fbpx
Laugardagur 11.júlí 2020
Eyjan

Bjarni og Björn takast á um fjárlagafrumvarp: „Ekkert sem er hægt að kalla tekjuskattslækkun í þessu fjárlagafrumvarpi“

Eyjan
Laugardaginn 7. september 2019 19:51

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Bjarni Benediktsson, fjármálaráðherra, svarar fyrir gagnrýni þingmannana Bjarnar Levís Gunnarssonar og Ólafs Ísleifssonar á fjárlagafrumvarpi í færslu á Facebook. Í frétt RÚV var greint frá gagnrýni þeirra Ólafs og Bjarnar þar sem þeir sögðu mikla annmarka á fjárlagafrumvarpinu.

Ólafur hélt því fram í frétt RÚV að til stæði að afnema samsköttun hjóna og sambýlinga. Þetta segir Bjarni að sé hreinlega rangt. Einnig sé rangt að lækkun persónuafsláttar eigi eftir að bitna fólki í hlutastörfum, líkt og Björn Leví hélt fram.

„Það er aldrei við því að búast að tillögur til breytinga, í þessu tilviki lækkunar á sköttum, verði óumdeildar. Það er hins vegar mikilvægt að það sé ekki haldið á lofti staðreyndavillum og þær notaðar sem grundvöllur umræðunnar. Um þessa frétt vil ég segja þetta:

-það er rangt að til standi að breyta reglum um samsköttun hjóna, hjón geta áfram samnýtt persónuafslátt og reglur um samnýtingu skattþreps verða óbreyttar

-lækkun persónuafsláttar skilur engan eftir og bitnar ekki á neinum því það er allt unnið upp með nýju lægsta þrepi og frítekumarkið fylgir verðlagi

-hvort sem fólk er í hlutastarfi eða fullu starfi á lágum launum nýtur það góðs af lækkun tekjuskatts, þetta er reyndar hópurinn sem fær mesta skattalækkun

Að öðru leyti geti ég tekið undir þegar það er sagt mikilvægt að leita leiða til að lækka skatta enn frekar. Sá málflutningur er hins vegar ósannfærandi þegar menn lýsa á sama tíma áhyggjum af því að dæmið gangi ekki upp, að forsendur séu of bjartsýnar.“

Að vanda spruttu upp umræður við færslu Bjarna. Þar ítrekar Björn Leví gagnrýni sína. „Lækkun persónuafsláttar gerir það víst fyrir árið 2020, sem er sko fjárlagaárið sem er verið að tala um. Það er meira að segja skattahækkun fyrir alla sem eru með tekjur rétt um fyrsta þrepið“

Bjarni hins vegar heldur því fram að skattabreytingarnra muni helst koma þeim til góða sem lægstu tekjurnar hafi, slíkt sé í samræmi við lífskjarasamningana frægu. “ Skattalækkunin er mest fyrir tekjulága 120.000 kr. á ári. Í þessum hópi eru mjög stórir hópar fólks með lágar tekjur á vinnumarkaði en einnig lífeyrisþegar.“

Björn Leví heldur því þó fram að um sé að ræða eiginlega skattahækkun á þá tekjulægstu. „Skattahækkunin árið 2020 fyrir um 350 þús í tekjur er um 300 kr, út af lækkun persónuafsláttar.“ Björn gengur skrefinu lengra og heldur því fram að í frumvarpinu sé hreinlega ekki neitt að finna sem kalla megi tekjuskattslækkun. Hins vegar sé loforð um slíka árið 2021, árið sem næst verður gengið til Alþingiskosninga.

„Það er ekkert sem er hægt að kalla tekjuskattslækkun í þessu fjárlagafrumvarpi fyrir árið 2020. Það eru loforð um slíkt fyrir 2021 vissulega. Kosningaár og svoleiðis auðvitað.“

 

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Katrín svarar Kára

Ekki missa af

Eyjan
Fyrir 3 dögum

Kennir Sjálfstæðisflokknum um Káraklúðrið

Kennir Sjálfstæðisflokknum um Káraklúðrið
Eyjan
Fyrir 4 dögum

Fangelsinu á Akureyri lokað til að nýta peningana betur annars staðar

Fangelsinu á Akureyri lokað til að nýta peningana betur annars staðar
Eyjan
Fyrir 6 dögum

Pútín birti grein í Morgunblaðinu

Pútín birti grein í Morgunblaðinu
Eyjan
Fyrir 6 dögum

Skera verður niður óþarfa kostnað vegna Covid-19 kreppunnar

Skera verður niður óþarfa kostnað vegna Covid-19 kreppunnar
Eyjan
Fyrir 1 viku

Ragnar vill svör – „Á meðan þingheimur sleikir sólina sleikir þjóðin sárin“

Ragnar vill svör – „Á meðan þingheimur sleikir sólina sleikir þjóðin sárin“
Eyjan
Fyrir 1 viku

Dvínandi stuðningur við ríkisstjórnina en þó meirihluti

Dvínandi stuðningur við ríkisstjórnina en þó meirihluti