Þriðjudagur 12.nóvember 2019
Eyjan

Seðlabankinn fordæmdur af Blaðamannafélaginu: Segja að Seðlabankinn hafi þaggað málið niður

Jón Þór Stefánsson
Fimmtudaginn 1. ágúst 2019 17:17

Hús Seðlabankans við Kalkofnsveg.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Blaðamannafélag Íslands fordæmir Seðlabankann vegna fyrirspurnar blaðamanns fréttablaðsins um launa og hlunnindamál bankans, en þetta kemur fram í ályktun félagsins.

Í ályktuninni segir „Öllum má vera ljóst að þessi mál varða almenning í landinu og því fráleitt hjá stjórnendum Seðlabankans að neita að veita þessar upplýsingar. Af fréttum að dæma virðist hér vera um að ræða sérstakt mál innan bankans sem ekki styðst við neinar þekktar reglur eða fordæmi og því enn mikilvægara að upplýsa málið.“

Blaðamannafélagið segir að vegna þess að seðlabankinn sé opinber stofnun geti hann ekki neitað því að veita almenningi þessar upplýsingar, þar sem þetta sé nú opinbert fé.

„Þá fordæmir Blaðamannafélag Íslands sérstaklega þá fráleitu tilraun sem stjórnendur Seðlabankans hafa viðhaft til að þagga niður málið með því að stefna umræddum blaðamanni Fréttablaðsins fyrir dóm með það fyrir augum að stöðva umfjöllun hans um Seðlabankann. Þessi vinnubrögð bankans bera keim af leyndarhyggju og kúgunartilburðum sem á ekki að viðgangast hjá opinberum stofnunum.“

„Að mati Blaðamannafélags Íslands er ólíðandi að blaðamenn þurfi að standa í langvinnum, dýrum og tímafrekum málarekstri til að fá upplýsingar frá opinberum aðilum sem þeir eiga rétt á að fá samkvæmt upplýsingalögum.“

Í lok ályktunarinnar minnir blaðamannafélagið á hlutverk fjölmiðla, að upplýsa almenning um mikilvæg mál.

„Því er brýnt að opinberir aðilar virði rétt blaðamanna til aðgangs að upplýsingum og beiti ekki öllum brögðum til að koma í veg fyrir slíkt.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Ekki missa af

Eyjan
Í gær

Ekið á áttræða konu og Ásta hefur fengið nóg – „Vona að borgarfulltrúar okkar taki þessari ábendingu“

Ekið á áttræða konu og Ásta hefur fengið nóg – „Vona að borgarfulltrúar okkar taki þessari ábendingu“
Eyjan
Í gær

Brynjar vill aðskilnað – „Virðist einkum vera í því að eyðileggja einstaklinga og fyrirtæki“

Brynjar vill aðskilnað – „Virðist einkum vera í því að eyðileggja einstaklinga og fyrirtæki“
Eyjan
Fyrir 2 dögum

Logi er gáttaður á eyðslusemi Reykjavíkurborgar – „Eins og milljónamæringur á fyllerí“

Logi er gáttaður á eyðslusemi Reykjavíkurborgar – „Eins og milljónamæringur á fyllerí“
Eyjan
Fyrir 3 dögum

Maðurinn sem óvart felldi Berlínarmúrinn 9. nóvember 1989

Maðurinn sem óvart felldi Berlínarmúrinn 9. nóvember 1989
Eyjan
Fyrir 4 dögum

Pírati segir fréttir af gjaldþroti sínu stórlega ýktar – „Óþarfi að reyna að flýta dauðdögum með óþarfa hjartaáföllum!“

Pírati segir fréttir af gjaldþroti sínu stórlega ýktar – „Óþarfi að reyna að flýta dauðdögum með óþarfa hjartaáföllum!“
Eyjan
Fyrir 4 dögum

Ríkið aðstoðar aðeins við kaup á nýjum íbúðum sem hafa aldrei verið dýrari – „Algjör svik verði það raunin“

Ríkið aðstoðar aðeins við kaup á nýjum íbúðum sem hafa aldrei verið dýrari – „Algjör svik verði það raunin“