fbpx
Föstudagur 26.apríl 2024
Eyjan

Vilhjálmur bálreiður út í bankana: Vill að þeir „drullist“ til að skila vaxtalækkuninni til neytenda

Ritstjórn Eyjunnar
Fimmtudaginn 15. ágúst 2019 15:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

„Ég skora á viðskiptabankana þrjá að „drullast“ til að skila þessari vaxtalækkun til neytenda og það strax,“ segir Vilhjálmur Birgisson, formaður Verkalýðsfélags Akraness og 1. varaforseti ASÍ.

Vilhjálmur deilir frétt Vísis í morgun þess efnis að Jyske Bank í Danmörku bjóði viðskiptavinum sínum nú húsnæðislán með -0,5 prósenta vöxtum. Þetta þýðir að í hverjum mánuði munu lán lántakenda lækka umfram það sem þeir borga.

Við Íslendingar búum ekki svo vel að bjóðast viðlíka kjör á húsnæðislánunum okkar, þvert á móti.

„Já, það hefur verið lengi vitað að við Íslendingar höfum verið vaxta- og verðtryggingarpínd og það um allanga hríð,“ segir Vilhjálmur sem nefnir þó að það sé algörlega ólíðandi að viðskiptabankarnir þrír skuli ekki skila stýrivaxtalækkun Seðlabankans til neytenda.

„Eins og flestir vita þá er Seðlabankinn búinn að lækka stýrivextina um 0,75% frá því að lífkjarasamningarnir voru undirritaðir. Á sama tíma og þessi stýrivaxtalækkun um 0,75% hefur átt sér stað hafa viðskiptabankarnir einungis lækkað verðtryggðavexti um ca 0,25% sem er eins og áður sagði óþolandi,“ segir Vilhjálmur sem lengi hefur talað gegn verðtryggingu og háum vöxtum hér á landi.

„Mitt mat er að það er ekki hægt að bjóða íslenskum neytendum uppá þessu vitleysu lengur þ.e.a.s. greiða 3,25% vexti og takið eftir verðtryggingu ofan á það og það á sama tíma og verið er að bjóða dönskum neytendum húsnæðislán á neikvæðum vöxtum eða fasta til 30 ára á 0,5% óverðtryggt. Ég skora á viðskiptabankana þrjá að „drullast“ til að skila þessari vaxtalækkun til neytenda og það strax!“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 3 dögum

Halla Hrund stóreykur fylgi sitt – Mælist með meira fylgi en Jón Gnarr

Halla Hrund stóreykur fylgi sitt – Mælist með meira fylgi en Jón Gnarr
EyjanFastir pennar
Fyrir 4 dögum

Björn Jón skrifar: Ótrúlegur árangur íslenskra tæknifyrirtækja

Björn Jón skrifar: Ótrúlegur árangur íslenskra tæknifyrirtækja
Eyjan
Fyrir 5 dögum

Framsókn baunar á Samfylkinguna sem undirbýr að taka við stjórnartaumunum

Framsókn baunar á Samfylkinguna sem undirbýr að taka við stjórnartaumunum
Eyjan
Fyrir 5 dögum

Segja tillögu Einars fela í sér „afarkjör“ og hafa verið laumað að

Segja tillögu Einars fela í sér „afarkjör“ og hafa verið laumað að
Eyjan
Fyrir 6 dögum

Sigurjón skammar smákóngana í stjórnsýslunni – „Það vita allir í kerfinu af þessari fyrirstöðu en aldrei skal hróflað við Smákónginum“

Sigurjón skammar smákóngana í stjórnsýslunni – „Það vita allir í kerfinu af þessari fyrirstöðu en aldrei skal hróflað við Smákónginum“
Eyjan
Fyrir 6 dögum

Lindarhvoll: Leyndarhyggjan enn við lýði – svör berast seint, illa eða ekki

Lindarhvoll: Leyndarhyggjan enn við lýði – svör berast seint, illa eða ekki