fbpx
Mánudagur 11.ágúst 2025
Eyjan

Styrmir um þingmenn stjórnarflokkanna: „Sjá fram á að þingferill þeirra muni fá skjótan endi“

Ritstjórn Eyjunnar
Þriðjudaginn 27. ágúst 2019 16:14

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Styrmir Gunnarsson, orkupakkaandstæðingur og fyrrverandi ritstjóri Morgunblaðsins, spáir þeim stjórnarliðum sem samþykkja þriðja orkupakkann, snautlegum örlögum í pólitík að loknum næstu kosningum:

„Það gætir vaxandi titrings í þingflokkum stjórnarflokkanna, sérstaklega Sjálfstæðisflokks og Framsóknarflokks, hjá einstaka þingmönnum vegna orkupakkans. Ástæðan er sú, að þeir sjá fram á að þingferill þeirra muni fá skjótan endi, þegar kemur að næstu þingkosningum,“

segir Styrmir og bætir við:

„Í sumum tilvikum vegna þess að kjósendur í prófkjörum flokkanna verði ekki tilbúnir til að veita þeim brautargengi og í öðrum tilvikum, að flokkar þeirra muni verða fyrir áfalli í næstu þingkosningum og þeir ekki ná endurkjöri af þeim sökum.“

 Ráðherraspenna

Styrmir segir ólgu innan Sjálfstæðisflokksins, ekki bara vegna OP3 heldur líka vegna væntanlegs dómsmálaráðherra, sem skipaður verður í byrjun næsta mánaðar:

„Innan þingflokks Sjálfstæðisflokksins bætist svo við spenna vegna væntanlegrar tilnefningar á nýjum ráðherra. Við þetta bætast svo nýjar vangaveltur um það, hvort hugsanlegt sé að einstakir þingmenn stjórnarflokkanna muni einfaldlega skerast úr leik þannig að ríkisstjórnin missi starfhæfan meirihluta á Alþingi og ástæðan er meiri andstaða meðal einstakra þingmanna við orkupakkann en vitað hefur verið um til þessa. Það er því umtalsverð ólga í grautarpotti stjórnmálanna á Alþingi.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 1 viku

Kolla hlustaði á tvo áhyggjufulla Sjálfstæðismenn tala um flokkinn sinn – „Voru þeir að gera nokkuð sem þeim féll greinilega þungt“

Kolla hlustaði á tvo áhyggjufulla Sjálfstæðismenn tala um flokkinn sinn – „Voru þeir að gera nokkuð sem þeim féll greinilega þungt“
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Sigmundur Ernir skrifar: Hræðslan við breytingar er íhaldinu ofviða

Sigmundur Ernir skrifar: Hræðslan við breytingar er íhaldinu ofviða
EyjanFastir pennar
Fyrir 2 vikum

Sigmundur Ernir skrifar: Við erum enn á móti litasjónvarpi

Sigmundur Ernir skrifar: Við erum enn á móti litasjónvarpi
EyjanFastir pennar
Fyrir 2 vikum

Óttar Guðmundsson skrifar: Æskuást

Óttar Guðmundsson skrifar: Æskuást