fbpx
Föstudagur 26.apríl 2024
Eyjan

Erfitt að vera sonur Gunnars Braga – Ásmundur hefur grátið í koddann: „Þú venst ekkert svona“

Ritstjórn Eyjunnar
Þriðjudaginn 17. september 2019 19:49

Skjáskot: Ísland í dag - Samsett mynd

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

„Ég hélt fyrst að þetta myndi venjast, en svo kemst maður að því að þú venst ekkert svona umtali eða svona ljótum skrifum eins og sumir viðhafa. Þetta er fámennur hópur en hávær.“

Þetta segir Róbert Smári Gunnarsson, sonur Gunnars Braga Sveinssonar, þingmanns Miðflokksins. Í Íslandi í dag segir hann frá því hvernig fjölskylda hans upplifir óvægna umræðu í athugasemdakerfum fjölmiðla, ekki síður í ljósi Klaustursmálsins margumtalaða.

Róbert segir föður sinn vera óneitanlega umdeildan en að það sé bæði átakanlegt og erfitt að vera sonur manns sem er jafn umdeildur og Gunnar Bragi. „Það er ekkert auðvelt að heyra hann kallaðan öllum illum nöfnum án þess að það fari í mann, það er ekki auðvelt að heyra hann kallaðan ómenni, viðbjóð, skíthæl, níðing og ofbeldismann.“ segir Róbert.
„Með tilkomu stöðugrar tækniþróunar er alltaf auðveldara og auðveldara að koma skoðun sinni á framfæri, en þá þarf hún að vera málefnaleg.“

Róbert segir áhrif umtalsins í garð föður síns hafa þau áhrif að hann lokaði Facebook-síðu sinni og hélt sér frá fréttamiðlum yfirhöfuð. Aðspurður hvernig hann brást við Klaustursmálinu segir Róbert fjölskylduna hafa tekið öðruvísi á málinu en almenningur. „Fyrst og fremst voru þetta vonbrigði, en þetta birtist manni allt öðruvísi sem fjölskyldumeðlimur. Það eru allt aðrar tilfinningar,“ segir hann. „Þetta er fjölskyldufaðir, þetta er afi og við sjáum hann þannig.“

Róbert segir það hafa hvarflað að sér hvort lífið væri betra ef pabbi hans gegndi öðru starfi. Hann telur sjálfur ólíklegt að hann muni sækjast í feril í stjórnmálum, sökum þess að hann telur umhverfi stjórnmálamanna vera óheillandi.

„Kröfuharður og af gamla skólanum“

Ísland í dag ræddi einnig við dóttur Bjarna Benediktssonar, Margréti, og Magnús Karl, son Ásmundar Friðrikssonar.

Að sögn Margrétar hefur umræðan um Bjarna áhrif á hana en hún segist ekki lesa athugasemdir í fréttum sem tengjast föður hennar. Hún segir athugasemdakerfi almennt vera mannskemmandi. Einnig segir hún myndina sem hún dregur af Bjarna hennar ekki vera þá sömu og ríkir í fjölmiðlum.

Margrét segist vera yfirleitt sammála föður sínum hvað pólitík varðar og bætir við að umræðan um opinberar persónur hefur versnað eftir hrun.

Þá fullyrðir Magnús að Ásmundur sé „kröfuharður og af gamla skólanum.“

Hann er ekki alltaf sammála föður sínum þegar kemur að atvinnugreininni hans en Magnús hefur afar jákvæða mynd af honum að hans sögn. „Pabbi er mitt mesta átrúnaðargoð,“ segir Magnús, sem segist sjá fyrir sér feril í stjórnmálum. Ekki hefur þó verið auðvelt hjá honum að horfa upp á föður sinn í umdeildu ljósi.

„Pabbi hefur sjálfur sagt mér að hann hafi grátið í koddann, en ég reyni að taka þessu af mikilli yfirvegun það hjálpar sérstaklega að vera ekkert sérstaklega skuldbundinn tilfinningalega einhverri fjölmiðlaumfjöllun eða ímynduðu almenningsáliti,“ segir Magnús.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 3 dögum

Halla Hrund stóreykur fylgi sitt – Mælist með meira fylgi en Jón Gnarr

Halla Hrund stóreykur fylgi sitt – Mælist með meira fylgi en Jón Gnarr
EyjanFastir pennar
Fyrir 4 dögum

Björn Jón skrifar: Ótrúlegur árangur íslenskra tæknifyrirtækja

Björn Jón skrifar: Ótrúlegur árangur íslenskra tæknifyrirtækja
Eyjan
Fyrir 5 dögum

Framsókn baunar á Samfylkinguna sem undirbýr að taka við stjórnartaumunum

Framsókn baunar á Samfylkinguna sem undirbýr að taka við stjórnartaumunum
Eyjan
Fyrir 5 dögum

Segja tillögu Einars fela í sér „afarkjör“ og hafa verið laumað að

Segja tillögu Einars fela í sér „afarkjör“ og hafa verið laumað að
Eyjan
Fyrir 6 dögum

Sigurjón skammar smákóngana í stjórnsýslunni – „Það vita allir í kerfinu af þessari fyrirstöðu en aldrei skal hróflað við Smákónginum“

Sigurjón skammar smákóngana í stjórnsýslunni – „Það vita allir í kerfinu af þessari fyrirstöðu en aldrei skal hróflað við Smákónginum“
Eyjan
Fyrir 6 dögum

Lindarhvoll: Leyndarhyggjan enn við lýði – svör berast seint, illa eða ekki

Lindarhvoll: Leyndarhyggjan enn við lýði – svör berast seint, illa eða ekki