvernig endanleg útfærsla verður á verkinu, hver rekstrarkostnaðurinn er eða hver eigi að sjá um viðhaldið. Sagði Kristín að auðvitað yrði ekki haldið áfram með verkið ef það teljist ekki raunhæft til útfærslu og benti á að engir garðyrkjufræðingar hefðu verið í dómnefndinni og ákvörðunin því einungis tekin út frá listrænum sjónarmiðum, en ekki praktískum:

„Þetta er djörf tillaga og á að vekja umræðu. Svo þarf kannski að gera breytingar. Höldum ekki áfram með eitthvað sem eitthvað sem er tæknilega ómögulegt,”

sagði Kristín og minntist á að þverpólitísk sátt hefði náðst um þá ákvörðun á sínum tíma, að verja 150 milljónum í útilistaverk í hverfinu, sem kosti alls um sex milljarða.

Samkvæmt stefnu yfirvalda ber að verja einu prósenti heildarkostnaðar til listfegrunar opinberra bygginga.

Eyþór Arnalds var einnig til viðtals í Morgunútvarpinu og gagnrýndi hann ákvörðunina. Sagði hann ótækt að verja ætti tífalt þeirrar upphæðar sem Reykjavíkurborg ver árlega til listaverkakaupa, í eitt verk. Nefndi hann að þó svo borgin greiði aðeins helming upphæðarinnar, og eigendur lóðarinnar hinn helminginn, muni þetta allt koma á endanum úr vösum borgarbúa, því innviðagjaldið hækki íbúðaverðið og geri þær illseljanlegri.

Höfundur verksins er þýska listakonan Karin Sander, sem fékk greiddar um 14,8 milljónir fyrir hugmyndina. Sjálf kosta pálmatrén tvö alls 1,5 milljónir en glerhjúparnir tveir umhverfis pálmatrén munu kosta 43 milljónir hver.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 5 dögum

Össur segir Guðlaug Þór hafa farið viljandi með rangt mál – „Bókstaflega skrældur í tætlur eins og hýði af gamalli kartöflu“

Össur segir Guðlaug Þór hafa farið viljandi með rangt mál – „Bókstaflega skrældur í tætlur eins og hýði af gamalli kartöflu“
Eyjan
Fyrir 6 dögum

Stefán horfir til baka – „Við vorum alltaf að slást hvert við annað“

Stefán horfir til baka – „Við vorum alltaf að slást hvert við annað“
Eyjan
Fyrir 1 viku

Orðið á götunni: Tvær flugur slegnar í einu höggi – leiðin út fyrir Guðlaug Þór?

Orðið á götunni: Tvær flugur slegnar í einu höggi – leiðin út fyrir Guðlaug Þór?
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Nína Richter skrifar: Ozzy er dáinn – en trendar hann?

Nína Richter skrifar: Ozzy er dáinn – en trendar hann?
Eyjan
Fyrir 1 viku

Orðið á götunni: Samfylkingin og Viðreisn á flugi í nýrri skoðanakönnun – málþófsminnihlutanum refsað

Orðið á götunni: Samfylkingin og Viðreisn á flugi í nýrri skoðanakönnun – málþófsminnihlutanum refsað
Eyjan
Fyrir 1 viku

Jón Gnarr tjáir sig um besta vininn – „Vekur gjarnan aðdáun og áhuga hjá fólki“

Jón Gnarr tjáir sig um besta vininn – „Vekur gjarnan aðdáun og áhuga hjá fólki“
Eyjan
Fyrir 1 viku

Vilhjálmur vill vísa árásármanni Eyþórs úr landi – „Þessi framkoma gagnvart okkar friðsæla samfélagi er til skammar“

Vilhjálmur vill vísa árásármanni Eyþórs úr landi – „Þessi framkoma gagnvart okkar friðsæla samfélagi er til skammar“