fbpx
Miðvikudagur 30.apríl 2025
Eyjan

Þú trúir því aldrei hvað Svanhildur Hólm fann í stólnum sínum: „Mér leið svolítið eins og ég væri í uppgrefti“

Ragna Gestsdóttir
Fimmtudaginn 17. janúar 2019 14:15

Svanhildur Hólm.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Það er gott til þess að vita að til séu nýtnir embættismenn sem líða ekki neins konar bruðl og sóun á almannafé. Meira mætti vera til af þeim. Einn slíkur virðist hafa verið starfandi í fjármálaráðuneytinu fyrir um áratug, samkvæmt orðum Svanhildur Hólm Valsdóttur, aðstoðarmanns fjármálaráðherra. Hún segir á Facebook að hún hafi lengi velt því fyrir sér hvort hún ætti að biðja um nýjan skrifborðsstól í vinnunni, þar sem stóllinn hennar sé ekki sérlega þægilegur, hann sé allur laus í sér, með lélegan bakstuðning og takmarkaða stillimöguleika.

„Fyrir nokkrum dögum sest ég í stólinn, halla mér aftur og finnst hann fram úr hófi óþægilegur. Uppgötva að áklæðið er laust frá og allt einhvern veginn gengið til, svo ég fer að skoða þetta betur og sé þá að einhver framtakssamur forveri minn á stólnum hefur gert á honum ákveðnar endurbætur.“

segir Svanhildur og greinir frá stórmerkilegum fornleifauppgreftri sínum í sjálfum skrifborðsstólnum sem hún fékk í té er hún hóf störf í ráðuneytinu:

„Mig hefur alltaf langað til að verða fornleifafræðingur og mér leið svolítið eins og ég væri í uppgrefti, þegar ég togaði tvær bækur út úr stólbakinu. Fjárlagafrumvarp fyrir árið 2007 og Árbók Slysavarnarfélagsins Landsbjargar frá 2009 – enn í plastinu. Viðtakandi: Steingrímur J. Sigfússon. (Hann getur nálgast bókina hjá mér. Ég hugsa að það sé aðeins rólegra hjá honum núna en þegar hún var send.) Það væri gaman að vita hver hefur bjargað bakinu á sér, sennilega fyrir áratug, með þessum aðgerðum, og stuðlað að betri nýtingu skattfjár. Án bókanna er stóllinn nefnilega alveg glataður. Ég lýsi því eftir höfundi bakstuðningsumbóta – og nýjum stól.“

Stólinn hefur Svanhildur verið með síðan vorið 2013 og kannski tími til kominn að hún fái almennilegan bakstuðning. 

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 3 dögum

Ásmundur sendir flokksfélögum sínum pillu – „Forystan hér í bæ kom mér út af listanum“

Ásmundur sendir flokksfélögum sínum pillu – „Forystan hér í bæ kom mér út af listanum“
EyjanFastir pennar
Fyrir 3 dögum

Sigmundur Ernir skrifar: Ótti íhaldsaflanna við vit og vísindi

Sigmundur Ernir skrifar: Ótti íhaldsaflanna við vit og vísindi
Eyjan
Fyrir 5 dögum

Orðið á götunni: Margir vilja Guðlaug Þór í forystu í borginni – út með alla núverandi borgarfulltrúa Sjálfstæðisflokksins

Orðið á götunni: Margir vilja Guðlaug Þór í forystu í borginni – út með alla núverandi borgarfulltrúa Sjálfstæðisflokksins
EyjanFastir pennar
Fyrir 6 dögum

Þorsteinn Pálsson skrifar: Himinninn er að hrynja

Þorsteinn Pálsson skrifar: Himinninn er að hrynja
Eyjan
Fyrir 1 viku

Ole Anton Bieltvedt skrifar: Bláeygðu börnin á Íslandi

Ole Anton Bieltvedt skrifar: Bláeygðu börnin á Íslandi
Eyjan
Fyrir 1 viku

Hanna Katrín: Leiðréttingin risaskref í átt til verðmætasköpunar fyrir samfélagið

Hanna Katrín: Leiðréttingin risaskref í átt til verðmætasköpunar fyrir samfélagið
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Óttar Guðmundsson skrifar: Egill afi og Grettir taka stúdentinn

Óttar Guðmundsson skrifar: Egill afi og Grettir taka stúdentinn
Eyjan
Fyrir 1 viku

Hanna Katrín: Verðum að koma okkur upp úr þessum hjólförum

Hanna Katrín: Verðum að koma okkur upp úr þessum hjólförum