fbpx
Miðvikudagur 16.október 2019  |
Eyjan

Bókunarsíður taka há gjöld fyrir hótelbókanir hér á landi – „Þeir hafa algjört hreðjatak á okkur“

Kristján Kristjánsson
Fimmtudaginn 8. ágúst 2019 07:55

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Það er ansi þægilegt að nota bókunarsíður á borð við Expedia eða Booking þegar kemur að því að finna hótel á næsta áfangastað. Mikið úrval hótela kemur upp og svo er bara að velja eitt og panta gistingu á því. Þetta færir hótelum viðskipti en er jafnframt dýrt fyrir þau þar sem þau þurfa að borga 15 til 20 prósent af hverri bókun til bókunarsíðunnar.

Fréttablaðið fjallar um þetta í dag en blaðamaður blaðsins ræddi við nokkra hótelstjóra á Akureyri og Suðurlandi. Þeir vildu ekki koma fram undir nafni vegna viðskiptahagsmuna. Fram kemur að þessar háu söluþóknanir fara illa í þá.

„Okkur er stillt upp við vegg. Fyrstu árin var ég að greiða 20 prósent af hverri bókun og var að gefast upp. Þetta var ekki að reka sig.“

Er haft eftir hótelstjóra lítils hótels á Suðurlandi sem segist jafnframt vera háður bókunum frá einstaklingum þar sem hópbókanir á vegum ferðaskrifstofa hafi ekki verið nægilega áreiðanlegar. Nú sé svo komið að 80 til 90 prósent af viðskiptum hótelsins fari fram í gegnum bókunarsíðurnar. Hann greiðir 18 prósent af verði hverrar bókunar til bókunarsíðunnar. Hann reyndi eitt sinn að fara í ódýrari þjónustuleið og greiða 15 prósent þóknun en þá voru auglýsingar hans færðar neðan á bókunarsíðurnar.

„Þeir hafa algjört hreðjatak á okkur.“

Segir hann.

Hótelstjóri á Akureyri segist greiða 15 prósent í söluþóknun.

„Það er nógu ógeðslega mikið. Svo ef maður auglýsir verð á eigin vefsíðu, sem er lægra en hjá þeim, þá setja þeir okkur neðar á leitarsíðunni. Þeir eru mjög fljótir að refsa.“

Segir hann og bendir á að í Evrópu greiði hótel allt niður í 12 prósent sölulaun en síðurnar virðist komast upp með að rukka hærra gjald hér á landi.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Ekki missa af

Stefán er fundinn
Eyjan
Í gær

Neytendasamtökin telja frumvarp Þórdísar gagnslaust – Smálánastarfsemi lýst sem villta vestrinu -„Í rauninni alveg galið“

Neytendasamtökin telja frumvarp Þórdísar gagnslaust – Smálánastarfsemi lýst sem villta vestrinu -„Í rauninni alveg galið“
Eyjan
Í gær

Tyrkneska landsliðið heilsar aftur að hermannasið – nú í París

Tyrkneska landsliðið heilsar aftur að hermannasið – nú í París