fbpx
Föstudagur 26.apríl 2024
Eyjan

Helgi segir ekkert athugavert við akstursgreiðslur Ásmundar:  „Þungbært að sitja undir ásökunum um að greiða tilhæfulausa reikninga“

Erla Dóra Magnúsdóttir
Fimmtudaginn 23. maí 2019 15:16

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Helgi Bernódusson, skrifstofustjóri Alþingis, segir það starfsmönnum skrifstofunnar erfitt að vera ásakaðir um greiðslu tilhæfulausra akstursreikninga. Þetta kemur fram í tilkynningu á vef Alþingis.

Tilefni tilkynningarinnar er gagnrýni á akstursgreiðslur Ásmundar Friðrikssonar, þingmanns Sjálfstæðisflokksins, en því hefur verið haldið fram í umræðunni um að rökstuddur grunur sé á að Ásmundur hafi misfarið með almannafé og Alþingi gagnrýnt fyrir að bregðast ekki við þeim grun.

„Skrifstofan hefur engin gögn sem benda til þess að rangt hafi verið haft við og röngum eða tilhæfulausum reikningum verið skilað inn til endurgreiðslu.

Þegar þetta tiltekna mál kom til forsætisnefndar í annað sinn gerði skrifstofan á ný athugun á akstursbók Ásmundar en þar var ekkert að finna sem vakti grun um misferli.“

Helgi bendir á að Ásmundur njóti tvenns konar aksturgreiðslna. Annars vegar fyrir svonefndan heimanakstur sem er samningsbundin greiðsla fyrir akstur frá heimili að þingstað. Hins vegar sé um endurgreiðslu á aksturskostnaði vegna funda og viðburða í kjördæmi. Heimanaksturinn fæst aðeins greiddur ef þingmaður afsali sér húsnæðiskostnaði.

„Það er starfsmönnum skrifstofu Alþingis þungbært að sitja undir ásökunum um að greiða tilhæfulausa reikninga og gæta ekki að meðferð almannafjár.“

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 4 dögum

Halla Hrund stóreykur fylgi sitt – Mælist með meira fylgi en Jón Gnarr

Halla Hrund stóreykur fylgi sitt – Mælist með meira fylgi en Jón Gnarr
EyjanFastir pennar
Fyrir 4 dögum

Björn Jón skrifar: Ótrúlegur árangur íslenskra tæknifyrirtækja

Björn Jón skrifar: Ótrúlegur árangur íslenskra tæknifyrirtækja
Eyjan
Fyrir 5 dögum

Framsókn baunar á Samfylkinguna sem undirbýr að taka við stjórnartaumunum

Framsókn baunar á Samfylkinguna sem undirbýr að taka við stjórnartaumunum
Eyjan
Fyrir 5 dögum

Segja tillögu Einars fela í sér „afarkjör“ og hafa verið laumað að

Segja tillögu Einars fela í sér „afarkjör“ og hafa verið laumað að
Eyjan
Fyrir 6 dögum

Sigurjón skammar smákóngana í stjórnsýslunni – „Það vita allir í kerfinu af þessari fyrirstöðu en aldrei skal hróflað við Smákónginum“

Sigurjón skammar smákóngana í stjórnsýslunni – „Það vita allir í kerfinu af þessari fyrirstöðu en aldrei skal hróflað við Smákónginum“
Eyjan
Fyrir 6 dögum

Lindarhvoll: Leyndarhyggjan enn við lýði – svör berast seint, illa eða ekki

Lindarhvoll: Leyndarhyggjan enn við lýði – svör berast seint, illa eða ekki