fbpx
Fimmtudagur 02.október 2025
Eyjan

Brynjar: „Það vita ekki allir að til er enn merkilegri staða innan flokksins“

Ritstjórn Eyjunnar
Föstudaginn 13. september 2019 09:19

Ljósmynd: Hanna

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Brynjar Níelsson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, tjáir sig um kosninguna í embætti ritara Sjálfstæðisflokksins sem fram fer á morgun. Þar er rætt um tveggja hesta kapphlaup, milli Jóns Gunnarssonar og Áslaugar Huldu Jónsdóttur, forseta bæjarstjórnar Garðabæjar, en þau Eyþór Arnalds, oddviti Sjálfstæðismanna í Reykjavík og Vala Pálsdóttir, formaður Landsambands Sjálfstæðiskvenna, hafa bæði hætt við framboð.

Brynjar, sem áður hefur sagt að fyrr lægi hann dauður en að taka við ritaraembættinu af Áslaugu Örnu Sigurbjörnsdóttur, nýskipuðum dómsmálaráðherra, stöðu sem Brynjar sjálfur var orðaður við, virðist fullur kaldhæðni í garð ritaraembættisins. Þá virðist sem Brynjar tjái sig um stöðu sína innan Sjálfstæðisflokksins, en hann hefur löngum sóst eftir ráðherrastöðu, en ekki fengið, ekki frekar en Páll Magnússon, sem hefur lýst yfir óánægju sinni með stöðu mála:

„Nú á að kjósa nýjan ritara Sjálfstæðisflokksins um helgina, sem er mikilvægt og merkilegt djobb. Þar keppa fýldur miðaldra karl og ung kona úr Garðabæ. En það vita ekki allir að til er enn merkilegri staða innan flokksins, sem er “næstum því ráðherra”. Í hana hefur verið sjálfkjörið seinustu ár.“

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

EyjanFastir pennar
Fyrir 3 dögum

Svarthöfði skrifar: Þykir engum vænt um Stefán Einar og Morgunblaðið?

Svarthöfði skrifar: Þykir engum vænt um Stefán Einar og Morgunblaðið?
Eyjan
Fyrir 3 dögum

Daði Már Kristófersson: Hvatinn til að gera betur er veikur hjá hinu opinbera

Daði Már Kristófersson: Hvatinn til að gera betur er veikur hjá hinu opinbera
Eyjan
Fyrir 5 dögum

Orðið á götunni: Ólíkt hafast þeir að Guðmundur í Brim og Binni blanki

Orðið á götunni: Ólíkt hafast þeir að Guðmundur í Brim og Binni blanki
EyjanFastir pennar
Fyrir 5 dögum

Sigmundur Ernir skrifar: Frelsi er sumsé fyrir þá heppnu og útvöldu!

Sigmundur Ernir skrifar: Frelsi er sumsé fyrir þá heppnu og útvöldu!
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Þorsteinn Pálsson skrifar: Tíðindalaus uppskeruhátíð eða hvað

Þorsteinn Pálsson skrifar: Tíðindalaus uppskeruhátíð eða hvað
Eyjan
Fyrir 1 viku

Orðið á götunni: Leiðir fyrrum formaður Stúdentaráðs lista Viðreisnar í Reykjavík?

Orðið á götunni: Leiðir fyrrum formaður Stúdentaráðs lista Viðreisnar í Reykjavík?