fbpx
Sunnudagur 19.október 2025
Eyjan

Helgi bauð Rögnu velkomna er hann kvaddi Alþingi: „Maðurinn er stofnun í sjálfu sér“

Ritstjórn Eyjunnar
Föstudaginn 30. ágúst 2019 15:41

Helgi afhendir Rögnu lyklana Mynd-Eyþór

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Helgi Bernódusson, fráfarandi skrifstofustjóri Alþingis, lýkur störfum nú um mánaðamótin og kvaddi starfsfólk þingsins í Skála Alþingis í dag við hátíðlega athöfn. Hann afhenti Rögnu Árnadóttur, sem tekur við starfi skrifstofustjóra 1. september, lyklana að húsakynnum þingsins.

Helgi var ausinn lofi í athöfninni, og Þor­steinn Magnús­son, vara­skrif­stofu­stjóri, sagði í gamansömum tón að Helgi væri nú eng­inn venju­leg­ur maður:

„Hann er stofnun í sjálfu sér“  (He’s an instituti­on in him self“)

Bætti hann við að Helgi og Alþingi væru órjúf­an­leg heild.

Helgi Bernódusson, sem varð sjötugur nú í ágústmánuði, hefur starfað á skrifstofu Alþingis óslitið í 36 ár. Hann var ráðinn skrifstofustjóri Alþingis í janúar 2005 en var áður aðstoðarskrifstofustjóri Alþingis frá 1996. Frá 1989 til 1996 var hann forstöðumaður þingmálasviðs og staðgengill skrifstofustjóra frá 1993. Helgi var í fullu starfi hjá Alþingi frá því hann var ráðinn deildarstjóri á skrifstofu þingsins 1983, en hann var enn fremur í hlutastarfi hjá Alþingi 1973–1978 samhliða námi.

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 4 dögum

Einar vill leiða lista Miðflokksins í Kópavogi

Einar vill leiða lista Miðflokksins í Kópavogi
Eyjan
Fyrir 4 dögum

Snorri komst óheppilega að orði á Alþingi og reyndi að bjarga sér fyrir horn

Snorri komst óheppilega að orði á Alþingi og reyndi að bjarga sér fyrir horn
Eyjan
Fyrir 6 dögum

Orðið á götunni: Mikill titringur innan Framsóknar – sótt að Sigurði Inga

Orðið á götunni: Mikill titringur innan Framsóknar – sótt að Sigurði Inga
Eyjan
Fyrir 1 viku

Bergþór hættir við framboð varaformanns – „Verð blóðugur upp að öxlum í þinginu“

Bergþór hættir við framboð varaformanns – „Verð blóðugur upp að öxlum í þinginu“
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Nína Richter skrifar: Bréf frá „Fuckboy“

Nína Richter skrifar: Bréf frá „Fuckboy“
Eyjan
Fyrir 1 viku

Dagur B. Eggertsson: Sjálfstæðismenn tala gegn betri vitund – tillaga Guðlaugs Þórs tefur Sundabraut um mörg ár eða sópar út af borðinu

Dagur B. Eggertsson: Sjálfstæðismenn tala gegn betri vitund – tillaga Guðlaugs Þórs tefur Sundabraut um mörg ár eða sópar út af borðinu
Eyjan
Fyrir 1 viku

Snorri með ákall: „Tel að nú geti farið í hönd tími sögulegrar sóknar fyrir Miðflokkinn“

Snorri með ákall: „Tel að nú geti farið í hönd tími sögulegrar sóknar fyrir Miðflokkinn“
Eyjan
Fyrir 1 viku

Sigurður Hólmar skrifar: Gagnsæi á kostnað fatlaðra og aldraðra

Sigurður Hólmar skrifar: Gagnsæi á kostnað fatlaðra og aldraðra