fbpx
Fimmtudagur 01.maí 2025
Eyjan

Brynjar: „Veltir maður fyrir sér hver er fasistinn í sögunni“

Ritstjórn Eyjunnar
Föstudaginn 30. ágúst 2019 14:04

Brynjar Níelsson

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Brynjar Níelsson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, skrifar um fólk sem hneigist til pólitískrar rétthugsunar í færslu á Facebook í dag. Brynjar, sem er þekktur fyrir töluverða kaldhæðni í skrifum sínum, nefnir þann hóp „frjálslynt fólk“ og segir það ekki telja pláss fyrir nema eina skoðun á einhverju málefni:

„Nú er svo komið hjá frjálslynda fólkinu að aðeins er leyfð ein skoðun á hverju málefni. Allir verða að vera eins og hegða sér eins. Svei þeim sem eru á öndverði skoðun um fóstureyðingar, kynrænt sjálfræði, femínisma, umhverfismálum, stefnu í innflytjendamálum svo ekki sé talað um þá sem hafa efasemdir um hlýnun af mannavöldum sem leiði til endaloka mannkyns á næstu árum. Slíkt þurfi að gera refsivert eins og fyrir þá sem afneita helförinni,“

segir Brynjar og bætir við að hið svonefnda frjálslynda fólk vilji útskúfa þá sem viðra aðrar skoðanir og sé þar með orðið að því sem þau berjist gegn:

„Þeir sem hafa aðra skoðun á þessum málum þarf að útskúfa með öllum tiltækum ráðum. Ef það er ekki hægt þarf að mótmæla þessu fólki vogi það sér að koma til landsins. Merkilegt er að þetta fólk með „röngu“ skoðunina er ekki með þessa útskúfunartilburði og mótmæli gegn þeim með aðra skoðun. Því veltir maður fyrir sér hver er fasistinn í sögunni,“

segir Brynjar og gæti verið að vísa til þeirra sem hafa mótmælt komu Mike Pence, varaforseta Bandaríkjanna, hingað til lands.

Þá segir Brynjar að slíkt fólk er hann lýsir, tapi kímnigáfunni í kjölfarið:

„Fólk sem leyfir engin frávik frá pólitískri rétthugsun tapar óhjákvæmilega allri kímnigáfu og skopskyni. Held að það sé hættulegra fyrir mannkynið en hlýnun jarðar.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 3 dögum

Ole Anton Bieltvedt skrifar: Dýralæknar, starfseiður þeirra og blóðmerahaldið

Ole Anton Bieltvedt skrifar: Dýralæknar, starfseiður þeirra og blóðmerahaldið
Eyjan
Fyrir 4 dögum

Ásmundur sendir flokksfélögum sínum pillu – „Forystan hér í bæ kom mér út af listanum“

Ásmundur sendir flokksfélögum sínum pillu – „Forystan hér í bæ kom mér út af listanum“
Eyjan
Fyrir 6 dögum

Hanna Katrín Friðriksson: Landbúnaður getur blómstrað – má ekki víkja um of frá lögmálum markaðarins

Hanna Katrín Friðriksson: Landbúnaður getur blómstrað – má ekki víkja um of frá lögmálum markaðarins
Eyjan
Fyrir 6 dögum

Orðið á götunni: Margir vilja Guðlaug Þór í forystu í borginni – út með alla núverandi borgarfulltrúa Sjálfstæðisflokksins

Orðið á götunni: Margir vilja Guðlaug Þór í forystu í borginni – út með alla núverandi borgarfulltrúa Sjálfstæðisflokksins
Eyjan
Fyrir 1 viku

Hanna Katrín: Veiðigjöld eiga ekki að byggja á innanhússverði hjá fiskvinnslu og veiðum sem eru undir sama hatti

Hanna Katrín: Veiðigjöld eiga ekki að byggja á innanhússverði hjá fiskvinnslu og veiðum sem eru undir sama hatti
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Óttar Guðmundsson skrifar: Egill afi og Grettir taka stúdentinn

Óttar Guðmundsson skrifar: Egill afi og Grettir taka stúdentinn