fbpx
Miðvikudagur 18.september 2019  |
Eyjan

Fyrsti dagur nýs Seðlabankastjóra: „Ekkert annað starf hefði getað dregið mig út úr háskólanum”

Ágúst Borgþór Sverrisson
Þriðjudaginn 20. ágúst 2019 10:26

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Ásgeir Jónsson hagfræðingur tók formlega við embætti sem Seðlabankastjóri í dag og Már Guðmundsson lét af embætti. Af þessu tilefni gafst fjölmiðlum kostur á ljósmyndatöku í anddyri Seðlabankans og að spyrja nýjan Seðlabankastjóra nokkurra spurninga.

Ásgeir mætti nokkrum mínútum of seint til fundarins og baðst afsökunar á því. Sagðist hann ætla að reyna að temja sér stundvísi framvegis í starfi.

Aðspurður sagði Ásgeir að fyrsta verk hans í starfi væri einfaldlega að koma sér fyrir.

Ásgeir var spurður hvað hann hefði að segja um þá gagnrýni sem heyrst hefði á skipan hans í embætti vegna þess að hann hafi reynst mjög ósannspár um stöðu bankanna í aðdraganda hrunsins. Ásgeir sagðist ekki sjá ástæðu til að tjá sig um það mál. „Í rauninni ekki, en allur minn ferill liggur opinn fyrir,” sagði Ásgeir.

Þá var Ásgeir spurður út í stöðu Samherjamálsins, kæru Þorsteins Más Baldvinssonar á hendur bankans vegna húsleitar bankans í húsakynnum félagsins og rannsóknar vegna meintra brota á gjaldeyrislögum. Ekkert kom út úr þeirri rannsókn og Seðlabankinn hefur verið gagnrýndur harðlega fyrir framgöngu sína gegn Samherja. Ásgeir sagðist ekki sjá ástæðu til að tjá sig um málið að svo stöddu. Um hvort hann hefði sett sig inn í málið svaraði Ásgeir: „Ekki til að ég geti tjáð mig neitt um það við þig, eins og staðan er núna.”

Ásgeir var spurður út í viðhorf sín til upplýsingamála í ljósi þess að bankinn hefur stefnt blaðamanni Fréttablaðsins vegna upplýsinga sem hann býr yfir um mjög háa námsstyrki bankans til tiltekins starfsmanns hans. Ásgeir vildi ekki tjá sig um þetta tiltekna mál en sagðist almennt hlynntur gagnsæi í upplýsingamálum bankans. Hins vegar þyrfti að sjálfsögðu að virða persónuverndarlög í þeim efnum.

Ásgeir lét afar vel af störfum sínum í Háskóla Íslands: „Ekkert annað starf hefði getað dregið mig úr háskólanum,” sagði hann og meinti þar starf seðlabankastjóra. Það hefði verið mjög erfitt að láta af störfum hjá háskólanum.

Ásgeir var spurður hvernig fyrirhuguð sameining Fjármálaeftirlitsins og Seðlabankans legðist í hann. Hann sagði að þær fyrirætlanir leggðust vel í sig enda væru þær unnar samkvæmt tillögum sem  meðal annars hann hefði unnið að.

Varðandi það hvernig maður búi sig undir embætti á borð við starf seðlabankastjóra sagði Ásgeir að hann hefði verið 49 ár að búa sig undir starfið og vísaði þar til aldurs síns. Hann bætti við að hann hefði lært hagfræði í átta ár og starfað síðan lengi í fjármálageiranum. Síðan nefndi hann til störf sín við háskólakennslu.

Már Guðmundsson, fráfarandi seðlabankastjóri, vildi ekkert tjá sig við blaðamann enda talaði hann ekki fyrir hönd bankans lengur. En blaðamaður vildi spyrja hann um hvort hann saknaði starfsins og hvað hann ætlaði að taka sér fyrir hendur. „Ég má ekki skyggja á nýjan seðlabankastjóra,” sagði Már og vildi engu svara.

Sjá myndband hér að neðan:

 

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Ekki missa af

Eyjan
Fyrir 21 klukkutímum

Dómsmálaráðherra vill breytingar hjá lögreglunni – Aukin hagkvæmni og minni yfirstjórn

Dómsmálaráðherra vill breytingar hjá lögreglunni – Aukin hagkvæmni og minni yfirstjórn
Eyjan
Í gær

Fossinn Dynjandi millifærður í ríkisbókhaldinu – „Hver gefur hverjum hvað? Eigum við ekki Rarik? Þjóðin?“

Fossinn Dynjandi millifærður í ríkisbókhaldinu – „Hver gefur hverjum hvað? Eigum við ekki Rarik? Þjóðin?“
Eyjan
Í gær

Segir útreikning fæðingarorlofshækkunar ganga gegn kynjajafnrétti: „Segjum bara 870 þús­und slétt“

Segir útreikning fæðingarorlofshækkunar ganga gegn kynjajafnrétti: „Segjum bara 870 þús­und slétt“
Eyjan
Í gær

Svona vill Gunnar leysa umferðarhnútinn í Reykjavík: „Ættum að geta lifað við þetta“

Svona vill Gunnar leysa umferðarhnútinn í Reykjavík: „Ættum að geta lifað við þetta“
Eyjan
Í gær

Eyþór Arnalds: „ Fuck you, I won´t do what you tell me“

Eyþór Arnalds: „ Fuck you, I won´t do what you tell me“
Eyjan
Í gær

Eftirlitsstofnanir ríkisins þenjast út – Vaxandi útgjöld ár eftir ár

Eftirlitsstofnanir ríkisins þenjast út – Vaxandi útgjöld ár eftir ár