fbpx
Miðvikudagur 18.september 2019  |
Eyjan

Þjóðernisrembingur mörlandans

Ritstjórn Eyjunnar
Fimmtudaginn 18. júlí 2019 07:54

Jón Steinar Gunnlaugsson

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Jón Steinar Gunnlaugsson ritar:

Fjöldinn allur af Íslendingum hefur fest kaup á fasteignum í öðrum löndum. Það finnst okkur sjálfsagt að þeir geti gert. Auðvitað. Þjóðerni eiganda fasteignar á ekki að skipta neinu máli fyrir heimaríkið. Um fasteignirnar gilda lög og reglur viðkomandi ríkis án tillits til þjóðernis eigenda þeirra.

Þegar við ræðum hins vegar um heimild útlendinga til að eignast fasteignir á Íslandi kemur oft annað hljóð í strokkinn. Þá er eins og sumir telji að fullveldi okkar sé ógnað. Setja verði reglur sem takmarka þetta eða jafnvel banna. Þetta er auðvitað misskilningur. Eftir sem áður myndu íslenskar lagareglur gilda um þessar fasteignir og lögskipti á grundvelli eignarréttar að þeim. Fullveldi þjóðarinnar yrði á engan hátt ógnað.

Menn ættu að átta sig á því að með kröfum um bann við sölu t.d. jarðnæðis til útlendinga er verið að láta eigendur þessara eigna bera kostnaðinn af heimóttarlegum sjónarmiðum þeirra sem slíkar kröfur gera. Vera má að maður með erlendan ríkisborgararétt sé fús til að greiða miklu hærra verð fyrir viðkomandi eign heldur en hugsanlegir íslenskir kaupendur.

Og þá skal spurt: Höfum við mörlandarnir siðferðilega heimild til að láta eigendur landareigna bera kostnaðinn af þjóðernisrembingi okkar?

Svari sá sem svara vill.

Jón Steinar Gunnlaugsson lögmaður

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Ekki missa af

Eyjan
Fyrir 21 klukkutímum

Dómsmálaráðherra vill breytingar hjá lögreglunni – Aukin hagkvæmni og minni yfirstjórn

Dómsmálaráðherra vill breytingar hjá lögreglunni – Aukin hagkvæmni og minni yfirstjórn
Eyjan
Í gær

Fossinn Dynjandi millifærður í ríkisbókhaldinu – „Hver gefur hverjum hvað? Eigum við ekki Rarik? Þjóðin?“

Fossinn Dynjandi millifærður í ríkisbókhaldinu – „Hver gefur hverjum hvað? Eigum við ekki Rarik? Þjóðin?“
Eyjan
Í gær

Segir útreikning fæðingarorlofshækkunar ganga gegn kynjajafnrétti: „Segjum bara 870 þús­und slétt“

Segir útreikning fæðingarorlofshækkunar ganga gegn kynjajafnrétti: „Segjum bara 870 þús­und slétt“
Eyjan
Í gær

Svona vill Gunnar leysa umferðarhnútinn í Reykjavík: „Ættum að geta lifað við þetta“

Svona vill Gunnar leysa umferðarhnútinn í Reykjavík: „Ættum að geta lifað við þetta“
Eyjan
Í gær

Eyþór Arnalds: „ Fuck you, I won´t do what you tell me“

Eyþór Arnalds: „ Fuck you, I won´t do what you tell me“
Eyjan
Í gær

Eftirlitsstofnanir ríkisins þenjast út – Vaxandi útgjöld ár eftir ár

Eftirlitsstofnanir ríkisins þenjast út – Vaxandi útgjöld ár eftir ár