fbpx
Laugardagur 27.apríl 2024
Eyjan

Ólafur segir bændur ekki taka mark á eigin hræðsluáróðri: „Tímabært að þessir aðilar hætti tvískinnungnum“

Ritstjórn Eyjunnar
Þriðjudaginn 18. júní 2019 15:30

Ólafur Stephensen, framkvæmdastjóri FA Ljósmynd: Haraldur Guðjónsson

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Greint er frá því á vef Félags atvinnurekenda (FA), að aðilar í íslenskum landbúnaði, bændur og afurðarstöðvar, hafi fengið úthlutað 47.5% af tollfrjálsum innflutningskvóta fyrir kjöt á seinni helming ársins, samkvæmt tollasamningi Íslands og ESB. Muni þeir því flytja inn tæplega 91% tollkvótans í svínakjöti og tæplega 60% í alifuglakjöti.

Tvískinnungur

Ólafur Stephensen, framkvæmdastjóri FA, hefur löngum eldað grátt silfur við aðila landbúnaðarins vegna innflutnings kjöts og má segja að þar mætist stálin stinn, þar sem Ólafur og FA hafa talað fyrir auknum og óheftari innflutningi, meðan landbúnaðurinn hefur viljað draga úr innflutningi, ekki síst á ófrystu kjöti, þar sem af því geti stafað smithætta.

Ólafur segir að tvískinnungs gæti hjá bændum í afstöðu sinni, þar sýni tölurnar svart á hvítu:

„Þessar tölur staðfesta enn og aftur að þeir innlendu bændur og afurðastöðvar, sem hér um ræðir, taka í raun ekki mark á hræðsluáróðri gegn innfluttu kjöti, sem þó er stundum borinn fram í þeirra nafni. Það er orðið tímabært að þessir aðilar hætti tvískinnungnum og taki höndum saman við aðra innflytjendur kjöts frá Evrópusambandsríkjunum um að tryggja matvælaöryggi og hagstætt rekstrarumhverfi í frjálsum búvöruviðskiptum á milli Evrópulanda.“

Samkvæmt niðurstöðum útboðs atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytisins á tollkvóta fyrir seinni helming ársins fá innlendir bændur og afurðastöðvar úthlutað samtals 647,3 tonnum af 1.363 tonna tollkvóta. Þetta er talsverð aukning frá fyrri helmingi ársins, en þá fengu aðilar í innlendum landbúnaði úthlutað 573,5 tonnum, sem samsvaraði 41% tollkvóta

Eins og taflan sýnir er Mata langumsvifamesti innflytjandinn í þessum hópi. Mata er systurfélag Matfugls, eins stærsta kjúklingaræktanda landsins, og Síldar og fisks, sem er umsvifamikill svínaræktandi og selur vörur sínar undir vörumerkinu Ali. Mata fékk í sinn hlut um það bil um 54% þess tollkvóta sem bændur og afurðastöðvar flytja inn, eða 350 tonn af kjötvörum.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 4 dögum

Segir kjósendur bera ábyrgð á þeim stjórnmálamönnum sem þeir kjósa

Segir kjósendur bera ábyrgð á þeim stjórnmálamönnum sem þeir kjósa
Eyjan
Fyrir 4 dögum

Ólafur Þ. Harðarson: Afleiðing forsetaframboðs Katrínar er að Bjarni Ben er orðinn forsætisráðherra

Ólafur Þ. Harðarson: Afleiðing forsetaframboðs Katrínar er að Bjarni Ben er orðinn forsætisráðherra
Eyjan
Fyrir 5 dögum

Varaþingmaður Samfylkingarinnar yfirgefur flokkinn – Segir Samfylkinguna hafa sofnað á mannréttindavaktinni

Varaþingmaður Samfylkingarinnar yfirgefur flokkinn – Segir Samfylkinguna hafa sofnað á mannréttindavaktinni
Eyjan
Fyrir 5 dögum

Ólafur Þ. Harðarson: Þurfum mjög hæfan forseta – þarf alls ekki að vera stjórnmálamaður

Ólafur Þ. Harðarson: Þurfum mjög hæfan forseta – þarf alls ekki að vera stjórnmálamaður