fbpx
Föstudagur 26.apríl 2024
Eyjan

Sirrý hjólar í Þórhildi: „Vottur af iðrun og lítillæti virtist víðs fjarri þingflokksformanni Pírata“

Ágúst Borgþór Sverrisson
Laugardaginn 18. maí 2019 09:14

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Sirrý Hallgrímsdóttir, ráðgjafi og Bakþankahöfndur Fréttablaðsins, segir Þórhildi Sunnu Ævarsdóttur, þingmann og þingflokksformann Pírata, skorta iðrun og lítillæti. Hún segir Þórhildi jafnframt haga sér eins og tilgangurinn helgi ávallt meðalið og vegna góðs málstaðar megi maður segja hvað sem er um pólitíska andstæðinga.

Tilefnið er mjög umdeildur úrskurður Siðanefndar Alþingis í gær þar sem Þórhildur Sunna Ævarsdóttir var talin brotleg við siðareglur vegna ummæla hennar um akstursgreiðslur til Ásmundar Friðrikssonar, þingmanns Sjálfstæðisflokksins. Ummælin voru á þann veg að rökstuddur grunur væri um fjárdrátt af hálfu þingmannsins en þessi ummæli lét Þórhildur falla í Silfrinu á RÚV. Akstursgreiðslur til Ásmundar sem námu milljónum króna mvöktu harða gagnrýni á sínum tíma.

Úrskurður Siðanefndar Alþingis vakti hörð viðbrögð í gær og þótti gagnrýnendum hans hlálegt að þetta væri fyrsti úrskurður nefndarinnar, þar á meðal Þórhildi sjálfri. Sirrý skrifar hins vegar í pistli sínum í Fréttablaðinu:

„Rökstuðningur siðanefndarinnar er meðal annars sá að með því að staglast á orðunum „rökstuddur grunur“ hafi píratinn ranglega gefið í skyn að fyrir lægju gögn sem bentu sterklega til sektar samþingmanns hennar. Allt hugsandi fólk veit nefnilega hvað rökstuddur grunur merkir. Hugtök hafa merkingu en auðvitað er mjög freistandi að nota þau eftir hentugleika til að koma höggi á pólitíska andstæðinga sína. Popúlistar hagnast mjög á því að orð og hugtök missa merkingu sína því þar með hverfur rökræðan.

Píratanum finnst hún megi nota sinn skilning á þessu hugtaki en aðalatriðið virðist vera að Þórhildi Sunnu þykir málstaður sinn svo góður að það er fráleitt að áminna hana. Hið fyrra má afgreiða sem barnaskap en hið síðara er alvarlegra. Það er sú hugsun að tilgangurinn helgi meðalið. Þar sem málstaður hennar er svo góður þá má hún brjóta gegn samþingsmanni sínum. Vottur af iðrun og lítillæti virtist víðs fjarri þingflokksformanni Pírata og röksemdir siðanefndarinnar lætur hún sem vind um eyru þjóta.“

Pistillinn í heild

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 4 dögum

Halla Hrund stóreykur fylgi sitt – Mælist með meira fylgi en Jón Gnarr

Halla Hrund stóreykur fylgi sitt – Mælist með meira fylgi en Jón Gnarr
EyjanFastir pennar
Fyrir 4 dögum

Björn Jón skrifar: Ótrúlegur árangur íslenskra tæknifyrirtækja

Björn Jón skrifar: Ótrúlegur árangur íslenskra tæknifyrirtækja
Eyjan
Fyrir 5 dögum

Framsókn baunar á Samfylkinguna sem undirbýr að taka við stjórnartaumunum

Framsókn baunar á Samfylkinguna sem undirbýr að taka við stjórnartaumunum
Eyjan
Fyrir 5 dögum

Segja tillögu Einars fela í sér „afarkjör“ og hafa verið laumað að

Segja tillögu Einars fela í sér „afarkjör“ og hafa verið laumað að
Eyjan
Fyrir 6 dögum

Sigurjón skammar smákóngana í stjórnsýslunni – „Það vita allir í kerfinu af þessari fyrirstöðu en aldrei skal hróflað við Smákónginum“

Sigurjón skammar smákóngana í stjórnsýslunni – „Það vita allir í kerfinu af þessari fyrirstöðu en aldrei skal hróflað við Smákónginum“
Eyjan
Fyrir 1 viku

Lindarhvoll: Leyndarhyggjan enn við lýði – svör berast seint, illa eða ekki

Lindarhvoll: Leyndarhyggjan enn við lýði – svör berast seint, illa eða ekki