fbpx
Fimmtudagur 31.júlí 2025
Eyjan

Stoppað í WOW búninga

Ritstjórn DV
Föstudaginn 12. júlí 2019 09:05

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Íslenskir neytendur eru í fullu starfi að kynna sér ný flugfélög sem ætla að bjóða upp á ótrúleg fargjöld hingað til lands. Það er auðvitað fagnaðarefni fyrir staurblankan landann sem er ætíð tilbúinn til að ferðast út fyrir landsteinana.

Það vekur hins vegar óneytanlega athygli að bandarísku fjárfestarnir, sem hafa keypt leifarnar af WOW Air, skuli hafa haft flugliðabúningana með í kaupunum. Ef þeir ætla að stofna nýtt félag undir nýju merki gæti þurft að ráða saumakonur til að breyta búningunum og taka af þeim merki gamla félagsins, ef þau eru til staðar. Svo á eftir að sjá hvort búningarnir passi á nýja flugliða sem ráðnir verða til nýja félagsins. Reyndar fylgdu gömlu WOW lénin með í kaupunum, þannig að nokkrar líkur eru á að Íslendingar sjá áfram vélar merktar WOW í Keflavík.  Hins vegar er ekki sjálfgefið að fyrrverandi starfsmenn WOW fái þau störf sem eru í boði, en um 600 fyrrverandi starfsmenn WOW eru enn á atvinnuleysisskrá.

Það er er ekki nema rúmlega ár síðan að Gunni Hilmars hannaði einkennisfatnað WOW Air, en það var í þriðja skipti sem hann tók að sér það ábyrgðarhlutverk. Við það tækifæri sagði hann á Smartlandi: „Eitt það skemmti­leg­asta við að vinna með WOW air er að orðið stöðnun er ekki til. Það var eng­in sér­stök ástæða fyr­ir því breyta núna önn­ur en sú að gera eitt­hvað nýtt, skemmti­legt og ferskt. Þannig er WOW air.“

Svo mörg voru þau orð.

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

EyjanFastir pennar
Fyrir 5 dögum

Óttar Guðmundsson skrifar: Æskuást

Óttar Guðmundsson skrifar: Æskuást
Eyjan
Fyrir 5 dögum

Greinir heimsókn Ursulu von der Leyen og spyr hvað stjórnarandstaðan óttist

Greinir heimsókn Ursulu von der Leyen og spyr hvað stjórnarandstaðan óttist
Eyjan
Fyrir 6 dögum

Orðið á götunni: Lánlítil stjórnarandstaða – ætlar aftur í slag gegn þjóðinni

Orðið á götunni: Lánlítil stjórnarandstaða – ætlar aftur í slag gegn þjóðinni
Eyjan
Fyrir 6 dögum

Brynhildur Guðmundsdóttir tekur við sem forstjóri Daga hf.

Brynhildur Guðmundsdóttir tekur við sem forstjóri Daga hf.
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Thomas Möller skrifar: Ferðaþjónustan á betra skilið

Thomas Möller skrifar: Ferðaþjónustan á betra skilið
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Svarthöfði skrifar: Úlfaldi úr mýflugu – margur heldur mig sig – allt í gosmóðu hjá stjórnarandstöðunni?

Svarthöfði skrifar: Úlfaldi úr mýflugu – margur heldur mig sig – allt í gosmóðu hjá stjórnarandstöðunni?