fbpx
Miðvikudagur 30.apríl 2025
Eyjan

Óli Björn vill gera alla landsmenn að kapítalistum: „Aðferðafræðin getur verið einföld“

Ritstjórn Eyjunnar
Miðvikudaginn 17. júlí 2019 14:15

Óli Björn Kárason

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Stefna stjórnvalda er að selja hlut ríkisins í Íslandsbanka og Landsbankanum, en eigi áfram allt að 40% í Landsbankanum. Talið er að það ferli gæti tekið nokkur ár. Óli Björn Kárason, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, viðrar þá hugmynd í Morgunblaðinu í dag að öllum Íslendingum verði afhentur eignahlutur í ríkisbönkunum sem nemur um 10-20 prósentum. Það rími ágætlega við grunntón Sjálfstæðisflokksins og muni þar að auki stuðla að dreifðu eignarhaldi, valddreifingu og auki aðhald að mikilvægum stofnunum. Þá auki það einnig tiltrú á fjármálakerfinu og eyði tortryggni í garð þess.

Óli Björn nefnir ekki í greininni með hvaða hætti slík afhending ætti að fara fram, en slíkar tilraunir þar sem almenningi gefst kostur á eignarhaldi hafa áður þótt misheppnast, þar sem fagfjárfestar og fyrirtæki hafi rokið til og keypt hlutinn beint af almenningi á hóflegu yfirverði strax og tækifæri býðst. Því hafi almenningur einungis verið í hlutverki einskonar milliliðs um viðskiptin.

Einföld aðferðafræði

Eyjan spurði Óla Björn hvernig hann hygðist koma í veg fyrir slíka uppsópun fjármálakerfisins á eignarhlut almennings og nefnir hann að ýmsar kvaðir sé hægt að setja á hlutabréfin:

„Aðferðafræðin getur verið einföld. Allir íslenskir ríkisborgarar sem hafa haft skattalega heimilisfesti hér á landi síðustu 3-5 árin og börn þeirra fá afhent alls 2,5-5% á ári frá og með 2020 og til ársins 2023. Alls 10-20%. Eðlilegt er að settar verði ákveðnar kvaðir á hlutabréfin. Þannig verði viðkomandi að eiga bréfin í 3-5 ár, en þó sé heimilt að selja þau ef keypt eru önnur skráð hlutabréf fyrir sömu fjárhæð. Að öðrum kosti verður söluverðið skattlagt sem launatekjur. Eldri borgarar gætu hins vegar selt hlutabréfin hvenær sem er eftir að farið er á eftirlaun og á söluverðmætið ekki að skerða ellilífeyrisgreiðslur,“

segir Óli Björn.

Bankarnir verði ekki lokaður klúbbur

Hann nefnir einnig að um réttlætismál sé að ræða sem stuðli að meira aðhaldi í rekstri fjármálakerfisins:

„Almenningur tók beint og óbeint þátt í endurreisn fjármálakerfisins og því er sanngjarnt að hann fái að njóta virðisaukans með þeim hætti sem lagt er til. En fleira skiptir hér máli. Það er verið að ýta undir og treysta eignamyndun og þátttöku almennings í atvinnulífinu – sem skiptir miklu í mínum huga. Og við þetta bætist að þegar almenningur hefur rétt til þess að sækja hluthafafundi, leggja þar fram spurningar fyrir stjórn og helstu stjórnendur í krafti eignarhlutar, verður aðhaldið meira en áður. Bankarnir verða ekki líkt og lokaður klúbbur nokkurra útvalinna einstaklinga eða andlistlausa fjárfesta, heldur opinn vettvangur almennings til að láta til sín taka og hafa áhrif.“

Stjórnlyndið opinberist

Óli Björn segir í grein sinni að búast megi við andstöðu við þessa hugmynd á þingi, en hann ögrar úrtölumönnum og allt að því skorar á þá að mótmæla hugmyndinni og opinbera sjálfa sig sem talsmenn stjórnlyndis í leiðinni:

„En það gæti orðið áhuga­vert að fylgj­ast með hverj­ir setj­ast á bekk með úr­tölu­mönn­um og ger­ast tals­menn stjórn­lynd­is með því að leggja steina í götu þess að ein­stak­ling­ar eign­ist milliliðalaust hlut í bönk­un­um. Að skjóta styrk­ari stoðum und­ir fjár­hags­legt sjálf­stæði ein­stak­linga og fjöl­skyldna þeirra og gera Íslend­inga að kapí­tal­ist­um, er eit­ur sem enn seytl­ar um æðar margra, sem eru sann­færðir um að sér­eign­ar­stefn­an eigi ræt­ur í hugs­un­ar­hætti smá­borg­ar­ans.“

Samkvæmt heimildum Eyjunnar er hugmynd Óla Björns ennþá á frumstigi og hefur ekki verið borin undir VG eða Framsóknarflokkinn í stjórnarsamstarfinu.

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 3 dögum

Ole Anton Bieltvedt skrifar: Dýralæknar, starfseiður þeirra og blóðmerahaldið

Ole Anton Bieltvedt skrifar: Dýralæknar, starfseiður þeirra og blóðmerahaldið
Eyjan
Fyrir 4 dögum

Ásmundur sendir flokksfélögum sínum pillu – „Forystan hér í bæ kom mér út af listanum“

Ásmundur sendir flokksfélögum sínum pillu – „Forystan hér í bæ kom mér út af listanum“
Eyjan
Fyrir 5 dögum

Hanna Katrín Friðriksson: Landbúnaður getur blómstrað – má ekki víkja um of frá lögmálum markaðarins

Hanna Katrín Friðriksson: Landbúnaður getur blómstrað – má ekki víkja um of frá lögmálum markaðarins
Eyjan
Fyrir 5 dögum

Orðið á götunni: Margir vilja Guðlaug Þór í forystu í borginni – út með alla núverandi borgarfulltrúa Sjálfstæðisflokksins

Orðið á götunni: Margir vilja Guðlaug Þór í forystu í borginni – út með alla núverandi borgarfulltrúa Sjálfstæðisflokksins
Eyjan
Fyrir 1 viku

Hanna Katrín: Veiðigjöld eiga ekki að byggja á innanhússverði hjá fiskvinnslu og veiðum sem eru undir sama hatti

Hanna Katrín: Veiðigjöld eiga ekki að byggja á innanhússverði hjá fiskvinnslu og veiðum sem eru undir sama hatti
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Óttar Guðmundsson skrifar: Egill afi og Grettir taka stúdentinn

Óttar Guðmundsson skrifar: Egill afi og Grettir taka stúdentinn