fbpx
Þriðjudagur 16.september 2025
Eyjan

Kvenprestar vilja ekki fyrirgefa – Hvetja til sniðgöngu á séra Ólafi

Ritstjórn Eyjunnar
Fimmtudaginn 23. maí 2019 08:48

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Séra Ólafur Jóhannsson, fyrrverandi sóknarprestur í Grensáskirkju, var leystur frá störfum af biskupi í desember fyrir að áreita fimm konur kynferðislega, en hann hafði verið í leyfi frá því 2017 þegar ásakanir kvennanna komu fram. Stjórnvöld komust að því að biskupi hefði ekki verið heimilt að leysa Ólaf frá störfum. Fær Ólafur því greidd laun fyrir þann tíma sem hann gegndi ekki störfum.

Biskup mæltist til þess að Ólafur sneri ekki aftur til starfa, en næstu mánaðarmót verður Grensásprestakall lagt niður í sameiningu þess við Bústaðarprestakall og óvíst hvað verður um stöðu Ólafs, sem mætti galvaskur til vinnu þvert gegn óskum biskups.

Nú hafa kvenprestar hvatt fundargesti héraðsfundar Reykjavíkurprófastsdæmis vestra til að sniðganga fundinn ef Ólafur mæti á hann, samkvæmt Fréttablaðinu. Stjórn Félags prestvígðra kvenna sendi póst á alla þá sem höfðu fengið fundarboð frá prófasti þar sem segir:

„Öll höfum við rétt á að starfa í öruggu vinnuumhverfi og sjálfsögð krafa að velferð þolenda sé öðrum hagsmunum rétthærri í kirkjunni okkar. Í ljósi nýafstaðinna atburða er varða málefni Ólafs Jóhannssonar hvetur stjórn Félags prestvígðra kvenna alla fundargesti er boðuð eru og munu sitja héraðsfund í dag í Reykjavíkurprófastsdæmi vestra til að taka ábyrga afstöðu með þolendum Ólafs. Það gerið þið með því að sitja ekki fundinn ákveði Ólafur að birtast óvelkominn, heldur hvetjum við ykkur til að rísa á fætur og ganga út af fundinum. Er það von stjórnar að samstaða myndist um þessi mótmæli er varða hag okkar allra sem störfum fyrir kirkjuna.“

Héraðsfundurinn er opinn öllum og er haldinn árlega, þar sem farið er yfir starf vetrarins og kosið í ráð innan kirkjunnar. Um sextíu manns höfðu fengið boð á fundinn.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 1 viku

Orðið á götunni: Ríkisstjórnin er að moka flórinn eftir sjö ára óstjórn fyrri ríkisstjórnar

Orðið á götunni: Ríkisstjórnin er að moka flórinn eftir sjö ára óstjórn fyrri ríkisstjórnar
Eyjan
Fyrir 1 viku

Orðið á götunni: Það skiptir máli hverjir stjórna – berin eru súr, sagði Mikki refur

Orðið á götunni: Það skiptir máli hverjir stjórna – berin eru súr, sagði Mikki refur
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Óttar Guðmundsson skrifar: Algengir stjórnunarhættir

Óttar Guðmundsson skrifar: Algengir stjórnunarhættir
Eyjan
Fyrir 1 viku

Sigurður Hólmar skrifar: Tugir milljarða til Háskóla Íslands en aðeins örfáir fatlaðir fá inngöngu

Sigurður Hólmar skrifar: Tugir milljarða til Háskóla Íslands en aðeins örfáir fatlaðir fá inngöngu