Sunnudagur 15.desember 2019
Eyjan

MMR: Píratar og VG bæta við sig fylgi

Ritstjórn Eyjunnar
Miðvikudaginn 5. júní 2019 11:01

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Píratar bæta mest við sig í fylgi milli kannana samkvæmt nýrri könnun MMR um stuðning við stjórnmálaflokkana, eða um rúm fjögur prósentustig. Fylgi Sjálfstæðisflokksins stendur nærri óbreytt milli mælinga í fyrri og seinnihluta maímánaðar og mælist nú 21,5%.

Fylgi Viðreisnar (8,3%) og Sósíalistaflokks Íslands (3,4%) stóð sömuleiðis óbreytt milli mælinga maímánaðar. Vinstri græn mældust með 14,1% fylgi undir lok mánaðarins, sem er tæplega tveggja prósentustiga aukning því í fyrri hluta mánaðarins.

Fylgi Samfylkingarinnar dalaði um tæpt eitt og hálft prósentustig frá því í fyrri hluta maí.

Stuðningur við ríkisstjórnina jókst í mánuðinum mældist nú 45,5% samanborið við 40,9% í fyrri hluta maímánaðar.

Fylgi flokkanna

Fylgi Vinstri grænna mældist nú 14,1% og mældist 12,2% í síðustu könnun.

Fylgi Pírata mældist nú 14,0% og mældist 9,8% í síðustu könnun.

Fylgi Samfylkingarinnar mældist nú 12,5% og mældist 13,9% í síðustu könnun.

Fylgi Miðflokksins mældist nú 10,8% og mældist 11,8% í síðustu könnun.

Fylgi Framsóknarflokksins mældist nú 9,7% og mældist 11,6% í síðustu könnun.

Fylgi Viðreisnar mældist nú 8,3% og mældist 8,4% í síðustu könnun.

Fylgi Flokks fólksins mældist nú 4,2% og mældist 6,4% í síðustu könnun.

Fylgi Sósíalistaflokks Íslands mældist nú 3,4% og mældist 3,2% í síðustu könnun.

Fylgi annarra flokka mældist 1,6% samanlagt.

 

Lagðar voru allt að þrjár spurningar fyrir svarendur um stuðning þeirra við stjórnmálaflokka. Allir voru spurðir spurningar 1: „Ef kosið yrði til Alþingis í dag, hvaða flokk myndir þú kjósa?“. Þeir sem svöruðu „Veit ekki/óákveðin(n)“ við spurningu 1 voru því næst spurðir spurningar 2: „En hvaða flokkur yrði líklegast fyrir valinu?“. Ef aftur var svarað „Veit ekki/óákveðin(n)“ þá voru þátttakendur að lokum spurðir spurningar 3: „Hvort er líklegra að þú kysir Sjálfstæðisflokkinn eða einhvern hinna flokkanna?“. Fjölda þeirra sem svaraði „einhvern hinna“ í spurningu 3 var skipt milli annarra flokka en Sjálfstæðisflokksins í sama hlutfalli og fylgi þeirra var skv. spurningum 1 og 2. Samtals voru 79,3% sem gáfu upp afstöðu til flokka, aðrir kváðust óákveðnir (6,2%), myndu skila auðu (6,8%), myndu ekki kjósa (1,7%) eða vildu ekki gefa upp afstöðu sína (5,6%). Myndin sýnir niðurstöðu könnunar að viðbættum efri og neðri vikmörkum miðað við 95% öryggisbil ásamt samanburði við síðustu kannanir þar á undan.

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Ekki missa af

Helgi Seljan er látinn
Eyjan
Fyrir 2 dögum

Þorsteinn vill fá svör: Hverjir keyptu eignir Íbúðalánasjóðs? „Þetta er algjörlega ólíðandi framkoma“

Þorsteinn vill fá svör: Hverjir keyptu eignir Íbúðalánasjóðs? „Þetta er algjörlega ólíðandi framkoma“
Eyjan
Fyrir 2 dögum

Þórólfur ósáttur: Allt stopp eftir óveðrið – „Það vantar mikið upp á“

Þórólfur ósáttur: Allt stopp eftir óveðrið – „Það vantar mikið upp á“
Eyjan
Fyrir 3 dögum

Samfylkingin vill að skattrannsóknarstjóri geti ákært og sótt til saka

Samfylkingin vill að skattrannsóknarstjóri geti ákært og sótt til saka
Eyjan
Fyrir 3 dögum

Sakar Helga um bullandi vanhæfi: „Vill einmitt svo skemmtilega til að eiginkona Helga Hrafns er forstöðumaður Siðmenntar“

Sakar Helga um bullandi vanhæfi: „Vill einmitt svo skemmtilega til að eiginkona Helga Hrafns er forstöðumaður Siðmenntar“
Eyjan
Fyrir 4 dögum

Umsóknir um starf útvarpsstjóra Ríkisútvarpsins alls 41

Umsóknir um starf útvarpsstjóra Ríkisútvarpsins alls 41
Eyjan
Fyrir 4 dögum

Íslendingar byrjaðir að hamstra – Örtröð í verslanir og Vínbúðir – „Alvöru dómsdagsstemning“

Íslendingar byrjaðir að hamstra – Örtröð í verslanir og Vínbúðir – „Alvöru dómsdagsstemning“
Eyjan
Fyrir 4 dögum

Eiríkur fyrstur Íslendinga til að gegna embætti formanns EMBL

Eiríkur fyrstur Íslendinga til að gegna embætti formanns EMBL
Eyjan
Fyrir 4 dögum

Vilja aukið eftirlit og stöðva fúsk: „Heilsu og öryggi landsmanna stefnt í hættu“

Vilja aukið eftirlit og stöðva fúsk: „Heilsu og öryggi landsmanna stefnt í hættu“