fbpx
Sunnudagur 22.september 2019  |
Eyjan

Margrét hættir eftir 25 ár sem skólameistari MK – 218 nemendur útskrifaðir

Erla Dóra Magnúsdóttir
Laugardaginn 25. maí 2019 18:20

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Margrét Friðriksdóttir, skólameistari Menntaskólans í Kópavogi til 25 ára, lætur af störfum nú í haust. Níu einstaklingar sækjast nú eftir stöðunni sem verður skipað í frá og með 1. ágúst til fimm ára.

Umsækjendurnir eru :

Ágústa Elín Ingþórs­dótt­ir skóla­meist­ari,
Ásgeir Þór Tóm­as­son fag­stjóri,
Ein­ar Hreins­son for­stöðumaður,
Erla Björk Þor­geirs­dótt­ir verk­efn­is­stjóri,
Guðríður Eld­ey Arn­ar­dótt­ir fram­halds­skóla­kenn­ari,
Guðrún Erla Sig­urðardótt­ir framhaldsskólakennari,
Helgi Kristjáns­son aðstoðarskóla­meist­ari MK
Lúðvík Marinó Karls­son,
Ólaf­ur Hauk­ur Johnson fram­kvæmda­stjóri.

Frá Menntaskólanum í Kópavogi útskrifuðust í dag 218 nemendur við hátíðlega athöfn í Digraneskirkju. Við útskrift kom fram að þetta verði síðasta útskrift Margrétar, sem hefur staðið vaktina í MK í alls 25 ár.  Í ræðu sinni við útskriftina greindi Margrét frá fleiri breytingum, en skólinn reytist úr fjögurra ára bóknámsskóla í þriggja ára. Jafnframt var greint frá því að MK sé nú formlega komið með jafnlaunavottun.

Dúxarnir voru Ester Hulda Ólafsdóttir og Karen Birta Kjartansdóttir og nýsveinn Sandra Sif Eiðsdóttir. Estar Hulda hlaut einnig styrk frá rótarýklúbb Kópavogs fyrir góðan árangur í raungreinum og Sandra Sif fékk verðlaun frá Rótarýklúbbnum Borgir í Kópavogi fyrir góðan námsárangur í iðnnámi.  Karen Birta fékk styrk fyrir góðan námsárangur og störf að mannúðarmálum frá Ingólfssjóði sem stofnaður var til minningar um Ingólf A. Þorkelsson, fyrrverandi skólameistara.

Við óskum útskriftarnemunum innilega til hamingju með áfangann.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Logi skilinn

Ekki missa af

Eyjan
Fyrir 2 dögum

Lífskjör eldri borgara á Íslandi þau bestu í heimi

Lífskjör eldri borgara á Íslandi þau bestu í heimi
Eyjan
Fyrir 2 dögum

Sjáðu hvað fjármagnseigendur „græða“ samkvæmt fjárlagafrumvarpinu -„Ofboðslega óréttlátt – ríkisstjórn ríka fólksins“

Sjáðu hvað fjármagnseigendur „græða“ samkvæmt fjárlagafrumvarpinu -„Ofboðslega óréttlátt – ríkisstjórn ríka fólksins“
Eyjan
Fyrir 2 dögum

Jón Steinar greinir siðblindu

Jón Steinar greinir siðblindu
Eyjan
Fyrir 2 dögum

Framsókn leggur til leyfisskyldu á jarðakaupum – Forsenda fyrir eignarhaldi verði skilgreind tengsl við Ísland

Framsókn leggur til leyfisskyldu á jarðakaupum – Forsenda fyrir eignarhaldi verði skilgreind tengsl við Ísland
Eyjan
Fyrir 2 dögum

„Hvaða gagn gerir siðanefnd Alþingis ef þingmenn taka ekki nokkurt mark á henni?“

„Hvaða gagn gerir siðanefnd Alþingis ef þingmenn taka ekki nokkurt mark á henni?“
Eyjan
Fyrir 3 dögum

Peningaþvætti í spilakössum á Íslandi að stórum hluta á ábyrgð ríkisins – Yfirvöld grípa í taumana

Peningaþvætti í spilakössum á Íslandi að stórum hluta á ábyrgð ríkisins – Yfirvöld grípa í taumana
Eyjan
Fyrir 3 dögum

Sjáðu línuritið um Ísland sem rataði ekki í kynningargögnin um OECD skýrsluna: „Hreint djöfullegt – Hvílík skömm!“

Sjáðu línuritið um Ísland sem rataði ekki í kynningargögnin um OECD skýrsluna: „Hreint djöfullegt – Hvílík skömm!“