fbpx
Þriðjudagur 21.september 2021
Eyjan

Færri 19 ára nemendur í skóla

Ritstjórn Eyjunnar
Fimmtudaginn 19. september 2019 10:05

Mynd/DV

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Skólasókn 19 ára nemenda í skólum ofan grunnskóla minnkaði úr 68,4% haustið 2017 í 59,9% haustið 2018 en skólasókn sýnir hlutfall nemenda af viðkomandi aldurshópi. Þetta kemur fram á vef Hagstofu Íslands.

Fækkunin tengist að líkindum styttingu náms til stúdentsprófs og bendir til þess að ekki fari allir þeir nemendur, sem hafa lokið stúdentsprófi eftir þrjú ár beint í háskólanám. Hlutfall 19 ára og yngri hefur þó hækkað umtalsvert á háskólastigi, eða úr 4,3% árið 2017 í 10,8% árið 2018. Skólasókn 20 ára á háskólastigi hækkaði hins vegar minna, eða úr 19,0% í 20,8% sömu ár.

Skólasókn 16 ára nemenda var 94,8% haustið 2018, sem er lítið breytt frá árinu áður, en minni en árin 2011–2015 þegar hún fór hæst í 95,5%. Skólasókn haustið 2018 minnkaði meðal drengja en óx meðal stúlkna þegar miðað er við haustið 2017 og var 93,8% hjá drengjum en 95,8% hjá stúlkum.

Skólasókn kvenna var meiri en karla í öllum árgöngum 16–29 ára að 19 ára nemendum undanskildum. Ef eingöngu er litið á nemendur á framhaldsskólastigi voru karlar hlutfallslega fleiri en konur frá 19 ára aldri, sem gefur vísbendingu um að á þeim aldri séu margar konur búnar að ljúka framhaldsskóla en karlarnir ekki. Undanfarin ár hefur 20 ára verið yngsti árgangurinn þar sem karlar voru fleiri en konur í námi á framhaldskólastigi en árið 2018 hafði það færst niður í 19 ára árganginn.

Nemendum fjölgaði á háskólastigi en fækkaði á öðrum skólastigum
Sé hins vegar horft til fjölda nemenda, þá voru nemendur á skólastigum ofan grunnskóla 40.977 haustið 2018, rúmlega 600 færri en árið áður. Nemendum fækkaði á framhaldsskólastigi, viðbótarstigi og doktorsstigi en nemendum á háskólastigi neðan doktorsstigs fjölgaði töluvert.

Á framhaldsskólastigi stunduðu 21.488 nemendur nám og fækkaði um 4,1% frá hausti 2017. Karlar voru í meirihluta nemenda, eða 51,8%. Á háskólastigi í heild voru 18.346 nemendur sem er fjölgun um 2,4% frá fyrra ári. Fjölgunin varð eingöngu meðal kvenna sem fjölgaði um 4,4% og voru þær 64,7% háskólanemenda haustið 2018. Körlum í háskólanámi fækkaði lítillega, um 0,9%. Nemendum á doktorsstigi fækkaði um 60 frá hausti 2017 (-9,4%) og voru 577 talsins haustið 2018.

Rúmlega þrír af hverjum tíu nemendum á framhaldsskólastigi í starfsnámi
Rúmlega þrír af hverjum tíu nemendum á framhaldsskólastigi voru í starfsnámi haustið 2018 sem er svipaður fjöldi og árið áður en 69,3% nemenda stunduðu nám á bóknámsbrautum. Hlutfall nema í starfsnámi haustið 2018 var mun hærra meðal karla en kvenna, eða 39,3% á móti 21,5% hjá konum og jókst bilið á milli kynjanna frá 2017 til 2018.

Háskólanemum fjölgar á sviði menntunar
Langflestir háskóla- og doktorsnemar sóttu nám á sviði félagsvísinda, viðskipta og lögfræði haustið 2018, eða 6.332 nemendur. Næstflestir nemendur voru á sviði heilbrigðis og velferðar, 2.717. Þar á eftir koma menntun (2.427); hugvísindi og listir (2.273) og raunvísindi, stærðfræði og tölvunarfræði (2.042). Hlutfallsleg fjölgun háskólanema frá 2017 til 2018 varð öll á sviði menntunar og fjölgaði úr 12,4% árið 2017 í 13,2% 2018.

Á háskóla- og doktorsstigi voru konur fleiri en karlar á öllum námssviðum nema á sviði raunvísinda, stærðfræði og tölvunar¬fræði sem og í verkfræði, framleiðslu og mannvirkjagerð. Hlutfallslega voru konur flestar á sviði heilbrigðis og velferðar en þar voru þær 84,7% nemenda og 81,1% nemenda á sviði menntunar. Á sviði raunvísinda, stærðfræði og tölvunarfræði voru konur hlutfallslega fæstar eða 38,1% nemenda og 39,6% á sviði verkfræði, framleiðslu og mannvirkjagerðar.

Rúmlega þriðji hver nemandi í doktorsnámi hefur erlent ríkisfang
Haustið 2018 var meira en þriðjungur doktorsnema með erlent ríkisfang, 210 nemendur, 36,4%, og hefur þeim fjölgað síðustu ár. Íslenskir doktorsnemar voru 367 en 106 voru frá öðrum Evrópulöndum en Norðurlöndunum, 51 frá Asíu, 25 frá Ameríku, 17 frá Norðurlöndunum en færri frá Afríku og Eyjaálfu. Erlendir doktorsnemar voru hlutfallslega flestir á sviði raunvísinda, stærðfræði og tölvunarfræði, þar sem þeir voru 66,9% doktorsnema, og í verkfræði, framleiðslu og mannvirkjagerð, þar sem þeir voru 61,4% doktorsnema.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Í gær

Geggjað vöfflupartí hjá VG eftir sögulega gönguferð

Geggjað vöfflupartí hjá VG eftir sögulega gönguferð
Eyjan
Í gær

Er uppáhalds „leiðindaskarfur“ Sjálfstæðismanna á útleið? Sjáðu nýstárlega kosningaauglýsingu Brynjars

Er uppáhalds „leiðindaskarfur“ Sjálfstæðismanna á útleið? Sjáðu nýstárlega kosningaauglýsingu Brynjars
Eyjan
Fyrir 3 dögum

Tómas Ellert hellir sér yfir Guðna Ágústsson – „Hér er um að ræða vel skipulagða og stigmagnandi rógsherferð í minn garð“

Tómas Ellert hellir sér yfir Guðna Ágústsson – „Hér er um að ræða vel skipulagða og stigmagnandi rógsherferð í minn garð“
Eyjan
Fyrir 3 dögum

Ragnar segir íslenskt fyrirtæki hafa keypt hlutabréf á 20 þúsund krónur og selt á tæplega hálfan milljarð

Ragnar segir íslenskt fyrirtæki hafa keypt hlutabréf á 20 þúsund krónur og selt á tæplega hálfan milljarð
Eyjan
Fyrir 4 dögum

Aðalheiður segir að ekkert sé að óttast við ESB-aðild

Aðalheiður segir að ekkert sé að óttast við ESB-aðild
Eyjan
Fyrir 4 dögum

Ole segir Framsóknarflokkinn vera gamlan og steinrunninn bændaflokk sem standi fyrir einangrunarstefnu og kyrrstöðu

Ole segir Framsóknarflokkinn vera gamlan og steinrunninn bændaflokk sem standi fyrir einangrunarstefnu og kyrrstöðu