fbpx
Mánudagur 14.október 2019  |
Eyjan

Davíð vill auka kosningaþátttöku erlendra ríkisborgara: Aðeins 15 prósent útlendinga sem máttu kjósa nýttu kosningaréttinn

Ágúst Borgþór Sverrisson
Mánudaginn 12. ágúst 2019 15:20

Davíð Stefánsson Skjáskot af Hringbraut úr þættinum Ísland og umheimur

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Í síðustu sveitarstjórnarkosningum nýttu aðeins 15,3% íbúa utan Norðurlanda sem hafa kosningarétt hér á landi þann rétt sinn. Á meðan var þátttökuhlutfall fólks frá Norðurlöndum sem hefur kosningarétt hér á landi rúmlega 50% og kosningaþátttaka í heild var tæp 70%. Þetta kemur fram í leiðara Fréttablaðsins sem ritstjórinn Davíð Stefánsson ritar.

Norðurlandabúar sem hafa átt lögheimili hér á landi í þrjú ár hafa kosningarétt. Íbúar utan Norðurlandanna öðlast þennan rétt eftir að hafa haft lögheimili hér á landi í fimm ár. Davíð hefur miklar áhyggjur af kosningaþátttöku þessa hóps:

„Mögulegar ástæður fyrir þessari litlu þátttöku gætu verið tungumálaörðugleikar, skortur á upplýsingum eða efasemdir sem eiga rætur í upplifun kosninga í heimalandinu vegna spillingar eða annarra þátta.

Efalítið segja einhverjir að lítil þátttaka sé eðlileg því menn ætli að staldra stutt við. En fimm ár eða meira eru talsverð dvöl. Margt þessa fólks hefur dvalið langdvölum hér án þess að nýta kosningaréttinn.

Þessi litla kosningaþátttaka er vondar fréttir fyrir lýðræðislegt samfélag. Það að einungis 15,3 prósent erlendra ríkisborgara kjósi er óæskilegt.

Davíð segir að virkja þurfi stístækkandi hóp innflytjenda í íslensku samfélagi betur. Hvetur hann ráðamenn sveitarfélaga til að huga að þessu vandamáli og stuðla að aukinni þátttöku innflytjenda í næstu sveitarstjórnarkosningum sem verða vorið 2022.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Ekki missa af

Eyjan
Fyrir 13 klukkutímum

Marriott hótelinu seinkar, kostnaður hækkar og ferðamönnum fækkar – „Við höfum engar áhyggjur”

Marriott hótelinu seinkar, kostnaður hækkar og ferðamönnum fækkar – „Við höfum engar áhyggjur”
Eyjan
Fyrir 14 klukkutímum

„Uppfæra þarf íslensk lög svo réttindi barna verði tryggð til að þekkja uppruna sinn“

„Uppfæra þarf íslensk lög svo réttindi barna verði tryggð til að þekkja uppruna sinn“
Eyjan
Fyrir 3 dögum

Brynjar: „Þetta sérfræðingatal fer jafn mikið í taugarnar á mér og þetta svokallaða háskólasamfélag“

Brynjar: „Þetta sérfræðingatal fer jafn mikið í taugarnar á mér og þetta svokallaða háskólasamfélag“
Eyjan
Fyrir 3 dögum

Ólafur Ragnar: Kína ein stærsta ógnin við framtíð Norðurskautsins – Bregðist norðurslóðasamvinnan sé jörðin „töpuð“

Ólafur Ragnar: Kína ein stærsta ógnin við framtíð Norðurskautsins – Bregðist norðurslóðasamvinnan sé jörðin „töpuð“
Eyjan
Fyrir 3 dögum

Aldrei eins dýrt að eignast litlar íbúðir og nú – Meðalfermetraverðið yfir 572 þúsund krónur

Aldrei eins dýrt að eignast litlar íbúðir og nú – Meðalfermetraverðið yfir 572 þúsund krónur
Eyjan
Fyrir 3 dögum

Eru þetta skilaboð Jókersins?

Eru þetta skilaboð Jókersins?
Eyjan
Fyrir 4 dögum

Margrét ósátt: 9 milljarðar í höfuðstöðvar Landsbankans – Af hverju ekki að fjölga frekar hjúkrunarfræðingum?

Margrét ósátt: 9 milljarðar í höfuðstöðvar Landsbankans – Af hverju ekki að fjölga frekar hjúkrunarfræðingum?
Eyjan
Fyrir 4 dögum

Slagur framundan hjá VG: Sendiherrasonur og lögreglumaður keppast um gjaldkerastöðuna

Slagur framundan hjá VG: Sendiherrasonur og lögreglumaður keppast um gjaldkerastöðuna