fbpx
Laugardagur 23.ágúst 2025
Eyjan

Móðurmál – Samtök um tvítyngi á Íslandi hljóta Mannréttindaverðlaun 2019

Ragna Gestsdóttir
Fimmtudaginn 16. maí 2019 16:30

Mynd: Facebook-síða Reykjavíkurborgar

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Dagur B. Eggertsson borgarstjóri afhenti í dag Móðurmáli – Samtökum um tvítyngi á Íslandi  Mannréttindaverðlaun Reykjavíkurborgar 2019 á mannréttindadegi borgarinnar.

Mannréttindaverðlaunin eru nú veitt í tólfta sinn en þau eru veitt þeim einstaklingum, félagasamtökum eða stofnunum sem hafa á eftirtektarverðan hátt staðið vörð um mannréttindi tiltekinna hópa. Markmiðið með mannréttindadeginum er að vekja athygli á mannréttindastefnu Reykjavíkurborgar og mikilvægi samfélags þar sem mannréttindi eru virt.

Móðurmál – samtök um tvítyngi eru regnhlífarsamtök móðurmálskennsluhópa sem kenna börnum innflytjenda móðurmál þeirra eða foreldra þeirra. Starfsemin grundvallast á Barnasáttmála Sameinuðu þjóðanna, þar sem segir að menntun barns skuli efla virðingu barnsins fyrir menningararfleifð sinni og tungu.

Í umsögn  valnefndar kemur fram að Samtökin hafi unnið gífurlega mikilvægt starf undanfarinn aldarfjórðung við að kenna börnum innflytjenda móðurmál sitt, styrkja erlenda foreldra í að viðhalda móðurmáli barna sinna og við að byggja upp þekkingu og reynslu í móðurmálskennslu á Íslandi.

Við afhendingu verðlaunanna í dag sagði borgarstjóri: „Þegar starfsemi Móðurmáls, árangur af starfinu og faglegur metnaður er skoðaður er ótrúlegt til þess að hugsa að það er nánast allt unnið í sjálfboðavinnu. Samtökin, eiga mikið hrós skilið fyrir öflugt og óeigingjarnt starf til að efla lífsgæði barna og gera Reykjavík að betri borg“.

Réttindaráð Hagaskóla hljóta hvatningarverðlaun mannréttinda- og lýðræðisráðs 2019 

Gunnlaugur Bragi Björnsson, varaformaður mannréttinda- og lýðræðisráðs afhenti fulltrúum réttindaráðs Hagaskóla hvatningarverðlaun mannréttinda- og lýðræðisráðs. Hvatningarverðlaunin eru veitt fyrir  þróunar- og nýbreytnistarf á sviði mannréttinda- og lýðræðismála fyrir verkefni sem styðja við mannréttindavernd og lýðræðiseflingu. Réttindaráð Hagaskóla og aðrir nemendur sýndu eftirtektarvert fordæmi með undirskriftasöfnun og kröfugöngu í þeim tilgangi að koma í veg fyrir að samnemandi þeirra, Zainab Safari, yrði send úr landi.

Í rökstuðningi segir:

„Með aðgerðum sínum vöktu þau mikla athygli á stöðu barna á flótta og mikilvægi þess að virða mannréttindi flóttafólks. Nemendur sýndu samstöðu, hugrekki og gagnrýna hugsun og með því vörpuðu þau ljósi á hversu mikil áhrif einstaklingar geta haft á samfélagið sitt án þess að vera sjálfir í valdastöðu“.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 4 dögum

Gréta María Grétarsdóttir, framkvæmdastjóri Prís: Rangt gefið þegar heildsöluverð til hinna minni er hærra en smásöluverðið hjá þeim stóru

Gréta María Grétarsdóttir, framkvæmdastjóri Prís: Rangt gefið þegar heildsöluverð til hinna minni er hærra en smásöluverðið hjá þeim stóru
Eyjan
Fyrir 6 dögum

Orðið á götunni: Verður Sjálfstæðisflokkurinn utan valda í nær öllum helstu sveitarfélögunum?

Orðið á götunni: Verður Sjálfstæðisflokkurinn utan valda í nær öllum helstu sveitarfélögunum?
Eyjan
Fyrir 1 viku

Segir að ESB-aðild sé engin ógn við sjávarútveginn

Segir að ESB-aðild sé engin ógn við sjávarútveginn
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Nína Richter skrifar: Miðaldra konur í hörtóga á Balí

Nína Richter skrifar: Miðaldra konur í hörtóga á Balí
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Thomas Möller skrifar: Meiri bjartsýni – minni svartsýni

Thomas Möller skrifar: Meiri bjartsýni – minni svartsýni
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Málþæfður minnihluti þarf að átta sig

Málþæfður minnihluti þarf að átta sig
Eyjan
Fyrir 1 viku

Jón hlakkar til að fá tækifæri til að hitta Long – „Hann þykir samt almennt hress“

Jón hlakkar til að fá tækifæri til að hitta Long – „Hann þykir samt almennt hress“
Eyjan
Fyrir 2 vikum

Inga nýtur sín á Tenerife en er samt í vinnunni – „Ég er ekki ein löggjafinn“

Inga nýtur sín á Tenerife en er samt í vinnunni – „Ég er ekki ein löggjafinn“