fbpx
Mánudagur 07.júlí 2025
Eyjan

Patagonia og Landvernd gegn fiskeldi í opnum sjókvíum: „Við eigum að læra af slæmri reynslu nágrannaríkja“

Ritstjórn Eyjunnar
Föstudaginn 14. júní 2019 17:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Nú stendur yfir umræða um ný lög um fiskeldi á Alþingi. Alþjóðlegi útivistarvöruframleiðandinn Patagonia, Landvernd, Náttúruverndarsamtök Íslands ásamt fjölda íslenskra veitingastaða og fyrirtækja hafa lýst yfir stuðningi við átaksverkefnið Á móti straumnum sem er ætlað að vernda íslenska náttúru fyrir laxeldi í opnum sjókvíum. Allir þeir sem styðja átakið vilja vernda líffræðilegan fjölbreytileika, náttúru og orðspor Íslands sem hingað til hefur verið þekkt sem óspilltur áfangastaður, samkvæmt tilkynningu.

Markmið átaksins er þríþætt;

  1. Að stækkun iðnaðarins verði stöðvuð þangað til frekari rannsóknir hafa verið gerðar á þeim áhrifum sem hann hefur á náttúruna.
  2. Að eftirlit stjórnvalda með iðnaðinum verði aukið og stutt fjárhagslega. Eftirlitið snýr að slysasleppingum, laxalús, erfðablöndun, notkun á lyfjum og eiturefnum.
  3. Að stjórnvöld beini iðnaðinum í umhverfisvænni átt með því að veita fyrirtækjum sem stunda eldi í lokuðum kvíum og á landi efnahagslega hvata til uppbyggingar á Íslandi.

Það er NASF á Íslandi, Verndarsjóður villtra laxa, sem stendur að átakinu. NASF á Íslandi eru náttúruverndarsamtök sem hafa vernd Norður-Atlantshafslaxins að meginmarkmiði. Áður höfðu samtökin safnað yfir 10.000 undirskriftum einstaklinga þar sem skorað er á stjórnvöld að stíga varlega til jarðar í leyfisveitingum til frekari uppbygging fiskeldis í opnum sjókvíum. Undirskriftirnar hafa þegar verið afhentar sjávarútvegsráðherra og umhverfisráðherra.

Ryan Gellert, framkvæmdastjóri Patagonia fyrir Evrópu, Miðausturlönd og Afríku, segir af þessu tilefni:

„Patagonia hefur gengið til liðs við íslensk umhverfissamtök og fyrirtæki til að tryggja að raddir þeirra fái að heyrast áður en Alþingi kýs um það fiskeldisfrumvarp sem nú liggur fyrir þinginu. Alþjóðlegir aðilar þekkja vel þau neikvæðu áhrif sem fiskeldi íopnum sjókvíum hefur á lífríki sjávar og við lýsum yfir töluverðum áhyggjum af framtíð villtra fiskistofna verði frumvarpið samþykkt.“

Auður Magnúsdóttir, framkvæmdastjóri Landverndar:

„Ísland hefur mikla hagsmuni af því ýta frekar undir náttúruvernd og hreinleika íslenskrar náttúru. Við eigum að læra af slæmri reynslu nágrannaríkja okkar af fiskeldi í opnum sjókvíum og gæta þess að stefna ekki nátttúru Íslands í voða, sérstaklega þegar fyrir liggja betri og umhverfisvænni aðferðir til að stunda fiskeldi.“

Nuno Servo, veitingamaður og eigandi Sushi Social og fleiri veitingastaða:

„Íslenskir veitingastaðir vilja bjóða viðskiptavinum sínum upp á hágæðavöru og viðskiptavinir gera kröfu um að matvæli séu framleidd með umhverfisvænum og sjálfbærum hætti. Eldislax í opnum sjókvíum uppfyllir hvorki væntingar veitingahúsa néviðskiptavina þeirra.“

Vefsíða átaksins; https://amotistraumnum.is/

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 3 dögum

Golfhöggið á Hönnu Katrínu geigaði – „Kannski komumst við í fyrramálið“

Golfhöggið á Hönnu Katrínu geigaði – „Kannski komumst við í fyrramálið“
EyjanFastir pennar
Fyrir 4 dögum

Svarthöfði: Óhamingjusamur málþófsmaður í prívat hagsmunagæslu

Svarthöfði: Óhamingjusamur málþófsmaður í prívat hagsmunagæslu
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Sigmundur Ernir skrifar: Krónutjónið nemur 500 milljörðum árlega

Sigmundur Ernir skrifar: Krónutjónið nemur 500 milljörðum árlega
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Óttar Guðmundsson skrifar: Heillandi fól

Óttar Guðmundsson skrifar: Heillandi fól
Eyjan
Fyrir 1 viku

Bygging á Orkureitnum fær Svansvottun 4 fyrst allra húsa á Norðurlöndunum

Bygging á Orkureitnum fær Svansvottun 4 fyrst allra húsa á Norðurlöndunum
Eyjan
Fyrir 1 viku

Orðið á götunni: Nýtt kaupaukakerfi í Íslandsbanka ofan á 12 prósenta kauphækkun stjórnenda

Orðið á götunni: Nýtt kaupaukakerfi í Íslandsbanka ofan á 12 prósenta kauphækkun stjórnenda